Fótbolti

Hamren: Áhugaverður og erfiður riðill

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Samlandi Erik Hamrén dæmir leikinn gegn Sviss á mánudag.
Samlandi Erik Hamrén dæmir leikinn gegn Sviss á mánudag. vísir/vilhelm
Erik Hamren, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst nokkuð sáttur með dráttinn í undankeppni EM 2020 en dregið var í Dublin, Írlandi, í hádeginu í dag.

Ísland verður í riðli með Frakklandi, Tyrklandi, Albaníu, Moldavíu og Andorra.

,,Þetta er áhugaverður riðill, erfiður riðill. Við hefðum getað fengið auðveldari riðil en að sama skapi hefði hann getað verið erfiðari, þú veist hins vegar aldrei hversu erfiður hann er fyrr en þú spilar leikina,“ segir Hamren.

Frakkland eru ríkjandi heimsmeistarar og sigurstranglegast liðið í riðlinum að mati Hamren.

„Frakkland eru að sjálfsögðu sigurstranglegastir, síðan fengum við Tyrkland og við vonum bara að góð úrslit okkar gegn þeim undanfarið haldi áfram. Við þurfum að vera góðir, öll lið þurfa að vera það ef þau ætla sér alla leið í úrslitakeppnina. Það á við í öllum leikjum," er haft eftir Hamren á heimasíðu KSÍ.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×