Ísland efst tíunda árið í röð Heimsljós kynnir 18. desember 2018 11:30 Forsíðumynd skýrslu World Economic Forum. Tíunda árið í röð trónir Ísland á toppnum á lista World Economic Forum sem kom út í morgun yfir ríki þar sem mest kynjajafnrétti ríkir. Noregur, Svíþjóð og Finnland koma næst Íslandi á listanum. Framfarir í jafnréttismálum eru hægar á heimsvísu og niðurstaðan bendir til þess að það muni taka 108 ár að ná kynjajafnrétti í heiminum. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir gleðilegt að Ísland skuli áfram verma toppsætið á listanum en því fylgi jafnframt mikil ábyrgð. „Ísland hefur um árabil lagt ríka áherslu á jafnréttismál sem grundvallarmannréttindi og forsendu framfara og þróunar, líkt og við þekkjum úr okkar eigin samfélagi,“ segir Guðlaugur. „Við viljum vera öðrum þjóðum til fyrirmyndar á þessu sviði jafnframt því að miðla af reynslu okkar og sérþekkingu. Því er mikilvægt að við höldum áfram að bæta stöðuna hér heima fyrir. Málflutningur Íslands á alþjóðavettvangi fær hljómgrunn vegna þessarar góðu stöðu og seta okkar í mannréttindaráðinu hefur gefið tilefni til að láta enn frekar til okkar taka.“ Guðlaugur segir Ísland jafnframt vinna að valdeflingu og virðingu fyrir réttindum kvenna í friðar- og öryggismálum og í þróunarsamvinnu. Í tillögu til þingsályktunar um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2019-2023, sem lögð var fram á Alþingi fyrir stuttu, eru mannréttindi, jafnrétti kynjanna og sjálfbær þróun leiðarljós í þróunarsamvinnu. Í fyrsta skipti er kynjajafnrétti og valdefling kvenna þar sérstakt áherslusvið sem þýðir að frekari áhersla verður lögð á verkefni og aðgerðir sem hafa það að megin markmiði að stuðla að kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna.Hækkun framlaga til jafnréttisverkefnaÞað sem af er þessu ári hefur um 12% af heildarframlagi Íslands til þróunarsamvinnu verið veitt til verkefna sem höfðu jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna sem meginmarkmið. Á næsta ári hækkar framlag til verkefna sem stuðla að jafnrétti og valdeflingu kvenna um þriðjung. Aukin áhersla verður lögð á jafnréttismál „Við sjáum mikil tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á stöðu kvenna meðal annars í tvíhliða samstarfslöndum Íslands í þróunarsamvinnu, Malaví og Úganda, og munum leggja aukna áherslu á jafnréttisverkefni þar,“ segir Guðlaugur. Þá mun Ísland vinna að framgangi kynjajafnréttis með auknum stuðningi við Stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women), en Ísland er stærsti stuðningsaðili stofnunarinnar miðað við íbúafjölda. Af öðrum sértækum aðgerðum má nefna stuðning við kyn- og frjósemisheilbrigði og –réttindi í gegnum Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), og stuðning við uppbyggingu á getu og starfsþjálfun í þágu kynjajafnréttis í gegnum Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent
Tíunda árið í röð trónir Ísland á toppnum á lista World Economic Forum sem kom út í morgun yfir ríki þar sem mest kynjajafnrétti ríkir. Noregur, Svíþjóð og Finnland koma næst Íslandi á listanum. Framfarir í jafnréttismálum eru hægar á heimsvísu og niðurstaðan bendir til þess að það muni taka 108 ár að ná kynjajafnrétti í heiminum. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir gleðilegt að Ísland skuli áfram verma toppsætið á listanum en því fylgi jafnframt mikil ábyrgð. „Ísland hefur um árabil lagt ríka áherslu á jafnréttismál sem grundvallarmannréttindi og forsendu framfara og þróunar, líkt og við þekkjum úr okkar eigin samfélagi,“ segir Guðlaugur. „Við viljum vera öðrum þjóðum til fyrirmyndar á þessu sviði jafnframt því að miðla af reynslu okkar og sérþekkingu. Því er mikilvægt að við höldum áfram að bæta stöðuna hér heima fyrir. Málflutningur Íslands á alþjóðavettvangi fær hljómgrunn vegna þessarar góðu stöðu og seta okkar í mannréttindaráðinu hefur gefið tilefni til að láta enn frekar til okkar taka.“ Guðlaugur segir Ísland jafnframt vinna að valdeflingu og virðingu fyrir réttindum kvenna í friðar- og öryggismálum og í þróunarsamvinnu. Í tillögu til þingsályktunar um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2019-2023, sem lögð var fram á Alþingi fyrir stuttu, eru mannréttindi, jafnrétti kynjanna og sjálfbær þróun leiðarljós í þróunarsamvinnu. Í fyrsta skipti er kynjajafnrétti og valdefling kvenna þar sérstakt áherslusvið sem þýðir að frekari áhersla verður lögð á verkefni og aðgerðir sem hafa það að megin markmiði að stuðla að kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna.Hækkun framlaga til jafnréttisverkefnaÞað sem af er þessu ári hefur um 12% af heildarframlagi Íslands til þróunarsamvinnu verið veitt til verkefna sem höfðu jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna sem meginmarkmið. Á næsta ári hækkar framlag til verkefna sem stuðla að jafnrétti og valdeflingu kvenna um þriðjung. Aukin áhersla verður lögð á jafnréttismál „Við sjáum mikil tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á stöðu kvenna meðal annars í tvíhliða samstarfslöndum Íslands í þróunarsamvinnu, Malaví og Úganda, og munum leggja aukna áherslu á jafnréttisverkefni þar,“ segir Guðlaugur. Þá mun Ísland vinna að framgangi kynjajafnréttis með auknum stuðningi við Stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women), en Ísland er stærsti stuðningsaðili stofnunarinnar miðað við íbúafjölda. Af öðrum sértækum aðgerðum má nefna stuðning við kyn- og frjósemisheilbrigði og –réttindi í gegnum Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), og stuðning við uppbyggingu á getu og starfsþjálfun í þágu kynjajafnréttis í gegnum Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent