Handtekinn í tengslum við morðið á vinkonunum í Marokkó Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2018 10:48 Frá vettvangi í grennd við Imlil í Atlasfjöllunum. Vísir/AP Norrænu konurnar sem voru myrtar á bakpokaferðalagi í Atlasfjallgarðinum í Marokkó í gær hétu Maren Ueland og Louisa Vesterager Jespersen. Ueland var 28 ára og frá bænum Bryne í suðurhluta Noregs. Jespersen var 24 ára frá Danmörku. Einn hefur verið handtekinn grunaður um aðild að morðinu. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá.Sjá einnig: Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Lík Marenar og Louisu fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakech. Þær stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra en þær höfðu búið sér næturstað við göngustíg á fjallinu Toubkal. Áverkar eftir eggvopn fundust m.a. á hálsi þeirra en norskir fjölmiðlar greina frá því að þær hafi verið myrtar á hrottalegan hátt.Talaði síðast við Maren 9. desember Irene Ueland, móðir Marenar, lýsir því í samtali við NRK að dóttir sín hafi verið hlýleg og opin. Hún segir vinkonurnar hafa gætt fyllsta öryggis í hvívetna á ferðalögum sínum. Irene segist hafa heyrt síðast í dóttur sinni sunnudaginn 9. desember þegar þær voru nýkomnar til Marokkó. Maren sagði móður sinni að hún og Louisa hefðu það gott en gerði ráð fyrir stopulu símasambandi næstu daga. Þá staðfesti Irene andlát dóttur sinnar á Facebook síðu sinni í gær. „Ég brotnaði niður og hágrét“ Helle Jespersen, móðir Louisu, ræðir harmleikinn í samtali við danska dagblaðið BT. Hún segir að norskur vinur Louisu hafi sent henni skilaboð í gærkvöldi þar sem hann spurði hvort hún hefði heyrt í Louisu. Hann lýsti yfir áhyggjum vegna frétta af morði á tveimur norrænum konum í Marokkó en Helle hafði ekkert heyrt – og í augnablik var fjölskyldunni létt. Tíu mínútum síðar bönkuðu lögreglumenn á dyr og fluttu fjölskyldunni sorgarfréttir. „Ég vissi hvað hafði gerst. Ég brotnaði niður og hágrét.“ Helle segir dóttur sína hafa verið lífsglaða og jákvæða. Hún minnist dóttur sinnar einnig á Facebook-síðu sinni og segir hátíðarnar sem framundan eru nú þrungnar sorg. Einn handtekinn og tveggja leitað Á vef NRK er jafnframt greint frá því að karlmaður hafi verið handtekinn grunaður um aðild að morðinu á Maren og Louisu. Maðurinn var handtekinn í Marrakesh, að því er AFP-fréttaveitan hefur eftir marokkóska innanríkisráðuneytinu. Samkvæmt fréttatilkynningu verður maðurinn nú yfirheyrður. Þá hefur VG eftir heimildarmönnum sínum að lögregla leiti tveggja til viðbótar í tengslum við morðið. Samkvæmt upplýsingum blaðsins sáust þrír menn yfirgefa svæðið um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags, nóttina áður en Maren og Louisa fundust myrtar. Yfirvöld staðfestu einnig í dag að norskur lögreglumaður sem starfar í Rabat, höfuðborg Marokkó, væri á leið á vettvang í þeim tilgangi að aðstoða marokkósk lögregluyfirvöld við rannsókn málsins. Afríka Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Sagður neita að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Sjá meira
Norrænu konurnar sem voru myrtar á bakpokaferðalagi í Atlasfjallgarðinum í Marokkó í gær hétu Maren Ueland og Louisa Vesterager Jespersen. Ueland var 28 ára og frá bænum Bryne í suðurhluta Noregs. Jespersen var 24 ára frá Danmörku. Einn hefur verið handtekinn grunaður um aðild að morðinu. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá.Sjá einnig: Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Lík Marenar og Louisu fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakech. Þær stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra en þær höfðu búið sér næturstað við göngustíg á fjallinu Toubkal. Áverkar eftir eggvopn fundust m.a. á hálsi þeirra en norskir fjölmiðlar greina frá því að þær hafi verið myrtar á hrottalegan hátt.Talaði síðast við Maren 9. desember Irene Ueland, móðir Marenar, lýsir því í samtali við NRK að dóttir sín hafi verið hlýleg og opin. Hún segir vinkonurnar hafa gætt fyllsta öryggis í hvívetna á ferðalögum sínum. Irene segist hafa heyrt síðast í dóttur sinni sunnudaginn 9. desember þegar þær voru nýkomnar til Marokkó. Maren sagði móður sinni að hún og Louisa hefðu það gott en gerði ráð fyrir stopulu símasambandi næstu daga. Þá staðfesti Irene andlát dóttur sinnar á Facebook síðu sinni í gær. „Ég brotnaði niður og hágrét“ Helle Jespersen, móðir Louisu, ræðir harmleikinn í samtali við danska dagblaðið BT. Hún segir að norskur vinur Louisu hafi sent henni skilaboð í gærkvöldi þar sem hann spurði hvort hún hefði heyrt í Louisu. Hann lýsti yfir áhyggjum vegna frétta af morði á tveimur norrænum konum í Marokkó en Helle hafði ekkert heyrt – og í augnablik var fjölskyldunni létt. Tíu mínútum síðar bönkuðu lögreglumenn á dyr og fluttu fjölskyldunni sorgarfréttir. „Ég vissi hvað hafði gerst. Ég brotnaði niður og hágrét.“ Helle segir dóttur sína hafa verið lífsglaða og jákvæða. Hún minnist dóttur sinnar einnig á Facebook-síðu sinni og segir hátíðarnar sem framundan eru nú þrungnar sorg. Einn handtekinn og tveggja leitað Á vef NRK er jafnframt greint frá því að karlmaður hafi verið handtekinn grunaður um aðild að morðinu á Maren og Louisu. Maðurinn var handtekinn í Marrakesh, að því er AFP-fréttaveitan hefur eftir marokkóska innanríkisráðuneytinu. Samkvæmt fréttatilkynningu verður maðurinn nú yfirheyrður. Þá hefur VG eftir heimildarmönnum sínum að lögregla leiti tveggja til viðbótar í tengslum við morðið. Samkvæmt upplýsingum blaðsins sáust þrír menn yfirgefa svæðið um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags, nóttina áður en Maren og Louisa fundust myrtar. Yfirvöld staðfestu einnig í dag að norskur lögreglumaður sem starfar í Rabat, höfuðborg Marokkó, væri á leið á vettvang í þeim tilgangi að aðstoða marokkósk lögregluyfirvöld við rannsókn málsins.
Afríka Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Sagður neita að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Sjá meira
Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent