Mætti alltaf á meðan sumir völdu sér leiki en var svo sparkað úr landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2018 10:00 Atli Eðvaldsson í baráttunni við Mark Hughes á síðasta landsliðsárinu 1991. vísir/getty Atli Eðvaldsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, spilaði 70 leiki fyrir Ísland, þar af 31 sem fyrirliði en hann er í öðru sæti yfir fjölda leikja með íslenska fyrirliðabandið ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. Aron Einar Gunnarsson trónir þar á toppnum. Atli var stoltur leikmaður íslenska landsliðsins eins og hann segir frá í viðtali við RÚV en hann mætti hvert sem er og hvenær sem er þegar tækifæri gafst til að klæðast bláu treyjunni. „Landsliðið fyrir mig var alltaf mjög sérstakt. Það skiptir ekki máli hvar var spilað, hvort sem að það væri austur fyrir járntjald, alltaf fór maður á meðan sumir völdu sér leiki,“ segir Atli í viðtalinu við RÚV. „Stundum vorum við með hálfgert B-lið því menn voru ekki tilbúnir til að fara í þessar löngu ferðir en ég fór alltaf. Það var alltaf mjög sérstök tilfinning að spila fyrir landsliðið,“ segir hann.Atli ekki í fyrsta hóp Ásgeirs. Frétt úr Morgunblaðinu 20. september 1991.skjáskot/morgunblaðiðÞagað yfir þessu Þrátt fyrir að vera einn dáðasti leikmaður Íslands á þessum tíma og ekki bara fastamaður í landsliðinu heldur fyrirliði þess tók landsliðsferillinn skjótan enda þegar að Ásgeir Elíasson var ráðinn landsliðsþjálfari árið 1991. Atli spilaði sinn síðasta landsleik á móti Danmörku 4. september 1991 í markalausu jafntefli í vináttuleik en þegar að Ásgeir Elíasson valdi sinn fyrsta hóp fyrir leik í undankeppni EM 1992 á móti Spáni aðeins sextán dögum síðar var enginn Atli í hópnum. „Stefnan er að byggja upp landsliðið í framtíðinni á fljótum og „teknískum“ leikmönnum,“ sagði Ásgeir við Morgunblaðið eftir valið á hópnum og sagði enn fremur að Atli Eðvaldsson væri ekki inn í myndinni hjá honum. Svo einfalt var það. „Ég hef aldrei verið spurður að þessu og það hefur ríkt þögn yfir þessu,“ segir Atli aðspurður hvað hafi einfaldlega gerst þarna. Hann fékk nefnilega fréttirnar á sama stað og aðrir: Með morgunbollanum með blaðið í hönd.Atli spilaði með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi.vísir/gettyLas þetta í blaðinu „Daginn fyrir leik var fyrirsögn í blaði þar sem talað var um að landsliðsfyrirliðanum hefði verið sparkað. Rekinn úr landsliðinu. Hvers vegna? Ég hef aldrei fengið skýringu á þessu. Ég las þetta bara í blöðunum,“ segir Atli. Þrátt fyrir fimmtán ára landsliðsferil, 70 leiki og þar af 31 sem fyrirliði fékk Atli aldrei svo mikið sem símtal frá Knattspyrnusambandinu eða landsliðsþjálfaranum, að hans sögn, um þetta skrítna mál. „Ég hef aldrei fengið skýringu á þessu. Þetta má aldrei láta gerast aftur. Ég held að þetta sé bara einsdæmi í heiminum að svona gerist,“ segir Atli Eðvaldsson. Viðtalið má sjá hér en umræðan um landsliðsviðskilnaðinn hefst eftir fjórar mínútur og 30 sekúndur. Íslenski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Atli Eðvaldsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, spilaði 70 leiki fyrir Ísland, þar af 31 sem fyrirliði en hann er í öðru sæti yfir fjölda leikja með íslenska fyrirliðabandið ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. Aron Einar Gunnarsson trónir þar á toppnum. Atli var stoltur leikmaður íslenska landsliðsins eins og hann segir frá í viðtali við RÚV en hann mætti hvert sem er og hvenær sem er þegar tækifæri gafst til að klæðast bláu treyjunni. „Landsliðið fyrir mig var alltaf mjög sérstakt. Það skiptir ekki máli hvar var spilað, hvort sem að það væri austur fyrir járntjald, alltaf fór maður á meðan sumir völdu sér leiki,“ segir Atli í viðtalinu við RÚV. „Stundum vorum við með hálfgert B-lið því menn voru ekki tilbúnir til að fara í þessar löngu ferðir en ég fór alltaf. Það var alltaf mjög sérstök tilfinning að spila fyrir landsliðið,“ segir hann.Atli ekki í fyrsta hóp Ásgeirs. Frétt úr Morgunblaðinu 20. september 1991.skjáskot/morgunblaðiðÞagað yfir þessu Þrátt fyrir að vera einn dáðasti leikmaður Íslands á þessum tíma og ekki bara fastamaður í landsliðinu heldur fyrirliði þess tók landsliðsferillinn skjótan enda þegar að Ásgeir Elíasson var ráðinn landsliðsþjálfari árið 1991. Atli spilaði sinn síðasta landsleik á móti Danmörku 4. september 1991 í markalausu jafntefli í vináttuleik en þegar að Ásgeir Elíasson valdi sinn fyrsta hóp fyrir leik í undankeppni EM 1992 á móti Spáni aðeins sextán dögum síðar var enginn Atli í hópnum. „Stefnan er að byggja upp landsliðið í framtíðinni á fljótum og „teknískum“ leikmönnum,“ sagði Ásgeir við Morgunblaðið eftir valið á hópnum og sagði enn fremur að Atli Eðvaldsson væri ekki inn í myndinni hjá honum. Svo einfalt var það. „Ég hef aldrei verið spurður að þessu og það hefur ríkt þögn yfir þessu,“ segir Atli aðspurður hvað hafi einfaldlega gerst þarna. Hann fékk nefnilega fréttirnar á sama stað og aðrir: Með morgunbollanum með blaðið í hönd.Atli spilaði með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi.vísir/gettyLas þetta í blaðinu „Daginn fyrir leik var fyrirsögn í blaði þar sem talað var um að landsliðsfyrirliðanum hefði verið sparkað. Rekinn úr landsliðinu. Hvers vegna? Ég hef aldrei fengið skýringu á þessu. Ég las þetta bara í blöðunum,“ segir Atli. Þrátt fyrir fimmtán ára landsliðsferil, 70 leiki og þar af 31 sem fyrirliði fékk Atli aldrei svo mikið sem símtal frá Knattspyrnusambandinu eða landsliðsþjálfaranum, að hans sögn, um þetta skrítna mál. „Ég hef aldrei fengið skýringu á þessu. Þetta má aldrei láta gerast aftur. Ég held að þetta sé bara einsdæmi í heiminum að svona gerist,“ segir Atli Eðvaldsson. Viðtalið má sjá hér en umræðan um landsliðsviðskilnaðinn hefst eftir fjórar mínútur og 30 sekúndur.
Íslenski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn