Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. nóvember 2018 08:30 Kísilverksmiðjan í Helguvík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir alla að fá að hittast,“ segir Þórður Ólafur Þórðarson, framkvæmdastjóri Stakksbergs. „Þetta er klárlega tækifæri fyrir okkur til að segja fólki frá þeirri miklu vinnu sem átt hefur sér stað við að undirbúa umbætur á verksmiðjunni. Þetta er líka tækifæri fyrir okkur að heyra sjónarmiðin og skilaboðin kannski enn hærra en við heyrðum þau með athugasemdunum sem bárust í sumar.“ Stakksberg vinnur að því að koma kísilverksmiðju sinni í Helguvík í gang. Hún var áður rekin af United Silicon. Framtíð kísilverksmiðjunnar hefur verið mjög umdeild meðal bæjarbúa. Stakksberg boðar til íbúafundar í Stapa í kvöld. „Ég ætla að gera mitt besta til að fylla salinn. Ég hef ekki trú á öðru en að það takist. Ef fólk er á móti þessu þá kemur á fundinn,“ segir Einar Már Atlason, formaður samtakanna Andstæðingar stóriðju í Helguvík. Í gær var birt á vef Skipulagsstofnunar endurskoðuð tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar. Frestur til að gera athugasemdir er til 5. desember. Í tilkynningu segir að Stakksberg ætli að verja 4,5 milljörðum króna til að gera nauðsynlegar úrbætur. „Við höfum sagt frá upphafi að við hygðumst koma þessari verksmiðju í það horf sem best gerist í þessum geira. Þannig að þessi kostnaður lýtur bæði að hreinum úrbótum á þeim þáttum sem Umhverfisstofnun gerði athugasemdir við en líka að því að styrkja innviði verksmiðjunnar gagngert til að tryggja reksturinn,“ segir Þórður. Aðspurður segist Þórður eiga von á því að fjárfestingin skili sér. „Ég á von á því miðað við þann áhuga fjárfesta sem hafa lýst sig áhugasama um verksmiðjuna þannig ég á von á því að þetta fari vel.“ Einar Már hvetur fólk til að senda inn athugasemdir. Hann hafi áhyggjur af því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi þegar ákveðið að verksmiðjan fari aftur í gang og að verksmiðja Thorsil rísi. Vísar hann þar í ummæli Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra um að rekstur verksmiðjanna tveggja geti bjargað rekstri Helguvíkurhafnar. „Mér finnst mjög óábyrgt af bæjarstjóranum að tala svona um þessi mál. En við munum berjast áfram með kjafti og klóm,“ segir Einar. Að sögn Einars er vinna við hópmálsókn samtakanna langt komin. Snýr hún að því að koma í veg fyrir rekstur verksmiðjanna tveggja í Helguvík. „Vonandi klárast það í lok nóvember eða byrjun desember áður en það fer eitthvað meira í gang þarna.“ Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
„Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir alla að fá að hittast,“ segir Þórður Ólafur Þórðarson, framkvæmdastjóri Stakksbergs. „Þetta er klárlega tækifæri fyrir okkur til að segja fólki frá þeirri miklu vinnu sem átt hefur sér stað við að undirbúa umbætur á verksmiðjunni. Þetta er líka tækifæri fyrir okkur að heyra sjónarmiðin og skilaboðin kannski enn hærra en við heyrðum þau með athugasemdunum sem bárust í sumar.“ Stakksberg vinnur að því að koma kísilverksmiðju sinni í Helguvík í gang. Hún var áður rekin af United Silicon. Framtíð kísilverksmiðjunnar hefur verið mjög umdeild meðal bæjarbúa. Stakksberg boðar til íbúafundar í Stapa í kvöld. „Ég ætla að gera mitt besta til að fylla salinn. Ég hef ekki trú á öðru en að það takist. Ef fólk er á móti þessu þá kemur á fundinn,“ segir Einar Már Atlason, formaður samtakanna Andstæðingar stóriðju í Helguvík. Í gær var birt á vef Skipulagsstofnunar endurskoðuð tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar. Frestur til að gera athugasemdir er til 5. desember. Í tilkynningu segir að Stakksberg ætli að verja 4,5 milljörðum króna til að gera nauðsynlegar úrbætur. „Við höfum sagt frá upphafi að við hygðumst koma þessari verksmiðju í það horf sem best gerist í þessum geira. Þannig að þessi kostnaður lýtur bæði að hreinum úrbótum á þeim þáttum sem Umhverfisstofnun gerði athugasemdir við en líka að því að styrkja innviði verksmiðjunnar gagngert til að tryggja reksturinn,“ segir Þórður. Aðspurður segist Þórður eiga von á því að fjárfestingin skili sér. „Ég á von á því miðað við þann áhuga fjárfesta sem hafa lýst sig áhugasama um verksmiðjuna þannig ég á von á því að þetta fari vel.“ Einar Már hvetur fólk til að senda inn athugasemdir. Hann hafi áhyggjur af því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi þegar ákveðið að verksmiðjan fari aftur í gang og að verksmiðja Thorsil rísi. Vísar hann þar í ummæli Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra um að rekstur verksmiðjanna tveggja geti bjargað rekstri Helguvíkurhafnar. „Mér finnst mjög óábyrgt af bæjarstjóranum að tala svona um þessi mál. En við munum berjast áfram með kjafti og klóm,“ segir Einar. Að sögn Einars er vinna við hópmálsókn samtakanna langt komin. Snýr hún að því að koma í veg fyrir rekstur verksmiðjanna tveggja í Helguvík. „Vonandi klárast það í lok nóvember eða byrjun desember áður en það fer eitthvað meira í gang þarna.“
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira