Ólafía fær mögulega að spila á tæplega þriðjungi LPGA-mótanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. nóvember 2018 14:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fær líka að spila eitthvað áfram á LPGA-mótaröðinni. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður ekki með fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í golfi á næsta ári, sterkustu mótaröð heims, eins og hún var með í ár. Ólafía náði ekki eftir að fylgja frábæru fyrsta ári sínu á LPGA-mótaröðinni en hún er í kringum 200. sætið á stigalista LPGA en aðeins 148 efstu eru með fullan keppnisrétt, að því fram kemur á vefnum golf.is. Þar segir að talsverðar líkur eru á því að Ólafía Þórunn fái að spila á um það bil sjö til tíu mótum, samkvæmt upplýsingum vefjarins, en það er tæplega þriðjungur mótananna á LPGA. Alls voru 33 mót á mótaröðinni í ár en þeim verður fjölgað á næsta ári og verðlaunaféð hærra á fleiri mótum. Þar sem að spilað verður á fleiri mótum má búast við því að fleiri kylfingar sleppi mótum við og við til að hvíla sig en þá opnast möguleikar fyrir þá sem eru lægra skrifaðir eins og Ólafía. Samhliða því að reyna að spila á eins mörgum mótum á LPGA og hægt er verður Ólafía Þórunn með á nokkrum mótum á Symetra-mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Bandaríkjunum. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður ekki með fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í golfi á næsta ári, sterkustu mótaröð heims, eins og hún var með í ár. Ólafía náði ekki eftir að fylgja frábæru fyrsta ári sínu á LPGA-mótaröðinni en hún er í kringum 200. sætið á stigalista LPGA en aðeins 148 efstu eru með fullan keppnisrétt, að því fram kemur á vefnum golf.is. Þar segir að talsverðar líkur eru á því að Ólafía Þórunn fái að spila á um það bil sjö til tíu mótum, samkvæmt upplýsingum vefjarins, en það er tæplega þriðjungur mótananna á LPGA. Alls voru 33 mót á mótaröðinni í ár en þeim verður fjölgað á næsta ári og verðlaunaféð hærra á fleiri mótum. Þar sem að spilað verður á fleiri mótum má búast við því að fleiri kylfingar sleppi mótum við og við til að hvíla sig en þá opnast möguleikar fyrir þá sem eru lægra skrifaðir eins og Ólafía. Samhliða því að reyna að spila á eins mörgum mótum á LPGA og hægt er verður Ólafía Þórunn með á nokkrum mótum á Symetra-mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Bandaríkjunum.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira