Þurfa ekkert að óttast í búðarrápinu í einu öruggasta hverfi Brussel Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 13. nóvember 2018 17:30 Kári Árnason og félagar eru í öruggum höndum. Vísir/Getty Strákarnir okkar hafa það huggulegt á stórglæsilegu fjögurra stjörnu hóteli í Brussel þar sem þeir hvíla lúin bein á milli æfinga fram að leiknum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á fimmtudagskvöldið. Hótelið er hverfi þeirra tekjuhærri í Brussel og hefur yfirmaður lögreglunnar í hverfinu því litlar áhyggjur af einhverjum uppákomum ef íslensku strákarnir fara á búðarráp í hverfinu en margar glæsilegar verslanir eru í kringum hótelið. Víðir Reynisson, öryggisstjóri íslenska landsliðsins, fundaði með yfirmanni lögreglunnar í hverfinu þar sem strákarnir gista en sá hinn sami benti á að þarna væru nánast engir glæpir. Glæpamenn Brussel halda sig í öðrum hverfum. Víðir tjáði Vísi að í heildina væru Belgarnar með allt á hreinu í öryggismálum en væru annars nokkuð rólegir yfir öllu. Stressið var meira í Frakklandi í síðasta mánuði þar sem íslenska liðið fór ekkert nema í lögreglufylgd. Strákarnir okkar komu heim á hótel af æfingu rétt fyrir klukkan tvö að staðartíma í dag og fengu þá hádegismat en að honum loknum nýttu þeir frítímann til að rölta aðeins um höfuðborg Brussel, svona rétt til að komast út af hótelinu. Íslenska liðið mætir því belgíska á fimmtudagskvöldið í lokaleik okkar manna í Þjóðadeildinni en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst upphitun klukkan 19.00. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Meiðslalistinn lengist enn Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á langan meiðslalista íslenska landsliðsins. Átta verða fjarverandi vegna meiðsla í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Íslenski hópurinn er reynsluminni en oft áður. 13. nóvember 2018 08:00 Alfreð: Tækifæri til að sýna hvort menn séu klárir Alfreð Finnbogason skorar eins og enginn sé morgundagurinn í þýsku Bundesligunni í fótbolta, hann er með sjö mörk í sex leikjum á tímabilinu. 13. nóvember 2018 16:30 Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45 Íslendingar hittast í miðborg Brussel fyrir leik Um 400 Íslendingar verða í stúkunni á móti Belgíu. 13. nóvember 2018 15:30 Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. 13. nóvember 2018 14:28 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Sjá meira
Strákarnir okkar hafa það huggulegt á stórglæsilegu fjögurra stjörnu hóteli í Brussel þar sem þeir hvíla lúin bein á milli æfinga fram að leiknum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á fimmtudagskvöldið. Hótelið er hverfi þeirra tekjuhærri í Brussel og hefur yfirmaður lögreglunnar í hverfinu því litlar áhyggjur af einhverjum uppákomum ef íslensku strákarnir fara á búðarráp í hverfinu en margar glæsilegar verslanir eru í kringum hótelið. Víðir Reynisson, öryggisstjóri íslenska landsliðsins, fundaði með yfirmanni lögreglunnar í hverfinu þar sem strákarnir gista en sá hinn sami benti á að þarna væru nánast engir glæpir. Glæpamenn Brussel halda sig í öðrum hverfum. Víðir tjáði Vísi að í heildina væru Belgarnar með allt á hreinu í öryggismálum en væru annars nokkuð rólegir yfir öllu. Stressið var meira í Frakklandi í síðasta mánuði þar sem íslenska liðið fór ekkert nema í lögreglufylgd. Strákarnir okkar komu heim á hótel af æfingu rétt fyrir klukkan tvö að staðartíma í dag og fengu þá hádegismat en að honum loknum nýttu þeir frítímann til að rölta aðeins um höfuðborg Brussel, svona rétt til að komast út af hótelinu. Íslenska liðið mætir því belgíska á fimmtudagskvöldið í lokaleik okkar manna í Þjóðadeildinni en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst upphitun klukkan 19.00.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Meiðslalistinn lengist enn Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á langan meiðslalista íslenska landsliðsins. Átta verða fjarverandi vegna meiðsla í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Íslenski hópurinn er reynsluminni en oft áður. 13. nóvember 2018 08:00 Alfreð: Tækifæri til að sýna hvort menn séu klárir Alfreð Finnbogason skorar eins og enginn sé morgundagurinn í þýsku Bundesligunni í fótbolta, hann er með sjö mörk í sex leikjum á tímabilinu. 13. nóvember 2018 16:30 Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45 Íslendingar hittast í miðborg Brussel fyrir leik Um 400 Íslendingar verða í stúkunni á móti Belgíu. 13. nóvember 2018 15:30 Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. 13. nóvember 2018 14:28 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Sjá meira
Meiðslalistinn lengist enn Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á langan meiðslalista íslenska landsliðsins. Átta verða fjarverandi vegna meiðsla í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Íslenski hópurinn er reynsluminni en oft áður. 13. nóvember 2018 08:00
Alfreð: Tækifæri til að sýna hvort menn séu klárir Alfreð Finnbogason skorar eins og enginn sé morgundagurinn í þýsku Bundesligunni í fótbolta, hann er með sjö mörk í sex leikjum á tímabilinu. 13. nóvember 2018 16:30
Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45
Íslendingar hittast í miðborg Brussel fyrir leik Um 400 Íslendingar verða í stúkunni á móti Belgíu. 13. nóvember 2018 15:30
Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. 13. nóvember 2018 14:28