Franska lögreglan „bannar“ Paris Saint-Germain að spila á laugardaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2018 14:00 Kylian Mbappe á fullri ferð í leiknum á móti Liverpool á dögunum. Vísir/Getty Franska liðið Paris Saint-Germain fær góða hvíld og góðan tíma til að undirbúa sig fyrir lokaumferðina í Meistaradeildinni þar sem liðið berst við sæti í sextán liða úrslitum við Liverpool og Napoli. Lögreglan óskaði eftir því við franska stórliðið að leik Paris Saint-Germain og Montpellier í frönsku deildinni á laugardaginn verði frestað. Paris Saint-Germain vs. @MontpellierHSC, initially due to take place this Saturday, December 8 at 16:00pm CET, has been postponed at the request of the Police. A new date will be set in due course. More information to follow at https://t.co/E6vTM9jbI5#PSGMHSCpic.twitter.com/M6mHqdgNcl — Paris Saint-Germain (@PSG_English) December 4, 2018Ástæðan eru mótmælin í höfuðborg Frakklands sem hafa staðið yfir í stærstu borgum Frakklands undanfarnar þrjár helgar. Fólk er þar að mótmæla hærri eldsneytisskatti auk annarra aðgerða frönsku ríkisstjórnarinnar en mótmælin eru kölluð "gilets jaunes" mótmælin eða gulu vesta mótmæli. Paris Saint-Germain er á toppnum í frönsku deildinni og hefur samþykkt það að fresta leiknum. Það á enn eftir að finna nýjan leikdag.@TTuchelofficial: "We accept this postponement. We'll have to manage this situation to stay in shape before Belgrade. Security is absolutely important." #PSGlivepic.twitter.com/myosDC01Ol — Paris Saint-Germain (@PSG_English) December 4, 2018„Við sættum okkur við þessa frestun. Nú þurfum við að stýra undirbúningnum okkar vel svo við höldum okkur í formi fyrir Belgrad-leikinn,“ sagði Thomas Tuchel. Þegar kemur að Meistaradeildarleiknum verður PSG ekki búiið að spila í níu daga eða síðan í 2-2 jafnteflinu við Bordeaux. Paris Saint-Germain er með átta stig í öðru sæti í riðlinum sínum í Meistaradeildinni. Napoli er einu sæti ofar með níu stig og Liverpool er síðan með sex stig. Liverpool þarf að vinna Napoli með tveggja marka mun til að komast áfram. Rauða Stjarnan er með fjögur stig og úr leik. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Fleiri fréttir Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Sjá meira
Franska liðið Paris Saint-Germain fær góða hvíld og góðan tíma til að undirbúa sig fyrir lokaumferðina í Meistaradeildinni þar sem liðið berst við sæti í sextán liða úrslitum við Liverpool og Napoli. Lögreglan óskaði eftir því við franska stórliðið að leik Paris Saint-Germain og Montpellier í frönsku deildinni á laugardaginn verði frestað. Paris Saint-Germain vs. @MontpellierHSC, initially due to take place this Saturday, December 8 at 16:00pm CET, has been postponed at the request of the Police. A new date will be set in due course. More information to follow at https://t.co/E6vTM9jbI5#PSGMHSCpic.twitter.com/M6mHqdgNcl — Paris Saint-Germain (@PSG_English) December 4, 2018Ástæðan eru mótmælin í höfuðborg Frakklands sem hafa staðið yfir í stærstu borgum Frakklands undanfarnar þrjár helgar. Fólk er þar að mótmæla hærri eldsneytisskatti auk annarra aðgerða frönsku ríkisstjórnarinnar en mótmælin eru kölluð "gilets jaunes" mótmælin eða gulu vesta mótmæli. Paris Saint-Germain er á toppnum í frönsku deildinni og hefur samþykkt það að fresta leiknum. Það á enn eftir að finna nýjan leikdag.@TTuchelofficial: "We accept this postponement. We'll have to manage this situation to stay in shape before Belgrade. Security is absolutely important." #PSGlivepic.twitter.com/myosDC01Ol — Paris Saint-Germain (@PSG_English) December 4, 2018„Við sættum okkur við þessa frestun. Nú þurfum við að stýra undirbúningnum okkar vel svo við höldum okkur í formi fyrir Belgrad-leikinn,“ sagði Thomas Tuchel. Þegar kemur að Meistaradeildarleiknum verður PSG ekki búiið að spila í níu daga eða síðan í 2-2 jafnteflinu við Bordeaux. Paris Saint-Germain er með átta stig í öðru sæti í riðlinum sínum í Meistaradeildinni. Napoli er einu sæti ofar með níu stig og Liverpool er síðan með sex stig. Liverpool þarf að vinna Napoli með tveggja marka mun til að komast áfram. Rauða Stjarnan er með fjögur stig og úr leik.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Fleiri fréttir Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Sjá meira