AGF með söfnun fyrir Tómas Inga í Danmörku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2018 14:00 Tómas Ingi Tómasson Mynd/Twittter/@AGFFodbold Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi fær ekki aðeins stuðning frá Íslandi því gamla liðið hans, AGF í Danmörku, hefur líka sett af stað söfnun. Tómas Ingi lék með AGF um aldarmótin. Tómas Ingi hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015 en fótboltaferillinn tók sinn toll líkamlega og var þessi aðgerð nauðsynleg. Hún gekk hinsvegar illa og þrjár aðgerðir til viðbótar hafa ekki skilað árangri.På søndag samles der på Island ind til den tidligere AGF'er Tómas Ingi Tómasson, der har brug for hjælp til en livreddende operation. Fra Danmark er det også muligt at støtte indsamlingen og dermed hjælpe Ingi https://t.co/u5Qc7anDJy#ksdh#ultratwitteragfpic.twitter.com/Rk9HPAVqWb — AGF (@AGFFodbold) December 7, 2018Tómas Ingi spilaði með nokkrum liðum á sínum ferli og eignaðist marga vini bæði hér á Íslandi og eins í Danmörku. Tómas bíður nú eftir því að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu fjórar aðgerðir hér heima hafa ekki skilað árangri. Þetta er kostnaðarsamt fyrir Tómas Inga en ofan á öll veikindin hafa bæst fjárhagsáhyggjur. AGF segir frá raunum Tómasar Inga á heimasíðu um leið og er sagt frá styrktarleiknum. Þar kemur fram að það sé líka möguleiki að styrkja Tómas Inga í Danmörku. AGF rifjar upp eftirminnilegt mark sem Tómas Ingi skoraði fyrir félagið en hann skoraði 4 mörk í 37 leikjum fyrir danska félagið. Það má lesa meira um það hér. Tommadagurinn eins og viðburðurinn er kallaður fer fram á sunnudaginn 9. desember en hann hefst með knattþrautum með Eyjólfi Sverrissyni, Rúnari Kristinssyni og Arnar Grétarssyni klukkan 9.45. Úrslitaleikur Tommamótsins á milli pressuliðs Rúnars Kristinssonar og landsliðs Eyjólfs Sverissonar hefst síðan klukkan 11.00. Gummi Ben og Magnús Gylfason ætla að lýsa leiknum. Frjáls framlög eru við innganginn en einnig er hægt að styrkja verkefnið með því að leggja inn á reikning.Reikningsnúmerið er: 528-14-300 og kennitalan er: 070669-4129 „Tómas Ingi Tómasson yfirþjálfari yngri flokka Fylkis og aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðs Íslands hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015. Tommi var afburða knattspyrnumaður sem spilaði með ÍBV, KR, Grindavík og Þrótti hér heima við góðan orðstýr en það tók sinn toll líkamlega og aðgerðin var óumflýjanleg. Árið 2018 hefur verið einstaklega erfitt líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans, þar sem Tommi hefur eytt yfir 200 dögum inni á spítala frá því í apríl. Hann bíður nú þess að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu 4 aðgerðir hérlendis hafa ekki skilað árangri. Ofan á allt þetta hafa svo bæst fjárhagsáhyggjur og því er komið að okkur; vinum, velunnurum og ættingjum að leggjast á eitt til að styðja Tomma og fjölskyldu hans. Gangi þér vel Tommi!,“ segir um Tommadaginn á viðurburðarsíðu hans á fésbókinni. Íslenski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi fær ekki aðeins stuðning frá Íslandi því gamla liðið hans, AGF í Danmörku, hefur líka sett af stað söfnun. Tómas Ingi lék með AGF um aldarmótin. Tómas Ingi hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015 en fótboltaferillinn tók sinn toll líkamlega og var þessi aðgerð nauðsynleg. Hún gekk hinsvegar illa og þrjár aðgerðir til viðbótar hafa ekki skilað árangri.På søndag samles der på Island ind til den tidligere AGF'er Tómas Ingi Tómasson, der har brug for hjælp til en livreddende operation. Fra Danmark er det også muligt at støtte indsamlingen og dermed hjælpe Ingi https://t.co/u5Qc7anDJy#ksdh#ultratwitteragfpic.twitter.com/Rk9HPAVqWb — AGF (@AGFFodbold) December 7, 2018Tómas Ingi spilaði með nokkrum liðum á sínum ferli og eignaðist marga vini bæði hér á Íslandi og eins í Danmörku. Tómas bíður nú eftir því að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu fjórar aðgerðir hér heima hafa ekki skilað árangri. Þetta er kostnaðarsamt fyrir Tómas Inga en ofan á öll veikindin hafa bæst fjárhagsáhyggjur. AGF segir frá raunum Tómasar Inga á heimasíðu um leið og er sagt frá styrktarleiknum. Þar kemur fram að það sé líka möguleiki að styrkja Tómas Inga í Danmörku. AGF rifjar upp eftirminnilegt mark sem Tómas Ingi skoraði fyrir félagið en hann skoraði 4 mörk í 37 leikjum fyrir danska félagið. Það má lesa meira um það hér. Tommadagurinn eins og viðburðurinn er kallaður fer fram á sunnudaginn 9. desember en hann hefst með knattþrautum með Eyjólfi Sverrissyni, Rúnari Kristinssyni og Arnar Grétarssyni klukkan 9.45. Úrslitaleikur Tommamótsins á milli pressuliðs Rúnars Kristinssonar og landsliðs Eyjólfs Sverissonar hefst síðan klukkan 11.00. Gummi Ben og Magnús Gylfason ætla að lýsa leiknum. Frjáls framlög eru við innganginn en einnig er hægt að styrkja verkefnið með því að leggja inn á reikning.Reikningsnúmerið er: 528-14-300 og kennitalan er: 070669-4129 „Tómas Ingi Tómasson yfirþjálfari yngri flokka Fylkis og aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðs Íslands hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015. Tommi var afburða knattspyrnumaður sem spilaði með ÍBV, KR, Grindavík og Þrótti hér heima við góðan orðstýr en það tók sinn toll líkamlega og aðgerðin var óumflýjanleg. Árið 2018 hefur verið einstaklega erfitt líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans, þar sem Tommi hefur eytt yfir 200 dögum inni á spítala frá því í apríl. Hann bíður nú þess að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu 4 aðgerðir hérlendis hafa ekki skilað árangri. Ofan á allt þetta hafa svo bæst fjárhagsáhyggjur og því er komið að okkur; vinum, velunnurum og ættingjum að leggjast á eitt til að styðja Tomma og fjölskyldu hans. Gangi þér vel Tommi!,“ segir um Tommadaginn á viðurburðarsíðu hans á fésbókinni.
Íslenski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira