Inga Lísa er fjölkær: Gaf hverjum maka tvo daga í viku Stefán Árni Pálsson skrifar 17. desember 2018 16:00 Uppfært: 21:45 Innslaginu hefur verið bætt við hér að ofan. „Þetta getur orðið rosalega flókið net af fólki sem tengist allt í gegnum eina eða tvær manneskjur. Stundum ertu í sambandi með tveimur manneskjum og þau eru líka í sambandi, þá er þetta þríhyrningur,“ segir Inga Lísa Hansen. Hún og unnustinn hennar, Már Jóhann Löve, eru fjölkær. Það þýðir að þau geta verið ástfangin af og í sambandi með meira en einni manneskju í einu. Akureyringurinn Inga Lísa ræddi málið í útvarpsviðtali á K100 á dögunum, en þar kom fram að þegar mest lét átti hún þrjá maka á sama tíma. Í samtali við Ísland í dag á Stöð 2 kveðst hún aðeins hafa verið sautján ára þegar hún uppgötvaði að hún væri fjölkær.Fannst þetta nokkuð góð hugmynd „Ég uppgötva það þegar ég kynntist vini mínum á Akureyri sem er giftur öðrum manni. Hann semsagt byrjar að ræða við mig um þetta, þeim líst rosalega vel á mig og við erum búin að vera góðir vinir, hvort að ég hefði áhuga á að vera í sambandi með þeim á sama tíma. Hann tekur sér tíma í að útskýra fyrir mér í hverju það felst, allt samþykki, hvernig það væri ef við værum afbrýðisöm eða eitthvað svoleiðis. Ég hugsaði bara að það væri nokkuð góð hugmynd, af hverju ekki,“ segir Inga Lísa. Hún ákvað að slá til og taldi að hún yrði bara reynslunni ríkari fyrir vikið. Fljótt fann hún hins vegar að þetta væri meira en bara góð hugmynd. „Svo komst ég bara að því að þetta er nánast í rauninni nauðsyn fyrir mig í dag.“Gaf hverjum maka tvo daga í viku Hún var í einu sambandi allt frá september 2011 fram í apríl 2016, á sama tíma var hún hins vegar með tveimur öðrum körlum frá 2013 til 2014 og átti auk þess kærustu frá nóvember 2015 fram í febrúar 2016, en sú var ekki fjölkær sjálf. Mánuði fyrir þau sambandsslit, í janúar 2016, byrjaði Inga Lísa með núverandi unnusta sínum. Hún þurfti því skiljanlega að koma ákveðnu kerfi á samskiptin. „Þá reyndi ég að skipta því svolítið á milli bara, ég gaf þeim alltaf tvo daga, tvo daga og tvo daga. Svo átti ég einn dag fyrir mig.“ Í dag eru þau Már hins vegar trúlofuð og búa með tveimur fallegum læðum í íbúð í Efra-Breiðholti. Þrátt fyrir að vera aðeins tvö í sambandinu eins og stendur segjast þau bæði opin fyrir því að fleiri bætist við. Rætt verður við þau Ingu Lísu og Má í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Ísland í dag Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Uppfært: 21:45 Innslaginu hefur verið bætt við hér að ofan. „Þetta getur orðið rosalega flókið net af fólki sem tengist allt í gegnum eina eða tvær manneskjur. Stundum ertu í sambandi með tveimur manneskjum og þau eru líka í sambandi, þá er þetta þríhyrningur,“ segir Inga Lísa Hansen. Hún og unnustinn hennar, Már Jóhann Löve, eru fjölkær. Það þýðir að þau geta verið ástfangin af og í sambandi með meira en einni manneskju í einu. Akureyringurinn Inga Lísa ræddi málið í útvarpsviðtali á K100 á dögunum, en þar kom fram að þegar mest lét átti hún þrjá maka á sama tíma. Í samtali við Ísland í dag á Stöð 2 kveðst hún aðeins hafa verið sautján ára þegar hún uppgötvaði að hún væri fjölkær.Fannst þetta nokkuð góð hugmynd „Ég uppgötva það þegar ég kynntist vini mínum á Akureyri sem er giftur öðrum manni. Hann semsagt byrjar að ræða við mig um þetta, þeim líst rosalega vel á mig og við erum búin að vera góðir vinir, hvort að ég hefði áhuga á að vera í sambandi með þeim á sama tíma. Hann tekur sér tíma í að útskýra fyrir mér í hverju það felst, allt samþykki, hvernig það væri ef við værum afbrýðisöm eða eitthvað svoleiðis. Ég hugsaði bara að það væri nokkuð góð hugmynd, af hverju ekki,“ segir Inga Lísa. Hún ákvað að slá til og taldi að hún yrði bara reynslunni ríkari fyrir vikið. Fljótt fann hún hins vegar að þetta væri meira en bara góð hugmynd. „Svo komst ég bara að því að þetta er nánast í rauninni nauðsyn fyrir mig í dag.“Gaf hverjum maka tvo daga í viku Hún var í einu sambandi allt frá september 2011 fram í apríl 2016, á sama tíma var hún hins vegar með tveimur öðrum körlum frá 2013 til 2014 og átti auk þess kærustu frá nóvember 2015 fram í febrúar 2016, en sú var ekki fjölkær sjálf. Mánuði fyrir þau sambandsslit, í janúar 2016, byrjaði Inga Lísa með núverandi unnusta sínum. Hún þurfti því skiljanlega að koma ákveðnu kerfi á samskiptin. „Þá reyndi ég að skipta því svolítið á milli bara, ég gaf þeim alltaf tvo daga, tvo daga og tvo daga. Svo átti ég einn dag fyrir mig.“ Í dag eru þau Már hins vegar trúlofuð og búa með tveimur fallegum læðum í íbúð í Efra-Breiðholti. Þrátt fyrir að vera aðeins tvö í sambandinu eins og stendur segjast þau bæði opin fyrir því að fleiri bætist við. Rætt verður við þau Ingu Lísu og Má í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Ísland í dag Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira