Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar er með fjögurra högga forystu eftir þrjá hringi á Mayakoba golfmótinu en mótið er hluti af PGA mótaröðinni í golfi.
Mótið er haldið í Mexíkó en Kuchar er búinn að leika feiknarvel á mótinu.
Kuchar byrjaði á að leika fyrstu tvo hringina báða á 64 höggum eða sjö undir pari vallarins, og hann spilaði þriðja hringinn á 65 höggum eða á sex höggum undir pari. Hann er því samtals á tuttugu höggum undir pari.
Whee Kim frá Suður-Kóreu er í öðru sæti, fjórum höggum á eftir Kuchar.
Fari svo að Kuchar vinni mótið verður þetta hans áttundi sigur á PGA mótaröðinni.

