Enski boltinn

Mourinho: Ég lærði ekkert og ekkert kom mér á óvart

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho lét lítið fyrir sér fara á varamannabekknum í gær.
José Mourinho lét lítið fyrir sér fara á varamannabekknum í gær. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að ekkert hafi komið sér á óvart og að hann lærði ekki neitt af tapinu gegn Valencia í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Mourinho og lærisveinar hans hefðu getað stolið efsta sæti H-riðils af Juventus sem tapaði afar óvænt fyrir Young Boys í Bern, 2-1, en sigur United gegn hálfgerðu varaliði Valencia hefði komið því upp fyrir Tórínóliðið.

Phil Jones skoraði sigurmarkið í eigið net í byrjun seinni hálfleiks þegar að hann kom Valencia í 2-0 en Marcus Rashford minnkaði muninn með góðu skallamarki undir leikslok.

„Ég lærði ekki neitt af þessu og ekkert kom mér á óvart,“ sagði Mourinho fúll við fréttamenn eftir leikinn í gærkvöldi.

Með sigri hefði United komist hjá því að mæta stórveldum í Evrópuboltanum og tryggt því einvígi á móti Atlético, Roma, Schalke, Ajax eða Lyon.

„Það er alltaf afrek að komast upp úr riðlinum. Það er líka góður árangur að ná öðru sæti,“ sagði José Mourinho.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×