Aron Einar: Við verðum aldrei hræddir Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 14. nóvember 2018 19:30 Aron Einar Gunnarsson á HM síðasta sumar. Vísir/Getty Gríðarleg forföll eru í íslenska landsliðshópnum sem að mætir Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld en alls eru tíu leikmenn frá. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Ragnar Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Emil Hallfreðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Birkir Bjarnason eru allir fá vegna meiðsla en Birkir og Birkir voru þeir síðustu til að heltast úr lestinni í morgun. „Þetta er nýtt en við þurfum bara að sætta okkur við þetta og gera það besta úr stöðunni. Þetta er óvanalegt. Ég hef verið þjálfari í rúmlega 35 ár en aldrei upplifað þetta,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari. „Maður verður að líta á björtu hliðarnar. Auðvitað er ekki gott að vera með meidda menn og ég hef hitt fleiri leikmenn en ég reiknaði með í byrjun. Það er gott fyrir framtíðina að hafa séð svona marga leikmenn. Ég vona að lukkan fari að snúast með okkur og við verðum í betra standi í næstu leikjum,“ segir hann. Það fór ekki vel hjá íslenska liðinu þegar að margar breytingar þurfti að gera á móti Sviss í fyrsta leik í Þjóðadeildinni en þá töpuðu strákarnir okkar, 6-0. Landsliðsfyrirliðinn ætlar ekki að láta neitt svoleiðis gerast aftur. „Við þurfum að vera samstilltir. Við þurfum að vinna saman og tala mikið inn á vellinum. Við þurfum að hjálpa hvorum öðrum, sérstaklega þeim sem eru að koma inn í þetta. Þetta verður erfiður leikur og mikið próf,“ segir fyrirliðinn. Hamrén veit alveg hvað hann vill sjá hjá þeim sem spila á morgun á móti Belgíu. „Ég vil að þeir sýni að þeir vilja vera hérna. Ég vil að þeir sýni hugrekki og njóti þess að vera hérna. Ég vil að þeir sýni líka liðsanda og geri það sem við þurfum að gera. Ég krefst þess sama af leikmönnunum sem þekkja þetta betur líka. Þetta verður erfiður leikur en aftur á móti spennandi.“ Þrátt fyrir forföll óttast Aron Einar ekkert frekar en okkar menn. „Við verðum aldrei hræddir. Það kemur smá fiðringur í mann eins og á að vera. Ef maður fengi hann ekki gæti maður hætt í þessu. Við mætum aldrei hræddir í leik. Það verður aldrei þannig,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Klippa: Íslenska liðið óttast engan Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aron Einar: Engin ein skýring á þessu gengi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyririliði, segir að það sé engin ein skýring afhverju það hefur ekki gengið sem skildi hjá íslenska landsliðinu að ná í úrslit á árinu 2018. 14. nóvember 2018 12:00 Liðið klárt hjá Hamrén: Sverrir eða Ari Freyr í hægri bakverði? Mikil forföll eru í íslenska liðinu sem mætir Belgíu á morgun. 14. nóvember 2018 15:00 Birkir Már tíundi leikmaðurinn sem dettur út vegna meiðsla Það ætlar ekki af íslenska landsliðinu að ganga fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 14. nóvember 2018 11:35 Erik Hamrén: Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í álit sitt á Þjóðadeildinni á blaðamannafundi í dag. 14. nóvember 2018 11:42 Aron: Við erum ekki gamlir Aron Einar Gunnarsson segir að það sé enn nægur tími fyrir íslenska landsliðið að endurnýja sig. 14. nóvember 2018 11:48 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Gríðarleg forföll eru í íslenska landsliðshópnum sem að mætir Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld en alls eru tíu leikmenn frá. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Ragnar Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Emil Hallfreðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Birkir Bjarnason eru allir fá vegna meiðsla en Birkir og Birkir voru þeir síðustu til að heltast úr lestinni í morgun. „Þetta er nýtt en við þurfum bara að sætta okkur við þetta og gera það besta úr stöðunni. Þetta er óvanalegt. Ég hef verið þjálfari í rúmlega 35 ár en aldrei upplifað þetta,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari. „Maður verður að líta á björtu hliðarnar. Auðvitað er ekki gott að vera með meidda menn og ég hef hitt fleiri leikmenn en ég reiknaði með í byrjun. Það er gott fyrir framtíðina að hafa séð svona marga leikmenn. Ég vona að lukkan fari að snúast með okkur og við verðum í betra standi í næstu leikjum,“ segir hann. Það fór ekki vel hjá íslenska liðinu þegar að margar breytingar þurfti að gera á móti Sviss í fyrsta leik í Þjóðadeildinni en þá töpuðu strákarnir okkar, 6-0. Landsliðsfyrirliðinn ætlar ekki að láta neitt svoleiðis gerast aftur. „Við þurfum að vera samstilltir. Við þurfum að vinna saman og tala mikið inn á vellinum. Við þurfum að hjálpa hvorum öðrum, sérstaklega þeim sem eru að koma inn í þetta. Þetta verður erfiður leikur og mikið próf,“ segir fyrirliðinn. Hamrén veit alveg hvað hann vill sjá hjá þeim sem spila á morgun á móti Belgíu. „Ég vil að þeir sýni að þeir vilja vera hérna. Ég vil að þeir sýni hugrekki og njóti þess að vera hérna. Ég vil að þeir sýni líka liðsanda og geri það sem við þurfum að gera. Ég krefst þess sama af leikmönnunum sem þekkja þetta betur líka. Þetta verður erfiður leikur en aftur á móti spennandi.“ Þrátt fyrir forföll óttast Aron Einar ekkert frekar en okkar menn. „Við verðum aldrei hræddir. Það kemur smá fiðringur í mann eins og á að vera. Ef maður fengi hann ekki gæti maður hætt í þessu. Við mætum aldrei hræddir í leik. Það verður aldrei þannig,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Klippa: Íslenska liðið óttast engan
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aron Einar: Engin ein skýring á þessu gengi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyririliði, segir að það sé engin ein skýring afhverju það hefur ekki gengið sem skildi hjá íslenska landsliðinu að ná í úrslit á árinu 2018. 14. nóvember 2018 12:00 Liðið klárt hjá Hamrén: Sverrir eða Ari Freyr í hægri bakverði? Mikil forföll eru í íslenska liðinu sem mætir Belgíu á morgun. 14. nóvember 2018 15:00 Birkir Már tíundi leikmaðurinn sem dettur út vegna meiðsla Það ætlar ekki af íslenska landsliðinu að ganga fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 14. nóvember 2018 11:35 Erik Hamrén: Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í álit sitt á Þjóðadeildinni á blaðamannafundi í dag. 14. nóvember 2018 11:42 Aron: Við erum ekki gamlir Aron Einar Gunnarsson segir að það sé enn nægur tími fyrir íslenska landsliðið að endurnýja sig. 14. nóvember 2018 11:48 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Aron Einar: Engin ein skýring á þessu gengi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyririliði, segir að það sé engin ein skýring afhverju það hefur ekki gengið sem skildi hjá íslenska landsliðinu að ná í úrslit á árinu 2018. 14. nóvember 2018 12:00
Liðið klárt hjá Hamrén: Sverrir eða Ari Freyr í hægri bakverði? Mikil forföll eru í íslenska liðinu sem mætir Belgíu á morgun. 14. nóvember 2018 15:00
Birkir Már tíundi leikmaðurinn sem dettur út vegna meiðsla Það ætlar ekki af íslenska landsliðinu að ganga fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 14. nóvember 2018 11:35
Erik Hamrén: Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í álit sitt á Þjóðadeildinni á blaðamannafundi í dag. 14. nóvember 2018 11:42
Aron: Við erum ekki gamlir Aron Einar Gunnarsson segir að það sé enn nægur tími fyrir íslenska landsliðið að endurnýja sig. 14. nóvember 2018 11:48