Persónurnar taka völdin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 10:00 Shari Lapena er í hópi vinsælustu spennusagnahöfunda heims. Fréttablaðið/Sigtryggur Spennusögur kanadíska rithöfundarins Shari Lapena njóta mikilla vinsælda víða um heim. Tvær þeirra hafa komið út í íslenskri þýðingu, Óboðinn gestur og Hjónin við hliðina sem er vinsælasta bók hennar og hefur verið seld til tæplega 40 landa. Lapena kom hingað til lands vegna Iceland noir glæpasagnahátíðarinnar og tók með sér eiginmann sinn og dóttur sem var afar áhugasöm um að koma til Íslands. Lapena starfaði um tíma sem lögfræðingur en segir að starfið hafi ekki átt við sig. „Mig langaði til að skrifa skáldsögu. Ég hafði ekki mikið sjálfstraust svo ég skrifaði í laumi og sagði engum frá því. Skáldsagan mín kom út og fékk góða dóma svo ég skrifaði aðra. Þessar sögur voru með gamansömum tón og þar var ekkert planað fyrirfram, ég settist bara niður og persónur og atburðarás kom til mín. Mig langaði til að skrifa spennusögu því ég les mikið af þeim, en hélt að þar yrði atburðarásin að vera ákveðin fyrirfram. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að fara að því, ég get ekki planað heila bók fyrirfram. Ég verð fyrst að skapa persónur og þær taka svo af mér völdin og þá fara alls konar hlutir að gerast. Ian Reid sagði mér að það sama ætti við um hann þegar hann væri að skrifa.“ Aðalpersónurnar í spennubókum Lapena hafa alltaf einhverju miklu að leyna. „Þegar fólk á í hlut þá er ekki alltaf allt sem sýnist, en ég er að skrifa spennusögur og þá verður mikið að ganga á í lífi persónanna sem búa yfir leyndarmálum og bak við snyrtilegt yfirborð leynist ýmislegt. En ef maður skoðar hvað er í fréttum þá er greinilegt að fólk gerir alls konar einkennilega og stundum hræðilega hluti,“ segir hún. Í sögunum leynist líka svartur húmor. „Sögurnar sem ég skrifaði áður en ég fór að skrifa spennusögur voru gamansögur og ég hélt að ég myndi alltaf skrifa þannig bækur. Ég vil ekki setja mikinn húmor í spennusögurnar því það tekur athyglina frá spennunni en leyfi mér einstaka sinnum að sýna svartan húmor.“ Nýjasta bók Lapena er An Unwanted Guest sem er skrifuð undir áhrifum frá einni frægustu bók Agöthu Christie, And Then there Were None, en þar er hópur fólks fastur á eyðieyju og jafnt og þétt fer að fækka í hópnum. „Ég er mikill aðdáandi Agöthu Christie, ég ólst upp við bækur hennar og hef lesið þær allar. Í síðustu bók minni eru tíu einstaklingar innilokaðir á hóteli í óveðri í New York og hvert dauðsfallið rekur annað,“ segir Lapena sem er byrjuð að skrifa nýja bók en vill ekkert gefa upp um efni hennar, segir það vera leyndarmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira
Spennusögur kanadíska rithöfundarins Shari Lapena njóta mikilla vinsælda víða um heim. Tvær þeirra hafa komið út í íslenskri þýðingu, Óboðinn gestur og Hjónin við hliðina sem er vinsælasta bók hennar og hefur verið seld til tæplega 40 landa. Lapena kom hingað til lands vegna Iceland noir glæpasagnahátíðarinnar og tók með sér eiginmann sinn og dóttur sem var afar áhugasöm um að koma til Íslands. Lapena starfaði um tíma sem lögfræðingur en segir að starfið hafi ekki átt við sig. „Mig langaði til að skrifa skáldsögu. Ég hafði ekki mikið sjálfstraust svo ég skrifaði í laumi og sagði engum frá því. Skáldsagan mín kom út og fékk góða dóma svo ég skrifaði aðra. Þessar sögur voru með gamansömum tón og þar var ekkert planað fyrirfram, ég settist bara niður og persónur og atburðarás kom til mín. Mig langaði til að skrifa spennusögu því ég les mikið af þeim, en hélt að þar yrði atburðarásin að vera ákveðin fyrirfram. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að fara að því, ég get ekki planað heila bók fyrirfram. Ég verð fyrst að skapa persónur og þær taka svo af mér völdin og þá fara alls konar hlutir að gerast. Ian Reid sagði mér að það sama ætti við um hann þegar hann væri að skrifa.“ Aðalpersónurnar í spennubókum Lapena hafa alltaf einhverju miklu að leyna. „Þegar fólk á í hlut þá er ekki alltaf allt sem sýnist, en ég er að skrifa spennusögur og þá verður mikið að ganga á í lífi persónanna sem búa yfir leyndarmálum og bak við snyrtilegt yfirborð leynist ýmislegt. En ef maður skoðar hvað er í fréttum þá er greinilegt að fólk gerir alls konar einkennilega og stundum hræðilega hluti,“ segir hún. Í sögunum leynist líka svartur húmor. „Sögurnar sem ég skrifaði áður en ég fór að skrifa spennusögur voru gamansögur og ég hélt að ég myndi alltaf skrifa þannig bækur. Ég vil ekki setja mikinn húmor í spennusögurnar því það tekur athyglina frá spennunni en leyfi mér einstaka sinnum að sýna svartan húmor.“ Nýjasta bók Lapena er An Unwanted Guest sem er skrifuð undir áhrifum frá einni frægustu bók Agöthu Christie, And Then there Were None, en þar er hópur fólks fastur á eyðieyju og jafnt og þétt fer að fækka í hópnum. „Ég er mikill aðdáandi Agöthu Christie, ég ólst upp við bækur hennar og hef lesið þær allar. Í síðustu bók minni eru tíu einstaklingar innilokaðir á hóteli í óveðri í New York og hvert dauðsfallið rekur annað,“ segir Lapena sem er byrjuð að skrifa nýja bók en vill ekkert gefa upp um efni hennar, segir það vera leyndarmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira