Jólakötturinn kostaði 4,4 milljónir en verður ódýrari á næsta ári Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 13:01 Jólakötturinn skein skært á Lækjartorgi í morgun. Vísir/vilhelm Jólakötturinn sem settur var upp við Lækjartorg í miðborg Reykjavíkur um helgina kostaði Reykjavíkurborg samtals um 4,4 milljónir króna. Þá má gera ráð fyrir því að kötturinn verði ódýrari næstu jól. Þetta kemur fram í svari borgarinnar við fyrirspurn Vísis. Jólakötturinn er um fimm metrar á hæð og sex metrar á breidd og hefur vakið mikla athygli eftir að ljós á honum voru tendruð við hátíðlega athöfn í miðbænum á laugardag. Hönnun jólakattarins er samstarf Reykjavíkurborgar, mk-illumination í Austurríki og fyrirtækisins Garðlistar. Í skriflegu svari Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn Vísis kemur fram að borgin leigi köttinn af Garðlist til tveggja ára. Ársleiga á kettinum nemur 3.475.000 krónum á ári og við hann bætist uppsetningarkostnaður, sem í ár nam um einni milljón króna.Ódýrari næstu jól Gert er ráð fyrir að kostnaður við köttinn verði öllu minni á næsta ári þar sem uppsetningarkostnaður skrifaðist að mestu á efniskaup, þ.e. plötu og festingar sem verða notaðar aftur. Þá kemur jafnframt fram í svarinu að fjöldi fólks hafi verið viðstaddur tendrun á jólakettinum um helgina, auk þess sem margir hafi stillt sér upp og látið mynda sig með honum. Jólakötturinn hafi jafnframt tengingu við íslenskar jólahefðir og sagnahefðina og þá mun hann gegna hlutverk í nýjum jólavættaleik borgarinnar sem settur verður af stað í aðdraganda hátíðanna. „Tilgangurinn er að sjálfsögðu að færa borgina í hátíðarbúning og hvetja fólk til þess að koma í miðborgina til að njóta alls sem þar býðst en Miðborgin er sameign allra Reykvíkinga og reyndar allra landsmanna. Því leggur Reykjavíkurborg mikið upp úr því að hafa miðborgina jólalega þannig að fólk geti komið, hitt annað fólk og upplifað hátíðlegan anda jólanna.“Hér að neðan má sjá innslag um jólaköttinn á Lækjartorgi sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.Klippa: Jólakötturinn tendraður Borgarstjórn Jól Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Jólakötturinn sem settur var upp við Lækjartorg í miðborg Reykjavíkur um helgina kostaði Reykjavíkurborg samtals um 4,4 milljónir króna. Þá má gera ráð fyrir því að kötturinn verði ódýrari næstu jól. Þetta kemur fram í svari borgarinnar við fyrirspurn Vísis. Jólakötturinn er um fimm metrar á hæð og sex metrar á breidd og hefur vakið mikla athygli eftir að ljós á honum voru tendruð við hátíðlega athöfn í miðbænum á laugardag. Hönnun jólakattarins er samstarf Reykjavíkurborgar, mk-illumination í Austurríki og fyrirtækisins Garðlistar. Í skriflegu svari Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn Vísis kemur fram að borgin leigi köttinn af Garðlist til tveggja ára. Ársleiga á kettinum nemur 3.475.000 krónum á ári og við hann bætist uppsetningarkostnaður, sem í ár nam um einni milljón króna.Ódýrari næstu jól Gert er ráð fyrir að kostnaður við köttinn verði öllu minni á næsta ári þar sem uppsetningarkostnaður skrifaðist að mestu á efniskaup, þ.e. plötu og festingar sem verða notaðar aftur. Þá kemur jafnframt fram í svarinu að fjöldi fólks hafi verið viðstaddur tendrun á jólakettinum um helgina, auk þess sem margir hafi stillt sér upp og látið mynda sig með honum. Jólakötturinn hafi jafnframt tengingu við íslenskar jólahefðir og sagnahefðina og þá mun hann gegna hlutverk í nýjum jólavættaleik borgarinnar sem settur verður af stað í aðdraganda hátíðanna. „Tilgangurinn er að sjálfsögðu að færa borgina í hátíðarbúning og hvetja fólk til þess að koma í miðborgina til að njóta alls sem þar býðst en Miðborgin er sameign allra Reykvíkinga og reyndar allra landsmanna. Því leggur Reykjavíkurborg mikið upp úr því að hafa miðborgina jólalega þannig að fólk geti komið, hitt annað fólk og upplifað hátíðlegan anda jólanna.“Hér að neðan má sjá innslag um jólaköttinn á Lækjartorgi sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.Klippa: Jólakötturinn tendraður
Borgarstjórn Jól Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira