Sleppa vélrænum órangútan lausum í London Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 10:45 Kannski verður órangútaninn vélræni líkur þessu kríli. Getty/Robertus Pudyanto Verslunarkeðjan Iceland ætlar að sleppa vélrænum órangútan lausum á götur Bretlands eftir að jólaauglýsing fyrirtækisins var bönnuð. Auglýsingin þótti of pólitísk en hún vakti athygli á umhverfisáhrifum pálmaolíuframleiðslu. Hinn vélræni api þykir einkar raunverulegur í útliti og er honum ætlað að vekja athygli á þeirri hættu sem tegundin stendur frammi fyrir vegna framleiðslu pálmaolíu. Órangútaninn var framleiddur af tæknibrelluteymi sem hefur unnið við sjónvarpsþætti á borð við Doctor Who og Sherlock. Hann mun fyrst sjást í jólatré á Coin Street í suðurhluta London þangað til hann verður færður á aðra staði. Hann mun einnig birtast í verslunum Iceland um allt Bretland í leit að nýju heimili ef svo má að orði komast. Jólaauglýsing Iceland var bönnuð í síðustu viku. Um er að ræða teiknaða stuttmynd sem framleidd var af Greenpeace sem samþykkti að keðjan mætti nota myndina í auglýsingaskyni. Var það niðurstaða eftirlitsstofnunar í Bretlandi að auglýsingin stríði gegn lögum um pólitískar auglýsingar. Bannið vakti mikil og hörð viðbrögð og voru ýmsar stórstjörnur sem dreifðu auglýsingunni í þeirri veiku von að sýningar á henni yrðu leyfðar. Breskir þingmenn hafa einnig vakið athygli á myndinni og þá hefur undirskriftasöfnun á Change.org safnað rúmlega 700 þúsund undirskriftum. This commercial was banned from TV for being too political. I think everyone should see it x pic.twitter.com/ns2XnGSnv6 — James Corden (@JKCorden) November 11, 2018Andstæðingar auglýsingarinnar hafa einnig látið í sér heyra og hefur keðjan verið sökuð um að framleiða viljandi umdeilda auglýsingu sem myndi líklega vera bönnuð í þeim tilgangi að fá meiri athygli. Iceland hefur neitað þessu og segist hafa keypt auglýsingapláss fyrir hálfa milljón punda. Iceland tilkynnti fyrr á árinu að keðjan hygðist hætta allri notkun á pálmaolíu við framleiðslu matvæla sem merkt eru fyrirtækinu. Pálmaolía leynist í hinum ýmsu hreinlætis- og matvörum en framleiðsla á pálmaolíu veldur svo mikilli röskun á kjörlendi órangútana að dýrategundin er nú í mikilli útrýmingarhættu. Tengdar fréttir Jólaauglýsing Iceland bönnuð í Bretlandi Auglýsingin, sem vekur athygli á umhverfisáhrifum pálmaolíuframleiðslu, þótti of pólitísk. 9. nóvember 2018 11:31 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verslunarkeðjan Iceland ætlar að sleppa vélrænum órangútan lausum á götur Bretlands eftir að jólaauglýsing fyrirtækisins var bönnuð. Auglýsingin þótti of pólitísk en hún vakti athygli á umhverfisáhrifum pálmaolíuframleiðslu. Hinn vélræni api þykir einkar raunverulegur í útliti og er honum ætlað að vekja athygli á þeirri hættu sem tegundin stendur frammi fyrir vegna framleiðslu pálmaolíu. Órangútaninn var framleiddur af tæknibrelluteymi sem hefur unnið við sjónvarpsþætti á borð við Doctor Who og Sherlock. Hann mun fyrst sjást í jólatré á Coin Street í suðurhluta London þangað til hann verður færður á aðra staði. Hann mun einnig birtast í verslunum Iceland um allt Bretland í leit að nýju heimili ef svo má að orði komast. Jólaauglýsing Iceland var bönnuð í síðustu viku. Um er að ræða teiknaða stuttmynd sem framleidd var af Greenpeace sem samþykkti að keðjan mætti nota myndina í auglýsingaskyni. Var það niðurstaða eftirlitsstofnunar í Bretlandi að auglýsingin stríði gegn lögum um pólitískar auglýsingar. Bannið vakti mikil og hörð viðbrögð og voru ýmsar stórstjörnur sem dreifðu auglýsingunni í þeirri veiku von að sýningar á henni yrðu leyfðar. Breskir þingmenn hafa einnig vakið athygli á myndinni og þá hefur undirskriftasöfnun á Change.org safnað rúmlega 700 þúsund undirskriftum. This commercial was banned from TV for being too political. I think everyone should see it x pic.twitter.com/ns2XnGSnv6 — James Corden (@JKCorden) November 11, 2018Andstæðingar auglýsingarinnar hafa einnig látið í sér heyra og hefur keðjan verið sökuð um að framleiða viljandi umdeilda auglýsingu sem myndi líklega vera bönnuð í þeim tilgangi að fá meiri athygli. Iceland hefur neitað þessu og segist hafa keypt auglýsingapláss fyrir hálfa milljón punda. Iceland tilkynnti fyrr á árinu að keðjan hygðist hætta allri notkun á pálmaolíu við framleiðslu matvæla sem merkt eru fyrirtækinu. Pálmaolía leynist í hinum ýmsu hreinlætis- og matvörum en framleiðsla á pálmaolíu veldur svo mikilli röskun á kjörlendi órangútana að dýrategundin er nú í mikilli útrýmingarhættu.
Tengdar fréttir Jólaauglýsing Iceland bönnuð í Bretlandi Auglýsingin, sem vekur athygli á umhverfisáhrifum pálmaolíuframleiðslu, þótti of pólitísk. 9. nóvember 2018 11:31 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Jólaauglýsing Iceland bönnuð í Bretlandi Auglýsingin, sem vekur athygli á umhverfisáhrifum pálmaolíuframleiðslu, þótti of pólitísk. 9. nóvember 2018 11:31