Visa verður nú fyrsta fyrirtækið sem verður einkastyrktaraðili kvennafótboltans innan UEFA eða Knattspyrnusambands Evrópu.
Visa skrifaði undir sjö ára samning við Knattspyrnusamband Evrópu í dag.
Visa has signed a seven-year deal with Uefa to become first sole sponsor of women's football.
More https://t.co/7KxOvcCGD0pic.twitter.com/Mz9eNp3Yt6
— BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2018
Kreditkortafyrirtækið verður aðalsamstarfsaðili UEFA í kringum bæði Meistaradeild kvenna og Evrópukeppni kvenna.
Nadine Kessler, yfirmaður kvennafótboltans hjá UEFA, segir að þetta séu mikil tímamót og enn einn merki áfanginn fyrir kvennafótboltann og sýndi það og sannaði hversu mikið kvennafótboltinn hefði stækkað.
Visa mun einnig vera styrktaraðili úrslitakeppna 17 ára og 19 ára landsliða sem kom Futsal keppni kvenna.
Samingurinn nær allt til ársins 2025 eða út tvær næstu Evrópukeppnir kvenna í knattspyrnu.