Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almennings Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. desember 2018 13:19 Gylfi Zoega hagfræðiprófessor. Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. Gylfi var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi meðal annars íslensku krónuna, málefni íslensku flugfélaganna í samhengi við hagkerfið og stöðuna sem er uppi á vinnumarkaðinum. Þá ræddi hann um grein eftir hann sem birtist nýverið í tímaritinu Vísbendingu. Þar varar hann við of mikilli róttækni verkalýðsforystunnar og þeim áhrifum sem hún gæti haft. „Þessi grein var kurteisleg ábending til verkalýðsforingja að nú væri nóg komið. Það væri komin þessi 12% gengisveiking. Það er ekki innistæða fyrir mikið meiri gengisveikingu.“ Í viðtalinu sagði Gylfi ástandið hér á landi vera nokkuð gott. Olíuverð hafi lækkað, viðskiptakjör batnað og að ferðamannastraumurinn hingað sé enn mikill. Því segir hann að hægt sé að segja að gengi krónunnar sé á nokkuð góðum stað og lítil ástæða til þess að ætla að hún lækki mikið meira. „En þessi skarkali getur hæglega orðið til þess að krónan veikist enn meira í vetur, sem bitnar mest á umbjóðendum verkalýðsfélaganna, sem er almenningur í landinu. Frekari gengisveiking mun þá auka hagnað fyrirtækjanna og minnka kaupmátt launafólks. Það er óþarfi. Svo þetta var kurteislega ábending að í þessu kerfi sem við erum núna, verðum við að standa saman til þess að heildarútkoman sé ekki slæm.“ Gylfi segir að mikilvægt sé að fólk sé tilbúið að „leika leikinn saman“ til þess að ná sem bestum árangri í því kerfi sem nú er við lýði á Íslandi. Í fullkomnum heimi myndi stjórnmálafólk á vinstri væng stjórnmálanna viðurkenna að öflug fyrirtæki væru nauðsynleg til þess að halda uppi lífskjörum. Sömuleiðis myndi hægrisinnaðra fólk þurfa að viðurkenna að velferðarkerfi og launajöfnuður væru þættir sem hefðu mikið um lífskjör almennings að segja. „Þegar það er samið á vinnumarkaði þá semji menn af ábyrgð og spyrji „hvar kreppir skóinn, hvaða fólk er það sem hefur það slæmt,“ og reynum að gera eitthvað fyrir það í fullri sátt og samvinnu. Ekki kveikja elda. Ef að það eru stálin stinn alls staðar þá bitnar það á þessum hlutum. Krónan fer niður, kaupmáttur þess fólks sem við viljum bæta versnar. Gylfi segir kjaraviðræður mismunandi hópa vera eðlilegan hluta af vinnumarkaðinum, en hann myndi ekki stimpla þær sem „stéttaátök í marxískum skilningi.“Umræðan í samhengi við verkalýðsleiðtoga í gulum vestum Ljóst er að umræðan um róttækni verkalýðsforystunnar á við einhver rök að styðjast en stutt er síðan fréttir bárust af því að verkalýðsforingjar væru farnir að sækja innblástur frá mótmælum svokallaðra gulvestunga í Frakklandi, sem undanfarnar vikur hafa mótmælt ríkisstjórn Frakklands klæddir hinum afar einkennandi gulu öryggisvestum. Formenn VR og Verkalýðsfélag Akraness hafa til að mynda báðir orðið sér úti um slík vesti, auk þess sem vestin voru seld á markaði Sósíalistaflokksins í gær, eins og sjá mátti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sprengisandur Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. Gylfi var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi meðal annars íslensku krónuna, málefni íslensku flugfélaganna í samhengi við hagkerfið og stöðuna sem er uppi á vinnumarkaðinum. Þá ræddi hann um grein eftir hann sem birtist nýverið í tímaritinu Vísbendingu. Þar varar hann við of mikilli róttækni verkalýðsforystunnar og þeim áhrifum sem hún gæti haft. „Þessi grein var kurteisleg ábending til verkalýðsforingja að nú væri nóg komið. Það væri komin þessi 12% gengisveiking. Það er ekki innistæða fyrir mikið meiri gengisveikingu.“ Í viðtalinu sagði Gylfi ástandið hér á landi vera nokkuð gott. Olíuverð hafi lækkað, viðskiptakjör batnað og að ferðamannastraumurinn hingað sé enn mikill. Því segir hann að hægt sé að segja að gengi krónunnar sé á nokkuð góðum stað og lítil ástæða til þess að ætla að hún lækki mikið meira. „En þessi skarkali getur hæglega orðið til þess að krónan veikist enn meira í vetur, sem bitnar mest á umbjóðendum verkalýðsfélaganna, sem er almenningur í landinu. Frekari gengisveiking mun þá auka hagnað fyrirtækjanna og minnka kaupmátt launafólks. Það er óþarfi. Svo þetta var kurteislega ábending að í þessu kerfi sem við erum núna, verðum við að standa saman til þess að heildarútkoman sé ekki slæm.“ Gylfi segir að mikilvægt sé að fólk sé tilbúið að „leika leikinn saman“ til þess að ná sem bestum árangri í því kerfi sem nú er við lýði á Íslandi. Í fullkomnum heimi myndi stjórnmálafólk á vinstri væng stjórnmálanna viðurkenna að öflug fyrirtæki væru nauðsynleg til þess að halda uppi lífskjörum. Sömuleiðis myndi hægrisinnaðra fólk þurfa að viðurkenna að velferðarkerfi og launajöfnuður væru þættir sem hefðu mikið um lífskjör almennings að segja. „Þegar það er samið á vinnumarkaði þá semji menn af ábyrgð og spyrji „hvar kreppir skóinn, hvaða fólk er það sem hefur það slæmt,“ og reynum að gera eitthvað fyrir það í fullri sátt og samvinnu. Ekki kveikja elda. Ef að það eru stálin stinn alls staðar þá bitnar það á þessum hlutum. Krónan fer niður, kaupmáttur þess fólks sem við viljum bæta versnar. Gylfi segir kjaraviðræður mismunandi hópa vera eðlilegan hluta af vinnumarkaðinum, en hann myndi ekki stimpla þær sem „stéttaátök í marxískum skilningi.“Umræðan í samhengi við verkalýðsleiðtoga í gulum vestum Ljóst er að umræðan um róttækni verkalýðsforystunnar á við einhver rök að styðjast en stutt er síðan fréttir bárust af því að verkalýðsforingjar væru farnir að sækja innblástur frá mótmælum svokallaðra gulvestunga í Frakklandi, sem undanfarnar vikur hafa mótmælt ríkisstjórn Frakklands klæddir hinum afar einkennandi gulu öryggisvestum. Formenn VR og Verkalýðsfélag Akraness hafa til að mynda báðir orðið sér úti um slík vesti, auk þess sem vestin voru seld á markaði Sósíalistaflokksins í gær, eins og sjá mátti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Sprengisandur Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira