„Heilaþvottur“ Lagerbäck virkar líka á Norðmenn: Besta árið í 89 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 15:30 Lars Lagerbäck talar við sína menn í norska landsliðinu. Vísir/Getty Lars Lagerbäck veit svo sannarlega hvað hann syngur þegar kemur að því að byggja upp og endurbæta knattspyrnulandslið. Hann er að upplifa annað ævintýri með norska landsliðinu nokkrum árum eftir að hann breytti örlögum íslenska knattspyrnulandsliðsins. Norska knattspyrnulandsliðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum C-deildar Þjóðadeildarinnar með 2-0 sigur á móti Kýpur í lokaleiknum. Í fyrsta sinn frá árinu eiga Norðmenn raunhæfa og góða möguleika á að tryggja sig inn á stórmót. Árið 2018 er um leið sögulegt fyrir Lars Lagerbäck og strákana hans. Hann er að skrifa nýja sögu með norska landsliðinu alveg eins og hann gerði með það íslenska. Norska landsliðið vann 8 af 10 leikjum ársins og þetta er besta sigurhlutfall norska landsliðsins í 89 ár. 80 prósent sigurhlutfall og 2,5 stig að meðaltali í leik. Glæsileg tölfræði. Leikmenn norska landsliðsins hafa líka keppst við að hrósa landsliðsþjálfaranum sínum. „Allt breyttist þegar Lars kom inn. Það hafa farið fram margir fundir og auðvitað hefur þetta tekið sinn tíma. Við erum að horfa á myndbönd af því sem er verið að tala um. Við tókum stórt skref á árinu 2018,“ sagði markvörðurinn Rune Jarstein við VG. Tarik Elyounoussi lýsir þjálfaraaðferðum Lars Lagerbäck sem einskonan heilaþvotti. „Þetta skilar árangri. Þetta er mjög einfalt. Hann hefur stuttar skipanir en endurtekur þær aftur og aftur. Þetta er mjög leiðinlegt en þetta verður að koma fram. Hann er mjög skýr,“ sagði Tarik Elyounoussi. Það þarf ekki að koma okkur Íslendingum mikið á óvart að Lars Lagerbäck sýni hógværð. „Þetta er verðskuldað hjá leikmönnunum. Það eru allir í liðinu á bak við þetta. Við náðum þessu með frábærum leikmönnum,“ sagði Lars Lagerbäck.Leikir Norska karlalandsliðsins í knattspyrnu á árinu 2018: 4-1 sigur á Ástralíu 1-0 sigur á Albaníu (útileikur) 3-2 sigur á Íslandi (útileikur) 1-0 sigur á Panama 2-0 sigur á Kýpur 1-0 tap fyrir Búlgaríu (útileikur) 1-0 sigur á Slóveníu 1-0 sigur á Búlgaríu 1-1 jafntefli við Slóveníu (útileikur) 2-0 sigur á Kýpur (útileikur) Þjóðadeild UEFA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Lars Lagerbäck veit svo sannarlega hvað hann syngur þegar kemur að því að byggja upp og endurbæta knattspyrnulandslið. Hann er að upplifa annað ævintýri með norska landsliðinu nokkrum árum eftir að hann breytti örlögum íslenska knattspyrnulandsliðsins. Norska knattspyrnulandsliðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum C-deildar Þjóðadeildarinnar með 2-0 sigur á móti Kýpur í lokaleiknum. Í fyrsta sinn frá árinu eiga Norðmenn raunhæfa og góða möguleika á að tryggja sig inn á stórmót. Árið 2018 er um leið sögulegt fyrir Lars Lagerbäck og strákana hans. Hann er að skrifa nýja sögu með norska landsliðinu alveg eins og hann gerði með það íslenska. Norska landsliðið vann 8 af 10 leikjum ársins og þetta er besta sigurhlutfall norska landsliðsins í 89 ár. 80 prósent sigurhlutfall og 2,5 stig að meðaltali í leik. Glæsileg tölfræði. Leikmenn norska landsliðsins hafa líka keppst við að hrósa landsliðsþjálfaranum sínum. „Allt breyttist þegar Lars kom inn. Það hafa farið fram margir fundir og auðvitað hefur þetta tekið sinn tíma. Við erum að horfa á myndbönd af því sem er verið að tala um. Við tókum stórt skref á árinu 2018,“ sagði markvörðurinn Rune Jarstein við VG. Tarik Elyounoussi lýsir þjálfaraaðferðum Lars Lagerbäck sem einskonan heilaþvotti. „Þetta skilar árangri. Þetta er mjög einfalt. Hann hefur stuttar skipanir en endurtekur þær aftur og aftur. Þetta er mjög leiðinlegt en þetta verður að koma fram. Hann er mjög skýr,“ sagði Tarik Elyounoussi. Það þarf ekki að koma okkur Íslendingum mikið á óvart að Lars Lagerbäck sýni hógværð. „Þetta er verðskuldað hjá leikmönnunum. Það eru allir í liðinu á bak við þetta. Við náðum þessu með frábærum leikmönnum,“ sagði Lars Lagerbäck.Leikir Norska karlalandsliðsins í knattspyrnu á árinu 2018: 4-1 sigur á Ástralíu 1-0 sigur á Albaníu (útileikur) 3-2 sigur á Íslandi (útileikur) 1-0 sigur á Panama 2-0 sigur á Kýpur 1-0 tap fyrir Búlgaríu (útileikur) 1-0 sigur á Slóveníu 1-0 sigur á Búlgaríu 1-1 jafntefli við Slóveníu (útileikur) 2-0 sigur á Kýpur (útileikur)
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira