Segir það alveg skýrt að sveitarfélög eigi að aðstoða við framfærslu fanga Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2018 21:30 Mikill munur er milli sveitarfélaga hvernig staðið er að aðstoð á framfærslu við fanga. Formaður Afstöðu, félags fanga, segir Reykjavíkurborg telja að ríkið beri ábyrgð á meðan umboðsmaður Alþingis segir lögin skýr. Í fréttum okkar á dögunum sögðum við frá togstreitu milli sveitarfélaga og ríkis. Úr öðrum vasa borgum við útsvar til sveitarfélaga til að sinna velferðarþjónustu og úr hinum vasanum tekjuskatt til ríkisins til að sinna heilbrigðisþjónustu. Í stað samvinnu í málaflokknum myndast togstreita sem býr til svokölluð grá svæði. Ýmsir hópar fá ekki rétta þjónustu vegna togstreitunnar. Einn af þessum hópum eru fangar og segir formaður Afstöðu, félags fanga, mismunandi milli sveitarfélaga hvað gert er fyrir fanga. „Sum sveitarfélög eru að aðstoða fanga með framfærslu og fjölskyldur þeirra sem og styrkjum, til dæmis fyrir gervitönnum, fatnaði eða skó eða styrkja þá til góðra verka. En svo eru önnur sveitarfélög, til dæmis eins og Reykjavíkurborg, sem styrkja fanga ekki neitt. Þetta náttúrulega veldur mikilli togstreitu innan fangahópsins,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Afstaða sendi erindi til Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2017 og bað um lögfræðiálit. Þar var bent á að umboðsmaður Alþingis hafi ályktað um málið og sagt neitun sveitarfélaga stangast á við lög. Í svari sveitarfélaganna er það rakið að lögin séu úrelt og leysa þurfi úr réttarstöðu afplánunarfanga varðandi framfærslustuðning með því að skýra reglur fangelsisyfirvalda og lagaákvæði um skyldur hlutaðeigandi framfærslukerfis. „Auðvitað snýst þetta allt um peninga. Sveitarfélag eins og Reykjavíkurborg er náttúrulega með langstærsta hluta fanga þannig að þetta er svolítill peningur en í mínum huga er þetta alveg skýrt að sveitarfélögin bera ábyrgð.“ Fangelsismál Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Mikill munur er milli sveitarfélaga hvernig staðið er að aðstoð á framfærslu við fanga. Formaður Afstöðu, félags fanga, segir Reykjavíkurborg telja að ríkið beri ábyrgð á meðan umboðsmaður Alþingis segir lögin skýr. Í fréttum okkar á dögunum sögðum við frá togstreitu milli sveitarfélaga og ríkis. Úr öðrum vasa borgum við útsvar til sveitarfélaga til að sinna velferðarþjónustu og úr hinum vasanum tekjuskatt til ríkisins til að sinna heilbrigðisþjónustu. Í stað samvinnu í málaflokknum myndast togstreita sem býr til svokölluð grá svæði. Ýmsir hópar fá ekki rétta þjónustu vegna togstreitunnar. Einn af þessum hópum eru fangar og segir formaður Afstöðu, félags fanga, mismunandi milli sveitarfélaga hvað gert er fyrir fanga. „Sum sveitarfélög eru að aðstoða fanga með framfærslu og fjölskyldur þeirra sem og styrkjum, til dæmis fyrir gervitönnum, fatnaði eða skó eða styrkja þá til góðra verka. En svo eru önnur sveitarfélög, til dæmis eins og Reykjavíkurborg, sem styrkja fanga ekki neitt. Þetta náttúrulega veldur mikilli togstreitu innan fangahópsins,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Afstaða sendi erindi til Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2017 og bað um lögfræðiálit. Þar var bent á að umboðsmaður Alþingis hafi ályktað um málið og sagt neitun sveitarfélaga stangast á við lög. Í svari sveitarfélaganna er það rakið að lögin séu úrelt og leysa þurfi úr réttarstöðu afplánunarfanga varðandi framfærslustuðning með því að skýra reglur fangelsisyfirvalda og lagaákvæði um skyldur hlutaðeigandi framfærslukerfis. „Auðvitað snýst þetta allt um peninga. Sveitarfélag eins og Reykjavíkurborg er náttúrulega með langstærsta hluta fanga þannig að þetta er svolítill peningur en í mínum huga er þetta alveg skýrt að sveitarfélögin bera ábyrgð.“
Fangelsismál Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira