Dolce & Gabbana í krísustjórnun í Kína Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. nóvember 2018 11:17 Domenico Dolce og Stefano Gabbana á góðri stund á tískupallinum í Mílanó á dögunum. Getty/Andreas Rentz Kínverskar netverslanir hafa hætt sölu á vörum Dolce & Gabbana. Tískurisinn hleypti illu blóði í Kínverja með auglýsingaherferð sinni, sem kínverskum neytendum og ráðamönnum þótti lítillækkandi. Stofnefndur fyrirtækisins sendu frá sér myndbandsyfirlýsingu í morgun til kínversku þjóðarinnar í von um að slökkva eldana sem skíðloga í einu stærsta markaðssvæði heims. Í umræddri auglýsingu mátti sjá fyrirsætu basla við það að borða margvíslegan ítalskan mat með prjónum. Má þar nefna pizzu og pasta en ætla má að auglýsingin hafi verið tilraun fyrirtækisins til að leiða saman matarmenningu þjóðanna, en Dolce & Gabbana er ítalskt að upplagi.Auglýsingin fór öfugt ofan í Kínverja sem fannst tískurisinn draga upp heldur einfalda staðalmynd af matarvenjum - og í raun menningu - kínversku þjóðarinnar. Ekki bætti heldur úr skák að maðurinn sem las inn á auglýsinguna þótti dónalegur, allt að því karlrembulegur þegar hann veitti fyrirsætunni ráðleggingar. Til að bæta gráu ofan á svart var annar stofnanda fyrirtækisins, fatahönnuðurinn Stefano Gabbana, sakaður um að tala niður til Kínverja. Skjáskot af því sem virtist vera einkasamtal Gabbana við ónefndan viðtakanda á Instagram fór á mikið flug á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo.Skjáskot af hinu meinta skítasamtali hafa fengið mikla dreifingu í Kína.Í samtalinu mátti sjá Gabbana líkja kínversku þjóðinni við illa lyktandi og heimska mafíu, áður en hann bætti svo um betur og notaði kúkatáknið alræmda til að lýsa ríkinu. Fyrirtækið segir að tölvuþrjótar hafi brotist inn á Instagram-reikning Gabbana, samtalið sé ekki til marks um raunverulegar skoðanir hönnuðarins á Kína. Mikil reiði braust út á Weibo sem leiddi meðal annars til þess að Dolce & Gabbana neyddist til að hætta við fyrirhugaða tískusýningu í Sjanghæ, auk þess sem þarlendar vefverslanir eru hættar að bjóða upp á vörur ítalska framleiðandans. Vendingarnar eru mikið reiðarslag fyrir Dolce & Gabbana því kínverskir neytendur kaupa um þriðjung allra hágæðatískuvara sem seldar eru í heiminum á ári hverju. Þar að auki segir í úttekt Reuters að Kínverjar séu í auknum mæli farnir að stunda fataverslun sína í heimabyggð, þ.e. síhækkandi hlutfall lúxus- og tískuvarakaupa þeirra fara fram á kínverskri grundu. Til þess að bjarga því sem bjargað verður ákváðu fyrrnefndur Stefano Gabbana og hinn stofnandi fyrirtækisins, Domenico Dolce, að senda frá sér afsökunarbeiðni til kínversku þjóðarinnar. Í 85 sekúndna löngu myndbandi segist þeir hafa skoðað sín mál vel og vandlega. Þeir séu gríðarlegar miður sín yfir því hvernig málin þróuðust. „Í ljósi þessa menningarlega misskilnings, þá vonum við að við getum öðlast fyrirgefningu ykkar,“ segir Dolce á ítölsku. Gabbana biðst einnig afsökunar. Myndbandinu lýkur svo með því að þeir félagar biðjast afsökunar á mandarín-kínversku. Afsökunarbeiðni þeirra má sjá hér að neðan.Dolce&Gabbana apologizes. pic.twitter.com/eVLoHylnq6— Dolce & Gabbana (@dolcegabbana) November 23, 2018 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Kínverskar netverslanir hafa hætt sölu á vörum Dolce & Gabbana. Tískurisinn hleypti illu blóði í Kínverja með auglýsingaherferð sinni, sem kínverskum neytendum og ráðamönnum þótti lítillækkandi. Stofnefndur fyrirtækisins sendu frá sér myndbandsyfirlýsingu í morgun til kínversku þjóðarinnar í von um að slökkva eldana sem skíðloga í einu stærsta markaðssvæði heims. Í umræddri auglýsingu mátti sjá fyrirsætu basla við það að borða margvíslegan ítalskan mat með prjónum. Má þar nefna pizzu og pasta en ætla má að auglýsingin hafi verið tilraun fyrirtækisins til að leiða saman matarmenningu þjóðanna, en Dolce & Gabbana er ítalskt að upplagi.Auglýsingin fór öfugt ofan í Kínverja sem fannst tískurisinn draga upp heldur einfalda staðalmynd af matarvenjum - og í raun menningu - kínversku þjóðarinnar. Ekki bætti heldur úr skák að maðurinn sem las inn á auglýsinguna þótti dónalegur, allt að því karlrembulegur þegar hann veitti fyrirsætunni ráðleggingar. Til að bæta gráu ofan á svart var annar stofnanda fyrirtækisins, fatahönnuðurinn Stefano Gabbana, sakaður um að tala niður til Kínverja. Skjáskot af því sem virtist vera einkasamtal Gabbana við ónefndan viðtakanda á Instagram fór á mikið flug á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo.Skjáskot af hinu meinta skítasamtali hafa fengið mikla dreifingu í Kína.Í samtalinu mátti sjá Gabbana líkja kínversku þjóðinni við illa lyktandi og heimska mafíu, áður en hann bætti svo um betur og notaði kúkatáknið alræmda til að lýsa ríkinu. Fyrirtækið segir að tölvuþrjótar hafi brotist inn á Instagram-reikning Gabbana, samtalið sé ekki til marks um raunverulegar skoðanir hönnuðarins á Kína. Mikil reiði braust út á Weibo sem leiddi meðal annars til þess að Dolce & Gabbana neyddist til að hætta við fyrirhugaða tískusýningu í Sjanghæ, auk þess sem þarlendar vefverslanir eru hættar að bjóða upp á vörur ítalska framleiðandans. Vendingarnar eru mikið reiðarslag fyrir Dolce & Gabbana því kínverskir neytendur kaupa um þriðjung allra hágæðatískuvara sem seldar eru í heiminum á ári hverju. Þar að auki segir í úttekt Reuters að Kínverjar séu í auknum mæli farnir að stunda fataverslun sína í heimabyggð, þ.e. síhækkandi hlutfall lúxus- og tískuvarakaupa þeirra fara fram á kínverskri grundu. Til þess að bjarga því sem bjargað verður ákváðu fyrrnefndur Stefano Gabbana og hinn stofnandi fyrirtækisins, Domenico Dolce, að senda frá sér afsökunarbeiðni til kínversku þjóðarinnar. Í 85 sekúndna löngu myndbandi segist þeir hafa skoðað sín mál vel og vandlega. Þeir séu gríðarlegar miður sín yfir því hvernig málin þróuðust. „Í ljósi þessa menningarlega misskilnings, þá vonum við að við getum öðlast fyrirgefningu ykkar,“ segir Dolce á ítölsku. Gabbana biðst einnig afsökunar. Myndbandinu lýkur svo með því að þeir félagar biðjast afsökunar á mandarín-kínversku. Afsökunarbeiðni þeirra má sjá hér að neðan.Dolce&Gabbana apologizes. pic.twitter.com/eVLoHylnq6— Dolce & Gabbana (@dolcegabbana) November 23, 2018
Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira