Segja Boeing hafa þagað um gallann Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. nóvember 2018 11:49 Icelandair tók í notkun Boeing 737 Max 8-vélar fyrr á þessu ári. VÍSIR/JÓHANN K. Flugvélaframleiðandi Boeing er sagður hafa setið á upplýsingum um gallann sem talinn er hafa valdið því að 737 Max-vél Lion Air fórst í lok síðasta mánaðar. Þetta er haft eftir flugöryggisérfræðingum sem rannsaka hrap vélarinnar, starfsmönnum flugumferðarstjórnar Bandaríkjanna og flugmönnum á vef Wall Street Journal. Boeing 737 Max 8 og Max 9-vélarnar eru búnar nemum sem greina hvort flugmenn slysist til að hækka flugið óeðlilega hratt. Vélin grípur þá sjálf inn í og lækkar flugið en fyrrnefndur galli leiðir til þess að það sé gert með slíku offorsi að flugmennirnir eiga í mestu vandræðum með að rétta vélina af aftur.Sjá einnig: Skýrt í handbókum hvernig bregðast skuli við bili mælar Fram kom í leiðbeiningum sem Boeing sendi notendum Max-vélanna, til að mynda Icelandair eins og Vísir greindi frá í liðinni viku, að hin sjálfvirka lækkun geti því orsakað snarpa dýfu og jafnvel brotlendingu - meira að segja þegar flugmennirnir fara sjálfir með stjórn vélarinnar og búast ekki við því að sjálfstýring hennar grípi í taumana. Þessi viðvörun er sögð hafa komið flatt upp á marga flugmenn sem flogið hafa nýjustu Max-vélunum. Flugöryggissérfræðingarnir sem rannsaka hrap fyrrnefndrar Lion Air-vélar segja að Boeing hafi þannig ekki tjáð flugfélögum, flugumferðarstjórnum eða flugfélögum að þessum eiginleika hafi verið bætt í Max-vélarnar. Því hafi fáir verið í stakk búnir til að takast á við hina mögulegu hættu sem af þessari sjálfvirku íhlutun gæti skapast.Rannsakendur greina brot úr vél Lion Air, sem fórst með 189 manns innanborðs.Getty/Bay IsmoyoÁ vef Wall Street Journal er Boeing sagt hafa drepið á því í kynningarefni sínu fyrir nýju vélarnar að flugmenn, sem flogið hefðu eldri útgáfum vélanna, þyrftu ekki að setjast aftur á skólabekk til að mega fljúga Max 8 og 9. Haft er eftir einum háttsettum starfsmanni Boeing að ákveðið hafi verið að sitja á ýmsum tæknilegum - og að þeirra mati óþarfa - smáatriðum um nýju vélarnar, því fyrirtækið óttaðist að of mikið af upplýsingum myndu aðeins rugla hinn venjulega flugmann í ríminu. Í fyrri útgáfum 737-vélanna er þó einnig að finna búnað sem grípur inn í þegar flugið hækkar of mikið. Ólíkt nýju Max 8 og 9 lækka hins vegar eldri vélarnar ekki flugið þegar slökkt er á öðrum eiginleikum sjálfstýringarinnar. Í handbókum með eldri vélunum má að sama skapi finna leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast við mögulegum vandamálum sem upp geta komið vegna þessarar íhlutunar og var flugmönnum gert að leggja þær á minnið. Kröfur um slíkan páfagaukalærdóm eru þó sagðar hvergi sjáanlegar í handbókum Max 8-vélanna. Viðmælendur Wall Street Journal, eins og forseti flugmannasamtaka Southwest Airlines, eru æfir og segja óboðlegt að Boeing hafi gert lítið úr þessari viðbót nýju vélanna. Nú skipti öllu máli að sjá til þess að flugvélaframleiðandinn sitji ekki á fleiri, mikilvægum upplýsingum. Í samtali við fréttastofu fyrir helgi sagði þjálfunarstjóri Icelandair að það væri þó óþarfi að óttast. Skýrar verklagsreglur séu til um vinnuferla komi bilun upp í búnaðinum sem um ræðir. Væri um alvarlega bilun að ræða væru flugmálayfirvöld þar að auki búin að kyrrsetja vélarnar um allan heim, en alls eru rúmlega 200 Boeing 737 Max 8 og 9-vélar í notkun. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Skýrt í handbókum hvernig bregðast skuli við bili mælar Ef um alvarlega bilun væri að ræða væri búið að kyrrsetja vélarnar um allan heim. 7. nóvember 2018 20:45 Hafa fundið annan flugrita flugvélarinnar Um er að ræða flugritann sem heldur utan um gögn eins og hæð, hraða og stefnu flugvélarinnar og á eftir að finna flugritann sem tekur upp samtöl áhafnarinnar. 1. nóvember 2018 08:03 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Flugvélaframleiðandi Boeing er sagður hafa setið á upplýsingum um gallann sem talinn er hafa valdið því að 737 Max-vél Lion Air fórst í lok síðasta mánaðar. Þetta er haft eftir flugöryggisérfræðingum sem rannsaka hrap vélarinnar, starfsmönnum flugumferðarstjórnar Bandaríkjanna og flugmönnum á vef Wall Street Journal. Boeing 737 Max 8 og Max 9-vélarnar eru búnar nemum sem greina hvort flugmenn slysist til að hækka flugið óeðlilega hratt. Vélin grípur þá sjálf inn í og lækkar flugið en fyrrnefndur galli leiðir til þess að það sé gert með slíku offorsi að flugmennirnir eiga í mestu vandræðum með að rétta vélina af aftur.Sjá einnig: Skýrt í handbókum hvernig bregðast skuli við bili mælar Fram kom í leiðbeiningum sem Boeing sendi notendum Max-vélanna, til að mynda Icelandair eins og Vísir greindi frá í liðinni viku, að hin sjálfvirka lækkun geti því orsakað snarpa dýfu og jafnvel brotlendingu - meira að segja þegar flugmennirnir fara sjálfir með stjórn vélarinnar og búast ekki við því að sjálfstýring hennar grípi í taumana. Þessi viðvörun er sögð hafa komið flatt upp á marga flugmenn sem flogið hafa nýjustu Max-vélunum. Flugöryggissérfræðingarnir sem rannsaka hrap fyrrnefndrar Lion Air-vélar segja að Boeing hafi þannig ekki tjáð flugfélögum, flugumferðarstjórnum eða flugfélögum að þessum eiginleika hafi verið bætt í Max-vélarnar. Því hafi fáir verið í stakk búnir til að takast á við hina mögulegu hættu sem af þessari sjálfvirku íhlutun gæti skapast.Rannsakendur greina brot úr vél Lion Air, sem fórst með 189 manns innanborðs.Getty/Bay IsmoyoÁ vef Wall Street Journal er Boeing sagt hafa drepið á því í kynningarefni sínu fyrir nýju vélarnar að flugmenn, sem flogið hefðu eldri útgáfum vélanna, þyrftu ekki að setjast aftur á skólabekk til að mega fljúga Max 8 og 9. Haft er eftir einum háttsettum starfsmanni Boeing að ákveðið hafi verið að sitja á ýmsum tæknilegum - og að þeirra mati óþarfa - smáatriðum um nýju vélarnar, því fyrirtækið óttaðist að of mikið af upplýsingum myndu aðeins rugla hinn venjulega flugmann í ríminu. Í fyrri útgáfum 737-vélanna er þó einnig að finna búnað sem grípur inn í þegar flugið hækkar of mikið. Ólíkt nýju Max 8 og 9 lækka hins vegar eldri vélarnar ekki flugið þegar slökkt er á öðrum eiginleikum sjálfstýringarinnar. Í handbókum með eldri vélunum má að sama skapi finna leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast við mögulegum vandamálum sem upp geta komið vegna þessarar íhlutunar og var flugmönnum gert að leggja þær á minnið. Kröfur um slíkan páfagaukalærdóm eru þó sagðar hvergi sjáanlegar í handbókum Max 8-vélanna. Viðmælendur Wall Street Journal, eins og forseti flugmannasamtaka Southwest Airlines, eru æfir og segja óboðlegt að Boeing hafi gert lítið úr þessari viðbót nýju vélanna. Nú skipti öllu máli að sjá til þess að flugvélaframleiðandinn sitji ekki á fleiri, mikilvægum upplýsingum. Í samtali við fréttastofu fyrir helgi sagði þjálfunarstjóri Icelandair að það væri þó óþarfi að óttast. Skýrar verklagsreglur séu til um vinnuferla komi bilun upp í búnaðinum sem um ræðir. Væri um alvarlega bilun að ræða væru flugmálayfirvöld þar að auki búin að kyrrsetja vélarnar um allan heim, en alls eru rúmlega 200 Boeing 737 Max 8 og 9-vélar í notkun.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Skýrt í handbókum hvernig bregðast skuli við bili mælar Ef um alvarlega bilun væri að ræða væri búið að kyrrsetja vélarnar um allan heim. 7. nóvember 2018 20:45 Hafa fundið annan flugrita flugvélarinnar Um er að ræða flugritann sem heldur utan um gögn eins og hæð, hraða og stefnu flugvélarinnar og á eftir að finna flugritann sem tekur upp samtöl áhafnarinnar. 1. nóvember 2018 08:03 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Skýrt í handbókum hvernig bregðast skuli við bili mælar Ef um alvarlega bilun væri að ræða væri búið að kyrrsetja vélarnar um allan heim. 7. nóvember 2018 20:45
Hafa fundið annan flugrita flugvélarinnar Um er að ræða flugritann sem heldur utan um gögn eins og hæð, hraða og stefnu flugvélarinnar og á eftir að finna flugritann sem tekur upp samtöl áhafnarinnar. 1. nóvember 2018 08:03