Merkel tekur undir ákall Macron eftir evrópskum her Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2018 17:00 Angela Merkel á fundi Evrópuþingsins í dag. AP/Jean-Francois Badias Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tók í dag undir ákall Emmanuel Macron, forseta Frakklands, eftir sameinuðum herafla Evrópusambandsins. Þetta sagði kanslari á fundi Evrópuþingsins í dag. Hún sagði að sameinaður evrópskur her myndi tryggja sameinaða Evrópu í sessi. Slíkur her myndi vera tákn út á við um að ríki Evrópu myndu aldrei aftur heyja stríð sín á milli. Hún sagði að her ESB ætti að starfa innan Atlantshafsbandalagsins og ætti ekki að grafa undan því. Í ræðu sinni fordæmdi Merkel þjóðernishyggju og popúlisma. Hún sagði gildi Evrópu eiga undir högg að sækja. „Við þurfum að taka örlögin í eigin hendur,“ sagði hún. Hún lagði einnig til að Evrópusambandið stofnaði eigin öryggisráð til að samræma varnarmál Evrópu. Forsæti ráðsins myndi færast á milli aðildarríkja. Macron stakk upp á stofnun ESB-hers í síðustu viku og rangtúlkuðu nokkrir miðlar orð forsetans á þann veg að slíkum her yrði ætlað að vernda Evrópu gegn Rússum, Kína og Bandaríkjunum. Það sagði Macron þó ekki. Hann var í útvarpsviðtali og sagði að Evrópa þyrfti að verjast tölvuárásum og njósnum frá Rússum, Kína og „jafnvel Bandaríkjunum“. Hins vegar sagði hann ekki að ESB-her ætti að verja Evrópu gagnvart Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reiddist við þessi ummæli og gagnrýndi hann ummæli Macron. Hann gerði það aftur í dag þar sem hann benti á að Frakkar hefðu barist við Þjóðverja í báðum heimsstyrjöldum síðustu aldar. „Þeir voru að byrja að læra Þýsku í París áður en Bandaríkin komu að málum. Borgið fyrir NATO eða ekki!“ skrifaði forsetinn og vísaði hann þar til undarlegrar þráhyggju sinnar gagnvart því að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins skuldi Bandaríkjunum háar fjárhæðir. Trump hefur lengi kvartað yfir því að aðildarríki NATO greiði ekki nóg fyrir aðilda að samkomulaginu. Stofnsáttmáli NATO segir til um að aðildarríki þurfi að verja tiltekinni upphæð af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Það hafa flest ríki NATO ekki gert um árabil. Þeim er þó ekki ætlað að greiða þær upphæðir til Bandaríkjanna á nokkurn hátt.Ræðu Merkel má sjá hér að neðan.German chancellor Angela Merkel addresses European Parliament in Strasbourg in debate on the future of Europe: https://t.co/H0Jk5terQc— DW News (@dwnews) November 13, 2018 Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00 Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 Trump hótar bandalagsþjóðum eftir Evrópureisuna Frakklandsforseti virtist hafna stjórnmálasýn Trump forseta þegar þjóðarleiðtogar minntust lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar um helgina. 12. nóvember 2018 16:18 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tók í dag undir ákall Emmanuel Macron, forseta Frakklands, eftir sameinuðum herafla Evrópusambandsins. Þetta sagði kanslari á fundi Evrópuþingsins í dag. Hún sagði að sameinaður evrópskur her myndi tryggja sameinaða Evrópu í sessi. Slíkur her myndi vera tákn út á við um að ríki Evrópu myndu aldrei aftur heyja stríð sín á milli. Hún sagði að her ESB ætti að starfa innan Atlantshafsbandalagsins og ætti ekki að grafa undan því. Í ræðu sinni fordæmdi Merkel þjóðernishyggju og popúlisma. Hún sagði gildi Evrópu eiga undir högg að sækja. „Við þurfum að taka örlögin í eigin hendur,“ sagði hún. Hún lagði einnig til að Evrópusambandið stofnaði eigin öryggisráð til að samræma varnarmál Evrópu. Forsæti ráðsins myndi færast á milli aðildarríkja. Macron stakk upp á stofnun ESB-hers í síðustu viku og rangtúlkuðu nokkrir miðlar orð forsetans á þann veg að slíkum her yrði ætlað að vernda Evrópu gegn Rússum, Kína og Bandaríkjunum. Það sagði Macron þó ekki. Hann var í útvarpsviðtali og sagði að Evrópa þyrfti að verjast tölvuárásum og njósnum frá Rússum, Kína og „jafnvel Bandaríkjunum“. Hins vegar sagði hann ekki að ESB-her ætti að verja Evrópu gagnvart Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reiddist við þessi ummæli og gagnrýndi hann ummæli Macron. Hann gerði það aftur í dag þar sem hann benti á að Frakkar hefðu barist við Þjóðverja í báðum heimsstyrjöldum síðustu aldar. „Þeir voru að byrja að læra Þýsku í París áður en Bandaríkin komu að málum. Borgið fyrir NATO eða ekki!“ skrifaði forsetinn og vísaði hann þar til undarlegrar þráhyggju sinnar gagnvart því að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins skuldi Bandaríkjunum háar fjárhæðir. Trump hefur lengi kvartað yfir því að aðildarríki NATO greiði ekki nóg fyrir aðilda að samkomulaginu. Stofnsáttmáli NATO segir til um að aðildarríki þurfi að verja tiltekinni upphæð af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Það hafa flest ríki NATO ekki gert um árabil. Þeim er þó ekki ætlað að greiða þær upphæðir til Bandaríkjanna á nokkurn hátt.Ræðu Merkel má sjá hér að neðan.German chancellor Angela Merkel addresses European Parliament in Strasbourg in debate on the future of Europe: https://t.co/H0Jk5terQc— DW News (@dwnews) November 13, 2018
Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00 Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 Trump hótar bandalagsþjóðum eftir Evrópureisuna Frakklandsforseti virtist hafna stjórnmálasýn Trump forseta þegar þjóðarleiðtogar minntust lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar um helgina. 12. nóvember 2018 16:18 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sjá meira
Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00
Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00
Trump hótar bandalagsþjóðum eftir Evrópureisuna Frakklandsforseti virtist hafna stjórnmálasýn Trump forseta þegar þjóðarleiðtogar minntust lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar um helgina. 12. nóvember 2018 16:18