Enski boltinn

Leikmaður Arsenal valinn nýliði mánaðarins í þýsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Reiss Nelson fagnar með stuðningsmanni Hoffenheim.
Reiss Nelson fagnar með stuðningsmanni Hoffenheim. Vísir/Getty
Reiss Nelson var valinn besti nýliðinn í þýsku bundesligunni í fótbolta fyrir októbermánuð en hann hefur slegið í gegn hjá 1899 Hoffenheim.

Það vita kannski ekki allir að þessi átján ára framherji er í eigu enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal en hann eyddi tíu árum í unglingaliðum Arsenal.

Arsenal lánaði Reiss Nelson til Hoffenheim í lok ágúst en rétt áður skrifaði hann undir nýjan langan samning við Arsenal. Samingur hans við Arsenal er til loka júnímánaðar 2022.





Það tók Reiss Nelson aðeins fjórtán mínútur að skora í sínum fyrsta leik fyrir Hoffenheim og hann hefur nú skorað 6 mörk í fyrstu 7 deildarleikjum sínum.

Reiss Nelson skoraði sigurmarkið á móti Alfreð Finnbogasyni og félögum í Augsburg um helgina en Nelson er með fjögur mörk í síðustu fjórum leikjum og Hoffenheim hefur unnið þá alla.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×