Nýtt nafn á EM-bikarinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2018 10:00 Siraba Dembele fagnar marki Vísir/EPA Rússland og Frakkland mætast í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í handbolta í París á morgun. Hvorugt liðið hefur orðið Evrópumeistari og því er ljóst að nýtt nafn fer á bikarinn. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 16.30 á morgun. Rúmenía og Holland eigast við í leiknum um 3. sætið. Noregur, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, vann Svíþjóð örugglega, 38-29, í leiknum um 5. sætið í gær. Norska liðið, sem hefur þrisvar sinnum orðið Evrópumeistari undir stjórn Þóris, vann síðustu fjóra leiki sína á EM með samtals 42 marka mun. Í fyrri undanúrslitaleiknum unnu Ólympíumeistarar Rússa sex marka sigur á Rúmenum, 28-22. Eftir jafnan fyrri hálfleik tók Rússland völdin í seinni hálfleik þar sem liðið hélt Rúmeníu í aðeins sjö mörkum. Cristina Neagu, besti leikmaður Rúmena og einn besti leikmaður heims, var fjarri góðu gamni vegna meiðsla og munaði um minna. Anna Vyakhireva fór mikinn í leiknum og skoraði 13 mörk, eða tæpan helming marka rússneska liðsins. Rússland hefur einu sinni áður komist í úrslit á EM. Árið 2006 tapaði rússneska liðið fyrir því norska í úrslitaleik EM í Svíþjóð. Hinn skrautlegi þjálfari Rússlands, Yevgeni Trefilov, var einnig við stjórnvölinn hjá liðinu fyrir tólf árum. Seinni undanúrslitaleikurinn, milli Frakklands og Hollands, fylgdi svipaðri formúla og sá fyrri. Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu heimsmeistarar Frakka yfirhöndinni í þeim seinni og unnu á endanum sex marka sigur, 27-21. Frakkland hefur aldrei áður komist í úrslit á EM. Estelle Nze Minko var markahæst í franska liðinu með sex mörk. Lois Abbingh skoraði sjö mörk fyrir Holland sem komst í úrslit á EM 2016. Birtist í Fréttablaðinu EM 2018 í handbolta Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Sjá meira
Rússland og Frakkland mætast í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í handbolta í París á morgun. Hvorugt liðið hefur orðið Evrópumeistari og því er ljóst að nýtt nafn fer á bikarinn. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 16.30 á morgun. Rúmenía og Holland eigast við í leiknum um 3. sætið. Noregur, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, vann Svíþjóð örugglega, 38-29, í leiknum um 5. sætið í gær. Norska liðið, sem hefur þrisvar sinnum orðið Evrópumeistari undir stjórn Þóris, vann síðustu fjóra leiki sína á EM með samtals 42 marka mun. Í fyrri undanúrslitaleiknum unnu Ólympíumeistarar Rússa sex marka sigur á Rúmenum, 28-22. Eftir jafnan fyrri hálfleik tók Rússland völdin í seinni hálfleik þar sem liðið hélt Rúmeníu í aðeins sjö mörkum. Cristina Neagu, besti leikmaður Rúmena og einn besti leikmaður heims, var fjarri góðu gamni vegna meiðsla og munaði um minna. Anna Vyakhireva fór mikinn í leiknum og skoraði 13 mörk, eða tæpan helming marka rússneska liðsins. Rússland hefur einu sinni áður komist í úrslit á EM. Árið 2006 tapaði rússneska liðið fyrir því norska í úrslitaleik EM í Svíþjóð. Hinn skrautlegi þjálfari Rússlands, Yevgeni Trefilov, var einnig við stjórnvölinn hjá liðinu fyrir tólf árum. Seinni undanúrslitaleikurinn, milli Frakklands og Hollands, fylgdi svipaðri formúla og sá fyrri. Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu heimsmeistarar Frakka yfirhöndinni í þeim seinni og unnu á endanum sex marka sigur, 27-21. Frakkland hefur aldrei áður komist í úrslit á EM. Estelle Nze Minko var markahæst í franska liðinu með sex mörk. Lois Abbingh skoraði sjö mörk fyrir Holland sem komst í úrslit á EM 2016.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2018 í handbolta Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Sjá meira