Ríkisstjórnin fagnaði fyrsta árinu Heimir Már Pétursson skrifar 30. nóvember 2018 19:53 Forsætisráðherra blés á kerti í tilefni dagsins. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin kom saman til venjubundins fundar í Ráðherrabústaðnum í dag en í dag er eitt ár liði frá því hún var mynduð og í tilefni dagsins var boðið upp á skúffuköku og smákökur. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafi verið mynduð í kringum metnaðarfull og framsýn markmið um velferð, mannréttindi og loftslagsmál, eflingu Alþingis og aukið þverpólitískt samráð, stórsókn í uppbyggingu á innviðum um allt land og eflingu heilbrigðis- og menntakerfa. „Við erum auðvitað búin að gera mjög mikið af því sem við lögðum upp með og þá ekki síst að fara í það mikla átak sem við töldum þörf á í uppbyggingu samfélagslegra innviða. Loftslagsmálin eru komin á dagskrá, þau voru líklega hvað mikilvægasta málið í stjórnarsáttmála þessarar ríkistjórnar. Jafnréttismálin hafa verið tekin mjög föstum tökum á þessu ári,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hafi lagt fram tvenn fjárlög á starfsárinu og aukið framlög til samfélagslegra verkefna og innviða verulega, eða samtals um 90 milljarða. Áætlanir séu uppi um frekari uppbyggingu á sviði samgangna og rannsókna. „Svo hlýt ég að nefna nýsköpunar- og þekkingargeirann sem var mjög umfangsmikið atriði í okkar stjórnarsáttmála. Þar sem við erum núna að fara að hækka þak á endurgreiðslum vegna vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar. Sem er liður í efnahagsstefnu þesarar ríkisstjórnar að stoðir efnahagslífsins verði fjölbreyttari og að við séum að færa okkur meira yfir í þekkingardrifið hagkerfi.“ Aðspurð hvort hún sé vongóð um komandi ár sagði Katrín: „Ég hugsa alltaf um einn dag í einu í mínu pólitíska lífi og það hefur gefist ágætlega hingað til.“ Stj.mál Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Ríkisstjórnin kom saman til venjubundins fundar í Ráðherrabústaðnum í dag en í dag er eitt ár liði frá því hún var mynduð og í tilefni dagsins var boðið upp á skúffuköku og smákökur. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafi verið mynduð í kringum metnaðarfull og framsýn markmið um velferð, mannréttindi og loftslagsmál, eflingu Alþingis og aukið þverpólitískt samráð, stórsókn í uppbyggingu á innviðum um allt land og eflingu heilbrigðis- og menntakerfa. „Við erum auðvitað búin að gera mjög mikið af því sem við lögðum upp með og þá ekki síst að fara í það mikla átak sem við töldum þörf á í uppbyggingu samfélagslegra innviða. Loftslagsmálin eru komin á dagskrá, þau voru líklega hvað mikilvægasta málið í stjórnarsáttmála þessarar ríkistjórnar. Jafnréttismálin hafa verið tekin mjög föstum tökum á þessu ári,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hafi lagt fram tvenn fjárlög á starfsárinu og aukið framlög til samfélagslegra verkefna og innviða verulega, eða samtals um 90 milljarða. Áætlanir séu uppi um frekari uppbyggingu á sviði samgangna og rannsókna. „Svo hlýt ég að nefna nýsköpunar- og þekkingargeirann sem var mjög umfangsmikið atriði í okkar stjórnarsáttmála. Þar sem við erum núna að fara að hækka þak á endurgreiðslum vegna vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar. Sem er liður í efnahagsstefnu þesarar ríkisstjórnar að stoðir efnahagslífsins verði fjölbreyttari og að við séum að færa okkur meira yfir í þekkingardrifið hagkerfi.“ Aðspurð hvort hún sé vongóð um komandi ár sagði Katrín: „Ég hugsa alltaf um einn dag í einu í mínu pólitíska lífi og það hefur gefist ágætlega hingað til.“
Stj.mál Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira