Mikil fjölgun umsókna í Tækniþróunarsjóð þýðir að færri fá styrki Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. desember 2018 07:30 Rannís sér um rekstur Tækniþróunarsjóðs. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Þessi mikla fjölgun umsókna er vissulega jákvæð og sýnir að það er mikil gróska í nýsköpunarsamfélaginu. En þar sem sjóðurinn hefur ekkert stækkað síðan 2016 segir það sig sjálft að hlutfall þeirra verkefna sem fá styrk er að lækka. Við höfum aðeins áhyggjur af því,“ segir Lýður Skúli Erlendsson, sérfræðingur hjá Rannís, um stöðu Tækniþróunarsjóðs. Árið 2016 voru gerðar breytingar á sjóðnum og styrktarflokkum fjölgað samhliða auknum fjárveitingum. „Umsóknarfjöldinn jókst þá og hefur haldið áfram að vaxa en sjóðurinn tekur við umsóknum um styrki til nýsköpunar úr öllum geirum atvinnulífsins,“ segir Lýður. Á yfirstandandi ári bárust 602 umsóknir um styrki úr sjóðnum en einungis var hægt að styrkja 14 prósent verkefna. Á síðasta ári voru umsóknirnar 507 talsins og þá fengu 20 prósent verkefna styrk og 2016 bárust 489 umsóknir og var hlutfall styrktra verkefna 22 prósent. Í tilkynningu frá Rannís, sem annast rekstur sjóðsins, segir að þetta lága hlutfall skýrist að einhverju leyti af gróskumiklu nýsköpunarumhverfi en að sama skapi fái mörg góð verkefni ekki framgang. Stjórn sjóðsins samþykkti úthlutun nýrra verkefnastyrkja upp á 350 milljónir króna og verður farið í samningaviðræður við fulltrúa frá 21 nýsköpunarfyrirtæki. Sjóðurinn úthlutar alls styrkjum fyrir tæpa 2,4 milljarða á ári og þar af rúmum milljarði til nýrra verkefna en verkefni geta verið styrkt til allt að þriggja ára. Ekki er gert ráð fyrir að framlög til sjóðsins aukist á næstu árum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Þessi mikla fjölgun umsókna er vissulega jákvæð og sýnir að það er mikil gróska í nýsköpunarsamfélaginu. En þar sem sjóðurinn hefur ekkert stækkað síðan 2016 segir það sig sjálft að hlutfall þeirra verkefna sem fá styrk er að lækka. Við höfum aðeins áhyggjur af því,“ segir Lýður Skúli Erlendsson, sérfræðingur hjá Rannís, um stöðu Tækniþróunarsjóðs. Árið 2016 voru gerðar breytingar á sjóðnum og styrktarflokkum fjölgað samhliða auknum fjárveitingum. „Umsóknarfjöldinn jókst þá og hefur haldið áfram að vaxa en sjóðurinn tekur við umsóknum um styrki til nýsköpunar úr öllum geirum atvinnulífsins,“ segir Lýður. Á yfirstandandi ári bárust 602 umsóknir um styrki úr sjóðnum en einungis var hægt að styrkja 14 prósent verkefna. Á síðasta ári voru umsóknirnar 507 talsins og þá fengu 20 prósent verkefna styrk og 2016 bárust 489 umsóknir og var hlutfall styrktra verkefna 22 prósent. Í tilkynningu frá Rannís, sem annast rekstur sjóðsins, segir að þetta lága hlutfall skýrist að einhverju leyti af gróskumiklu nýsköpunarumhverfi en að sama skapi fái mörg góð verkefni ekki framgang. Stjórn sjóðsins samþykkti úthlutun nýrra verkefnastyrkja upp á 350 milljónir króna og verður farið í samningaviðræður við fulltrúa frá 21 nýsköpunarfyrirtæki. Sjóðurinn úthlutar alls styrkjum fyrir tæpa 2,4 milljarða á ári og þar af rúmum milljarði til nýrra verkefna en verkefni geta verið styrkt til allt að þriggja ára. Ekki er gert ráð fyrir að framlög til sjóðsins aukist á næstu árum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira