Minjastofnun segir friðun Víkurgarðs ekki hafa áhrif á hótelbyggingu Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2018 18:45 Mennta- og menningarmálaráðherra mun á næstu vikum eða mánuðum taka afstöðu til tillögu Minjastofnunar um friðun Víkurgarðs, gamla kirkjugarðsins, í miðborg Reykjavíkur. Stofnunin telur mikilvægt að varðveita minjar um elsta kirkjustað Reykvíkinga og kirkjugarð. Töluverðar deilur hafa staðið um byggingu hótels á gamla Landsímareitnum undanfarin misseri og hefur hópur sem kallar sig vini Víkurgarðs reynt að stöðva að minnsta kosti hluta byggingarinnar. Nú í byrjun desember sendi Minjastofnun ítarlega tillögu til menntamálaráðherra um friðun Víkurgarðs. Byggingaframkvæmdir eru þegar hafnar á nýju hóteli við Víkurkirkjugarð og nú þegar er búið að rífa stóran hluta gömlu höfuðstöðva Landssímans. Eftir því sem við komumst næst mun friðlýsing Minjastofnunar ef að verður ekki hafa áhrif á þessar byggingaframkvæmdir. Fornminjanefnd styður hugmyndir Minjastofnunar samkvæmt því erindi sem stofnunin hefur sent mennta- og menniungarmálaráðherra vegna þess að um sé að ræða menningarsögulegar minjar með mikið varðveislugildi sem hefði átt að friða fyrir löngu. Innan Minjastofnunar er vilji til þess að sögu garðsins sé gert hærra undir höfði og að sögulegar minjar í miðborg Reykjavíkur verði almennt betur kortlagðar og hugsanlega friðlýstar. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur endanlegt úrskurðarvald um friðlýsingu garðsins, sem nær frá vesturhlið væntanlegs hótels að Aðalstræti.Hvað gerist þá næst í málinu? „Það sem við erum að gera er að fara yfir erindið. Við þurfum auðvitað að gera það mjög gaumgæfilega eins og öll erindi sem berast hingað. Þannig að málið er í skoðun í þessu ráðuneyti eins og staðan er í dag.“Er þetta eitthvað sem ráðuneytið mun afgreiða á þessu ári eða fer þetta eitthvað inn á næsta ár? „Það er erfitt að segja til um það. Ég er að fara yfir gögnin á þessu stigi málsins. Eins og hefur komið fram er þetta er stórt mál. Við viljum vanda hér til verks og við munum gefa okkur þann tíma sem við þurfum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Borgarstjórn Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherra mun á næstu vikum eða mánuðum taka afstöðu til tillögu Minjastofnunar um friðun Víkurgarðs, gamla kirkjugarðsins, í miðborg Reykjavíkur. Stofnunin telur mikilvægt að varðveita minjar um elsta kirkjustað Reykvíkinga og kirkjugarð. Töluverðar deilur hafa staðið um byggingu hótels á gamla Landsímareitnum undanfarin misseri og hefur hópur sem kallar sig vini Víkurgarðs reynt að stöðva að minnsta kosti hluta byggingarinnar. Nú í byrjun desember sendi Minjastofnun ítarlega tillögu til menntamálaráðherra um friðun Víkurgarðs. Byggingaframkvæmdir eru þegar hafnar á nýju hóteli við Víkurkirkjugarð og nú þegar er búið að rífa stóran hluta gömlu höfuðstöðva Landssímans. Eftir því sem við komumst næst mun friðlýsing Minjastofnunar ef að verður ekki hafa áhrif á þessar byggingaframkvæmdir. Fornminjanefnd styður hugmyndir Minjastofnunar samkvæmt því erindi sem stofnunin hefur sent mennta- og menniungarmálaráðherra vegna þess að um sé að ræða menningarsögulegar minjar með mikið varðveislugildi sem hefði átt að friða fyrir löngu. Innan Minjastofnunar er vilji til þess að sögu garðsins sé gert hærra undir höfði og að sögulegar minjar í miðborg Reykjavíkur verði almennt betur kortlagðar og hugsanlega friðlýstar. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur endanlegt úrskurðarvald um friðlýsingu garðsins, sem nær frá vesturhlið væntanlegs hótels að Aðalstræti.Hvað gerist þá næst í málinu? „Það sem við erum að gera er að fara yfir erindið. Við þurfum auðvitað að gera það mjög gaumgæfilega eins og öll erindi sem berast hingað. Þannig að málið er í skoðun í þessu ráðuneyti eins og staðan er í dag.“Er þetta eitthvað sem ráðuneytið mun afgreiða á þessu ári eða fer þetta eitthvað inn á næsta ár? „Það er erfitt að segja til um það. Ég er að fara yfir gögnin á þessu stigi málsins. Eins og hefur komið fram er þetta er stórt mál. Við viljum vanda hér til verks og við munum gefa okkur þann tíma sem við þurfum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Borgarstjórn Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira