Kauphöll í Kísildal mætir mótspyrnu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Marc Andreessen fjárfestir. NordicPhotos/Getty Stjórnarmaður í verðbréfaeftirliti Bandaríkjanna hefur sett sig upp á móti hugmyndum um að í Kísildalnum verði komið á fót óhefðbundinni kauphöll fyrir nýsköpunarfyrirtæki, herma heimildir The Wall Street Journal. Hugmyndin að baki kauphöllinni The Long-Term Stock Exchange er að því lengur sem hluthafi hafi átt í fyrirtæki því meira vægi hafi hann á hluthafafundi. Þeir sem standa að fyrirtækinu, sem meðal annars eru Marc Andreessen fjárfestir og Reid Hoffmann, stofnandi LinkedIn, hafa sagt að með þessu móti geti fyrirtækin lagt aukna áherslu á að móta stefnuna til framtíðar og það dragi úr þrýstingi frá fjárfestum sem horfi til skemmri tíma og hvetji fleiri sprotafyrirtæki til að safna fé á hlutabréfamörkuðum. Robert Jackson Jr., stjórnarmaður í Verðbréfaeftirlitinu, er sagður óttast að það muni tryggja stofnendum og fjárfestum sem leggja til fé snemma á æviskeiði fyrirtækis mikil völd á kostnað annarra hluthafa. Verðbréfaeftirlitið þarf að samþykkja stórtækar breytingar á starfsemi kauphalla og geta stjórnarmenn hægt á umsóknarferlinu með því að kalla eftir því að stjórnin kjósi um málið. Jackson tók fram fyrir hendurnar á starfsfólki eftirlitsins þegar það hugðist samþykkja umsókn kauphallarinnar. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórnarmaður í verðbréfaeftirliti Bandaríkjanna hefur sett sig upp á móti hugmyndum um að í Kísildalnum verði komið á fót óhefðbundinni kauphöll fyrir nýsköpunarfyrirtæki, herma heimildir The Wall Street Journal. Hugmyndin að baki kauphöllinni The Long-Term Stock Exchange er að því lengur sem hluthafi hafi átt í fyrirtæki því meira vægi hafi hann á hluthafafundi. Þeir sem standa að fyrirtækinu, sem meðal annars eru Marc Andreessen fjárfestir og Reid Hoffmann, stofnandi LinkedIn, hafa sagt að með þessu móti geti fyrirtækin lagt aukna áherslu á að móta stefnuna til framtíðar og það dragi úr þrýstingi frá fjárfestum sem horfi til skemmri tíma og hvetji fleiri sprotafyrirtæki til að safna fé á hlutabréfamörkuðum. Robert Jackson Jr., stjórnarmaður í Verðbréfaeftirlitinu, er sagður óttast að það muni tryggja stofnendum og fjárfestum sem leggja til fé snemma á æviskeiði fyrirtækis mikil völd á kostnað annarra hluthafa. Verðbréfaeftirlitið þarf að samþykkja stórtækar breytingar á starfsemi kauphalla og geta stjórnarmenn hægt á umsóknarferlinu með því að kalla eftir því að stjórnin kjósi um málið. Jackson tók fram fyrir hendurnar á starfsfólki eftirlitsins þegar það hugðist samþykkja umsókn kauphallarinnar.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira