Verktakinn vill byrja strax að breikka Suðurlandsveg Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2018 21:00 Fyrsti áfanginn, 2,5 kílómetrar milli Varmár og Gljúfurholtsár, á að vera tilbúinn næsta haust. Mynd/Vegagerðin. Íslenskir aðalverktakar vilja hefja breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss strax í næsta mánuði en þeir buðu lægst í fyrsta áfanga verksins, 1.360 milljónir króna. Athygli vekur að öll tilboð voru yfir kostnaðaráætlun. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Fyrsti áfanginn er tveggja og hálfs kílómetra kafli í Ölfusi, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt hliðarvegum, sem tengjast nýjum vegamótum, annars vegar að Ölfusborgum og hins vegar niður að Völlum. Verkinu skal að fullu lokið 15. september 2019. Þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár en tilboð voru opnuð í höfuðstöðvum hennar í Reykjavík í dag. Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu en aðeins bárust fjögur tilboð og öll innlend.Tilboð Íslenskra aðalverktaka var 200 milljónum króna lægra en næstlægsta boð, sem var frá Ístaki.Grafík/Guðmundur Björnsson.Lægsta boð áttu Íslenskir aðalverktakar, upp á 1.361 milljón króna, en það var 9%, eða 111 milljónum króna, yfir 1.250 milljóna króna kostnaðaráætlun. Tilboð Ístaks, Suðurverks og Munck á Íslandi reyndust mun hærri, eða 25 til 30 prósentum yfir kostnaðaráætlun. Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar, segir mikinn áfanga að ná að opna tilboð í þetta stóra verk. Það séu ákveðin vonbrigði að tilboð skyldu vera yfir kostnaðaráætlun en það sé kannski skiljanlegt að einhverju leyti. Árni Valur Garðarsson, verkefnisstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum.Stöð 2/Einar Árnason.„Þetta leggst vel í okkur. Við komum til með að byrja af fullum krafti bara strax í desember og vonandi tekst okkur að ljúka fyrsta áfanga 30. mars, ef veður og Guð lofar,“ segir Árni Valur Garðarsson, verkefnisstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum. Þeir hjá ÍAV segjast hafa nægan mannskap. Þeir séu að ljúka tveimur stórum verkum, Vaðlaheiðargöngum og Búrfellsvirkjun. „Við vöðum í þetta strax,“ segir Árni Valur.Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni.Stöð 2/Einar Árnason.Markmið samgönguáætlunar er að ljúka breikkun vegarins milli Kamba og Selfoss árið 2022 en þetta eru alls um tíu kílómetrar. Guðmundur Valur segir Vegagerðina stefna að því að næsti áfangi verði boðinn út næsta sumar og gerir ráð fyrir að fjárveitingar verði þá tryggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hveragerði Tengdar fréttir Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Íslenskir aðalverktakar vilja hefja breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss strax í næsta mánuði en þeir buðu lægst í fyrsta áfanga verksins, 1.360 milljónir króna. Athygli vekur að öll tilboð voru yfir kostnaðaráætlun. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Fyrsti áfanginn er tveggja og hálfs kílómetra kafli í Ölfusi, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt hliðarvegum, sem tengjast nýjum vegamótum, annars vegar að Ölfusborgum og hins vegar niður að Völlum. Verkinu skal að fullu lokið 15. september 2019. Þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár en tilboð voru opnuð í höfuðstöðvum hennar í Reykjavík í dag. Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu en aðeins bárust fjögur tilboð og öll innlend.Tilboð Íslenskra aðalverktaka var 200 milljónum króna lægra en næstlægsta boð, sem var frá Ístaki.Grafík/Guðmundur Björnsson.Lægsta boð áttu Íslenskir aðalverktakar, upp á 1.361 milljón króna, en það var 9%, eða 111 milljónum króna, yfir 1.250 milljóna króna kostnaðaráætlun. Tilboð Ístaks, Suðurverks og Munck á Íslandi reyndust mun hærri, eða 25 til 30 prósentum yfir kostnaðaráætlun. Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar, segir mikinn áfanga að ná að opna tilboð í þetta stóra verk. Það séu ákveðin vonbrigði að tilboð skyldu vera yfir kostnaðaráætlun en það sé kannski skiljanlegt að einhverju leyti. Árni Valur Garðarsson, verkefnisstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum.Stöð 2/Einar Árnason.„Þetta leggst vel í okkur. Við komum til með að byrja af fullum krafti bara strax í desember og vonandi tekst okkur að ljúka fyrsta áfanga 30. mars, ef veður og Guð lofar,“ segir Árni Valur Garðarsson, verkefnisstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum. Þeir hjá ÍAV segjast hafa nægan mannskap. Þeir séu að ljúka tveimur stórum verkum, Vaðlaheiðargöngum og Búrfellsvirkjun. „Við vöðum í þetta strax,“ segir Árni Valur.Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni.Stöð 2/Einar Árnason.Markmið samgönguáætlunar er að ljúka breikkun vegarins milli Kamba og Selfoss árið 2022 en þetta eru alls um tíu kílómetrar. Guðmundur Valur segir Vegagerðina stefna að því að næsti áfangi verði boðinn út næsta sumar og gerir ráð fyrir að fjárveitingar verði þá tryggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hveragerði Tengdar fréttir Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45