Segir það alveg skýrt að sveitarfélög eigi að aðstoða við framfærslu fanga Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2018 21:30 Mikill munur er milli sveitarfélaga hvernig staðið er að aðstoð á framfærslu við fanga. Formaður Afstöðu, félags fanga, segir Reykjavíkurborg telja að ríkið beri ábyrgð á meðan umboðsmaður Alþingis segir lögin skýr. Í fréttum okkar á dögunum sögðum við frá togstreitu milli sveitarfélaga og ríkis. Úr öðrum vasa borgum við útsvar til sveitarfélaga til að sinna velferðarþjónustu og úr hinum vasanum tekjuskatt til ríkisins til að sinna heilbrigðisþjónustu. Í stað samvinnu í málaflokknum myndast togstreita sem býr til svokölluð grá svæði. Ýmsir hópar fá ekki rétta þjónustu vegna togstreitunnar. Einn af þessum hópum eru fangar og segir formaður Afstöðu, félags fanga, mismunandi milli sveitarfélaga hvað gert er fyrir fanga. „Sum sveitarfélög eru að aðstoða fanga með framfærslu og fjölskyldur þeirra sem og styrkjum, til dæmis fyrir gervitönnum, fatnaði eða skó eða styrkja þá til góðra verka. En svo eru önnur sveitarfélög, til dæmis eins og Reykjavíkurborg, sem styrkja fanga ekki neitt. Þetta náttúrulega veldur mikilli togstreitu innan fangahópsins,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Afstaða sendi erindi til Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2017 og bað um lögfræðiálit. Þar var bent á að umboðsmaður Alþingis hafi ályktað um málið og sagt neitun sveitarfélaga stangast á við lög. Í svari sveitarfélaganna er það rakið að lögin séu úrelt og leysa þurfi úr réttarstöðu afplánunarfanga varðandi framfærslustuðning með því að skýra reglur fangelsisyfirvalda og lagaákvæði um skyldur hlutaðeigandi framfærslukerfis. „Auðvitað snýst þetta allt um peninga. Sveitarfélag eins og Reykjavíkurborg er náttúrulega með langstærsta hluta fanga þannig að þetta er svolítill peningur en í mínum huga er þetta alveg skýrt að sveitarfélögin bera ábyrgð.“ Fangelsismál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira
Mikill munur er milli sveitarfélaga hvernig staðið er að aðstoð á framfærslu við fanga. Formaður Afstöðu, félags fanga, segir Reykjavíkurborg telja að ríkið beri ábyrgð á meðan umboðsmaður Alþingis segir lögin skýr. Í fréttum okkar á dögunum sögðum við frá togstreitu milli sveitarfélaga og ríkis. Úr öðrum vasa borgum við útsvar til sveitarfélaga til að sinna velferðarþjónustu og úr hinum vasanum tekjuskatt til ríkisins til að sinna heilbrigðisþjónustu. Í stað samvinnu í málaflokknum myndast togstreita sem býr til svokölluð grá svæði. Ýmsir hópar fá ekki rétta þjónustu vegna togstreitunnar. Einn af þessum hópum eru fangar og segir formaður Afstöðu, félags fanga, mismunandi milli sveitarfélaga hvað gert er fyrir fanga. „Sum sveitarfélög eru að aðstoða fanga með framfærslu og fjölskyldur þeirra sem og styrkjum, til dæmis fyrir gervitönnum, fatnaði eða skó eða styrkja þá til góðra verka. En svo eru önnur sveitarfélög, til dæmis eins og Reykjavíkurborg, sem styrkja fanga ekki neitt. Þetta náttúrulega veldur mikilli togstreitu innan fangahópsins,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Afstaða sendi erindi til Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2017 og bað um lögfræðiálit. Þar var bent á að umboðsmaður Alþingis hafi ályktað um málið og sagt neitun sveitarfélaga stangast á við lög. Í svari sveitarfélaganna er það rakið að lögin séu úrelt og leysa þurfi úr réttarstöðu afplánunarfanga varðandi framfærslustuðning með því að skýra reglur fangelsisyfirvalda og lagaákvæði um skyldur hlutaðeigandi framfærslukerfis. „Auðvitað snýst þetta allt um peninga. Sveitarfélag eins og Reykjavíkurborg er náttúrulega með langstærsta hluta fanga þannig að þetta er svolítill peningur en í mínum huga er þetta alveg skýrt að sveitarfélögin bera ábyrgð.“
Fangelsismál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira