Rothöggið í Sviss virðist hafa dregið úr tiltrú innan liðsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. nóvember 2018 08:30 Strákarnir okkar þakka fyrir stuðninginn á Laugardalsvelli eftir 0-3 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu tókst ekki að enda árið á sigri í 2-2 jafntefli gegn Katar í Belgíu á mánudaginn. Íslenska liðið komst yfir í upphafi seinni hálfleiks en mistök hjá íslenska liðinu hleyptu Katar inn í leikinn á ný og má segja að Ísland hafi einfaldlega verið heppið að Katar skyldi ekki hafa bætt við marki. Frá því að íslenska landsliðið vann tvo sigra á Indónesíu, samanlagt 10-1 í janúar síðastliðnum hefur liðið ekki unnið leik né haldið hreinu í þrettán leikjum. Arnar Grétarsson sem lék á sínum tíma 71 leik fyrir hönd Íslands segir að það hafi verið ljóst að verkefni Eriks Hamrén yrði strembið í fyrstu. „Það var vitað fyrirfram að þetta yrði erfið byrjun gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni en mín upplifun er sú að það hefur vantað tiltrú. Hér áður fyrr fór liðið inn í alla leiki, sama hver mótherjinn væri vitandi að þeir gætu náð úrslitum en það virðist sem svo að rothöggið sem þeir fengu út í Sviss hafi dregið úr tiltrú þeirra,“ sagði Arnar, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis. „Verkefnið fram undan fyrir nýja þjálfarateymið er erfitt en það er eðlilegt. Þetta er ekki það sem menn vonuðust eftir þrátt fyrir að leikurinn gegn Frakkland sé ljósið í myrkrinu. Þegar þú kemur inn í nýtt umhverfi tekur það tíma,“ sagði Arnar og bætti við: „Þeir hafa verið þvingaðir út í breytingar vegna meiðsla og það hjálpaði ekki til. Það hefur einkennt liðið undanfarið ár að það voru átta til tíu leikmenn sem voru pottþétt inni og liðið naut góðs af því að allir þekktu sín hlutverk upp á tíu.“ Arnar telur ekki hægt að tala um að gullöld íslenska karlalandsliðsins sé lokið. „Stærstur hluti liðsins er á besta aldri og margir ungir og efnilegir sem eru að koma inn í liðið. Hópurinn er að breikka þannig að velgengnin ætti að geta haldið áfram. Þeir hafa oft komið manni á óvart og ég er viss um að velgengninni er ekki lokið.“ Þjálfarastarfið er ekki þolinmæðisstarf. „Ef illa gengur í byrjun undankeppni EM munu spjótin eflaust fara að beinast að honum en ég held að Erik sé flottur þjálfari. Það ber að líta til þess við hvaða aðstæður hann hefur þurft að vinna ofan á það að hlutirnir hafa ekki verið að falla með okkur þetta árið.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu tókst ekki að enda árið á sigri í 2-2 jafntefli gegn Katar í Belgíu á mánudaginn. Íslenska liðið komst yfir í upphafi seinni hálfleiks en mistök hjá íslenska liðinu hleyptu Katar inn í leikinn á ný og má segja að Ísland hafi einfaldlega verið heppið að Katar skyldi ekki hafa bætt við marki. Frá því að íslenska landsliðið vann tvo sigra á Indónesíu, samanlagt 10-1 í janúar síðastliðnum hefur liðið ekki unnið leik né haldið hreinu í þrettán leikjum. Arnar Grétarsson sem lék á sínum tíma 71 leik fyrir hönd Íslands segir að það hafi verið ljóst að verkefni Eriks Hamrén yrði strembið í fyrstu. „Það var vitað fyrirfram að þetta yrði erfið byrjun gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni en mín upplifun er sú að það hefur vantað tiltrú. Hér áður fyrr fór liðið inn í alla leiki, sama hver mótherjinn væri vitandi að þeir gætu náð úrslitum en það virðist sem svo að rothöggið sem þeir fengu út í Sviss hafi dregið úr tiltrú þeirra,“ sagði Arnar, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis. „Verkefnið fram undan fyrir nýja þjálfarateymið er erfitt en það er eðlilegt. Þetta er ekki það sem menn vonuðust eftir þrátt fyrir að leikurinn gegn Frakkland sé ljósið í myrkrinu. Þegar þú kemur inn í nýtt umhverfi tekur það tíma,“ sagði Arnar og bætti við: „Þeir hafa verið þvingaðir út í breytingar vegna meiðsla og það hjálpaði ekki til. Það hefur einkennt liðið undanfarið ár að það voru átta til tíu leikmenn sem voru pottþétt inni og liðið naut góðs af því að allir þekktu sín hlutverk upp á tíu.“ Arnar telur ekki hægt að tala um að gullöld íslenska karlalandsliðsins sé lokið. „Stærstur hluti liðsins er á besta aldri og margir ungir og efnilegir sem eru að koma inn í liðið. Hópurinn er að breikka þannig að velgengnin ætti að geta haldið áfram. Þeir hafa oft komið manni á óvart og ég er viss um að velgengninni er ekki lokið.“ Þjálfarastarfið er ekki þolinmæðisstarf. „Ef illa gengur í byrjun undankeppni EM munu spjótin eflaust fara að beinast að honum en ég held að Erik sé flottur þjálfari. Það ber að líta til þess við hvaða aðstæður hann hefur þurft að vinna ofan á það að hlutirnir hafa ekki verið að falla með okkur þetta árið.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira