Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð önnur í níundu og næst síðustu grein alþjóðlega CrossFit mótsins sem fram fer í Dúbaí.
Keppnin í kvennaflokki er mjög spennandi fyrir síðustu greinina, Sara er í fjórða sætinu með 710 stig, aðeins sjö stigum á eftir Bretanum Samantha Briggs sem er í fyrsta sætinu. 100 stig fást fyrir að vinna grein svo Sara getur vel komist í verðlaunasæti.
Sara kláraði níundu æfinguna á 4:31 mínútum, hálfri mínútu á eftir Dani Speegle sem var fyrst. Briggs varð 20. í greininni og Jamie Greene sem er í öðru sæti í heildarkeppninni varð 13.
Oddrún Eik Gylfadóttir heldur 11. sætinu en hún varð 27. í níundu greininni.
Í karlaflokki er Björgvin Karl Guðmundsson svo gott sem öruggur með annað sætið fyrir síðustu greinina nema úrslitin í henni verði mjög óvænt. Hann á ekki lengur möguleika á að taka fyrsta sætið
Mathew Fraser hefur ekki stigið feilspor í dag og er búinn að vinna allar þrjár greinar dagsins. Hann fór níundu greinina á 3:44 mínútum.
Björgvin varð sjötti, kláraði tæpri mínútu á eftir Fraser. Munurinn á þeim er 102 stig og Björgvin getur því ekki rænt sigrinum þó hann vinni næstu grein og Fraser nái ekki að klára og fái 0 stig.
Björgvin Karl Guðmundsson
1. grein: 4. sæti (85 stig)
2. grein: 4. sæti (85 stig)
3. grein: 7. sæti (73 stig) - var í 2. sæti með 243 stig
4. grein: 6. sæti (75 stig) - var í 3. sæti með 318 stig
5. grein: 2. sæti (95 stig) - var í 3. sæti með 418 stig
6. grein: 5. sæti (80 stig) - var í 3. sæti með 493 stig
7. grein: 4. sæti (85 stig) - var í 2. sæti með 578 stig
8. grein: 5. sæti (80 stig) - var í 2. sæti með 658 stig
9. grein: 6. sæti (75 stig) - er í 2. sæti með 733 stig
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir
1. grein: 1. sæti (100 stig)
2. grein: 16. sæti (55 stig)
3. grein: 9. sæti (69 stig) - var í 6. sæti með 224 stig
4. grein: 9. sæti (69 stig) - var í 4. sæti með 293 stig
5. grein: 2. sæti (95 stig) - var í 4. sæti með 388 stig
6. grein: 4. sæti (85 stig) - var í 3. sæti með 473 stig
7. grein: 9. sæti (69 stig) - var í 3. sæti með 542 stig
8. grein: 7. sæti (73 stig) - var í 4. sæti með 615 stig
9. grein: 2. sæti (95 stig) - er í 4. sæti með 710 stig
Oddrún Eik Gylfadóttir
1. grein: 15. sæti (57 stig)
2. grein: 8. sæti (71 stig)
3. grein: 8. sæti (71 stig) - var í 9. sæti með 199 stig
4. grein: 26. sæti (40 stig) - var í 13. sæti með 239 stig
5. grein: 4. sæti (85 stig) - var í 9. sæti með 324 stig
6. grein: 21. sæti (45 stig) - var í 12. sæti með 369 stig
7. grein: 13. sæti (61 stig) - var í 11. sæti með 430 stig
8. grein: 4. sæti (85 stig) - var í 11. sæti með 515 stig
9. grein: 27. sæti (39 stig) - er í 11. sæti með 554 stig
Gríðarleg spenna fyrir loka greinina
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





Sektin hans Messi er leyndarmál
Fótbolti



Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma
Enski boltinn


Komnir með þrettán stiga forskot
Enski boltinn