Arnaldur notar bannorðið hjúkrunarkona Benedikt Bóas skrifar 8. desember 2018 06:00 Arnaldur Indriðason er einn vinsælasti höfundur landsins en í nýjustu bók hans, Stúlkan hjá brúnni, má finna orðið hjúkrunarkona sem þykir ekki fallegt orð yfir hjúkrunarfræðinga sem setja sig mjög upp á móti notkun þess. Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar, Stúlkan hjá brúnni, hefur að geyma bannorðið hjúkrunarkona. Bókin fjallar um Konráð, fyrrverandi lögreglumann, sem á að leita að barnabarni eldri hjóna, og er búin að vera við toppinn á bókasölulistum frá því hún kom út. Lesendur Arnaldar eru tryggir en frá því að hann gaf út Syni duftsins fyrir 20 árum hefur ein bók komið út á hverju ári sem allar seljast eins og heitar lummur. Búist er við að 500 þúsundasta eintakið seljist fyrir þessi jól. Bannorðið setti heitar umræður af stað eftir að það birtist í bók Birgittu Haukdal um heimsókn Láru til læknis. Þá gerðu hjúkrunarfræðingar og fleiri harðorðar athugasemdir við úrelta staðalímynd stéttarinnar í bókinni þar sem notað var orðið sem bannað er að segja. Birgitta lét breyta orðinu í endurprentun í hjúkrunarfræðing.Orðið hjúkrunarkona í bók Arnaldar.Í bók Birgittu birtist hjúkrunarfræðingur í kjól með kappa á höfðinu en rúm 40 ár eru síðan íslenskir hjúkrunarfræðingar hættu að sinna starfi sínu með slíkan höfuðbúnað. Bækur Arnaldar eru myndalausar og því stendur orðið þarna aleitt og yfirgefið þegar Konráð fer á gjörgæsludeild til að hitta Lassa. „Fáir voru á ferli á sjúkraganginum. Einstaka sjúkraliði eða hjúkrunarkona fór hljóðlega um og veitti honum ekki nokkra athygli. Hann ætlaði að segjast vera fjölskylduvinur Lassa ef einhver innti hann eftir erindinu en til þess kom ekki,“ skrifar Arnaldur. Ekki náðist í bókaforlag Arnaldar til að athuga hvort orðinu yrði breytt líkt og Birgitta gerði í endurprentun. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Tengdar fréttir „Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59 Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 Birgitta sló öll vopn úr höndum moggabloggara Bloggarinn hafði gert athugasemdir við brúnkukrem Birgittu. 20. nóvember 2018 13:41 Hjúkrunarkonan orðin hjúkrunarfræðingur í barnabók Birgittu Láru-upplag ársins komið í 12 þúsund eintök. 5. desember 2018 10:56 Segir vinnubrögð Birgittu óásættanleg Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 22:36 Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar, Stúlkan hjá brúnni, hefur að geyma bannorðið hjúkrunarkona. Bókin fjallar um Konráð, fyrrverandi lögreglumann, sem á að leita að barnabarni eldri hjóna, og er búin að vera við toppinn á bókasölulistum frá því hún kom út. Lesendur Arnaldar eru tryggir en frá því að hann gaf út Syni duftsins fyrir 20 árum hefur ein bók komið út á hverju ári sem allar seljast eins og heitar lummur. Búist er við að 500 þúsundasta eintakið seljist fyrir þessi jól. Bannorðið setti heitar umræður af stað eftir að það birtist í bók Birgittu Haukdal um heimsókn Láru til læknis. Þá gerðu hjúkrunarfræðingar og fleiri harðorðar athugasemdir við úrelta staðalímynd stéttarinnar í bókinni þar sem notað var orðið sem bannað er að segja. Birgitta lét breyta orðinu í endurprentun í hjúkrunarfræðing.Orðið hjúkrunarkona í bók Arnaldar.Í bók Birgittu birtist hjúkrunarfræðingur í kjól með kappa á höfðinu en rúm 40 ár eru síðan íslenskir hjúkrunarfræðingar hættu að sinna starfi sínu með slíkan höfuðbúnað. Bækur Arnaldar eru myndalausar og því stendur orðið þarna aleitt og yfirgefið þegar Konráð fer á gjörgæsludeild til að hitta Lassa. „Fáir voru á ferli á sjúkraganginum. Einstaka sjúkraliði eða hjúkrunarkona fór hljóðlega um og veitti honum ekki nokkra athygli. Hann ætlaði að segjast vera fjölskylduvinur Lassa ef einhver innti hann eftir erindinu en til þess kom ekki,“ skrifar Arnaldur. Ekki náðist í bókaforlag Arnaldar til að athuga hvort orðinu yrði breytt líkt og Birgitta gerði í endurprentun.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Tengdar fréttir „Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59 Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 Birgitta sló öll vopn úr höndum moggabloggara Bloggarinn hafði gert athugasemdir við brúnkukrem Birgittu. 20. nóvember 2018 13:41 Hjúkrunarkonan orðin hjúkrunarfræðingur í barnabók Birgittu Láru-upplag ársins komið í 12 þúsund eintök. 5. desember 2018 10:56 Segir vinnubrögð Birgittu óásættanleg Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 22:36 Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59
Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42
Birgitta sló öll vopn úr höndum moggabloggara Bloggarinn hafði gert athugasemdir við brúnkukrem Birgittu. 20. nóvember 2018 13:41
Hjúkrunarkonan orðin hjúkrunarfræðingur í barnabók Birgittu Láru-upplag ársins komið í 12 þúsund eintök. 5. desember 2018 10:56
Segir vinnubrögð Birgittu óásættanleg Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 22:36