Hæstiréttur felldi úrskurð úr gildi vegna nafnsins Zoe Birgir Olgeirsson skrifar 6. desember 2018 15:07 Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjaíkur í málinu. FBL/GVA Hæstiréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun mannanafnanefndar að hafna nafninu Zoe sem foreldrar ónefndrar stúlku höfðu sótt um skráningu á. Mannanafnanefnd taldi að nafnið Zoe væri hvorki ritað eftir almennum ritreglum íslensk máls þar sem bókstafurinn z væri ekki notaður í íslenskri stafsetningu né að ritháttur nafnsins hefði öðlast hefð hér á landi.Í dómi Hæstaréttar kom fram að með því að mannanafnanefnd hefði eingöngu tekið afstöðu til framangreindra atriða gæti ekki komið til athugunar við úrlausn ógildingarkröfunnar önnur skilyrði ákvæðisins, svo sem stafsetningu nafnsins að öðru leyti, hvort eða hvernig það gæti tekið íslenska eignarfallsendingu eða hvort það brjóti í bága við íslenskt málkerfi. Vísað var til þess að í auglýsingu frá árinu 1974 um íslenska stafsetningu, sem hefði afnumið bókstafinn „z“ við stafsetningu íslenskra orða, hefðu verið gerðar undantekningar um mannanöfn og tilgreint að í sérnöfnum, erlendum að uppruna, mætti rita „z“. Af þessum sökum hefði grunnforsenda í úrskurði mannanafnanefndar ekki staðist og þegar af þeirri ástæðu var talið óhjákvæmilegt að fella úrskurðinn úr gildi. Það voru foreldrar stúlkunnar sem fóru fram á ógildingu úrskurðar mannanafnanefndar. Ógildingar kröfunni hafði verið hafnað í héraði en Hæstiréttur sneri þeirri ákvörðun, án þess að taka þó afstöðu til þess hvort að stúlkan megi bera nafnið. Mannanafnanefnd tók aðeins fram í úrskurði sínum að bókstafurinn z væri ekki notaður í íslenskri stafsetningu og að ritháttur nafnsins hefði ekki öðlast hefð hér á landi. Því hefði ekki komið til athuganar hjá Hæstarétti önnur skilyrði sem Mannanafnanefnd liti til, þar á meðal hvort eða hvernig nafnið Zoe gæti tekið eignarfallsendingu og hvort það brjóti í bága við íslenskt málkerfi. Mannanöfn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Hæstiréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun mannanafnanefndar að hafna nafninu Zoe sem foreldrar ónefndrar stúlku höfðu sótt um skráningu á. Mannanafnanefnd taldi að nafnið Zoe væri hvorki ritað eftir almennum ritreglum íslensk máls þar sem bókstafurinn z væri ekki notaður í íslenskri stafsetningu né að ritháttur nafnsins hefði öðlast hefð hér á landi.Í dómi Hæstaréttar kom fram að með því að mannanafnanefnd hefði eingöngu tekið afstöðu til framangreindra atriða gæti ekki komið til athugunar við úrlausn ógildingarkröfunnar önnur skilyrði ákvæðisins, svo sem stafsetningu nafnsins að öðru leyti, hvort eða hvernig það gæti tekið íslenska eignarfallsendingu eða hvort það brjóti í bága við íslenskt málkerfi. Vísað var til þess að í auglýsingu frá árinu 1974 um íslenska stafsetningu, sem hefði afnumið bókstafinn „z“ við stafsetningu íslenskra orða, hefðu verið gerðar undantekningar um mannanöfn og tilgreint að í sérnöfnum, erlendum að uppruna, mætti rita „z“. Af þessum sökum hefði grunnforsenda í úrskurði mannanafnanefndar ekki staðist og þegar af þeirri ástæðu var talið óhjákvæmilegt að fella úrskurðinn úr gildi. Það voru foreldrar stúlkunnar sem fóru fram á ógildingu úrskurðar mannanafnanefndar. Ógildingar kröfunni hafði verið hafnað í héraði en Hæstiréttur sneri þeirri ákvörðun, án þess að taka þó afstöðu til þess hvort að stúlkan megi bera nafnið. Mannanafnanefnd tók aðeins fram í úrskurði sínum að bókstafurinn z væri ekki notaður í íslenskri stafsetningu og að ritháttur nafnsins hefði ekki öðlast hefð hér á landi. Því hefði ekki komið til athuganar hjá Hæstarétti önnur skilyrði sem Mannanafnanefnd liti til, þar á meðal hvort eða hvernig nafnið Zoe gæti tekið eignarfallsendingu og hvort það brjóti í bága við íslenskt málkerfi.
Mannanöfn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira