Enski boltinn

UEFA heimtar að Wembley verði tekinn í gegn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Völlurinn hefur séð grænni daga
Völlurinn hefur séð grænni daga vísir/getty
Forráðamenn evrópska knattspyrnusambandsins UEFA hafa skipað enska knattspyrnusambandinu að taka völlinn á Wembleyleikvanginum í gegn fyrir EM 2020.

Daily Mirror greinir frá þessu í dag en ástandið á Wembley hefur verið mikið í umræðunni í vetur enda álagið á honum mikið. Nokkrir NFL leikir hafa farið fram á vellinum, Tottenham hefur þurft að nota hann sem heimavöll þar sem þeirra nýi völlur er enn ekki tilbúinn og stór hnefaleikabardagi fór fram á Wembley.

Fyrrum markvörður Tottenham Carlo Cudicini gekk svo langt að kalla ástandið á vellinum svipta til kartöflugarðar.

Wembley á að vera vettvangur undanúrslitanna og úrslitaleiksins á EM eftir tvö ár, ásamt því að England leikur leiki sína í riðlakeppninni þar að því gefnu að England tryggi sér sæti í mótinu.

„Fyrir þremur mánuðum höfðum við engar áhyggjur af þessu,“ sagði Martin Kallen, framkvæmdarstjóri viðburðasviðs UEFA.

„Við funduðum með starfsfólki Wembley eftir leiki í Meistaradeildinni á dögunum og það sagðist ætla að skipta algjörlega um grasið á vellinum fyrir lokakeppni EM.“

„Við treystum vallarstarfsfólkinu, vandamálið er bara að það hafa of margir íþróttaviðburðir farið fram á of stuttum tíma.“

Þá er UEFA búið að staðfesta að Tottenham fær að spila leiki sína í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, komist þeir þangað, á nýja heimavellinum. Reglur UEFA segja að lið verði að spila heimaleiki sína á sama vellinum út eina keppni, en Tottenham fær undanþágu á þeirri reglu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×