Yfir helmingur í skuldavanda vegna skyndilána Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 19:30 Ung kona sem sótti nýverið um greiðsluaðlögun safnaði 2,7 milljóna króna skuldum vegna skyndilána á einungis fimm mánuðum. Umboðsmaður skuldara segir þetta vera sorglega algengt og mikið áhyggjuefni en meirihluti þeirra sem hafa leitað til embættisins á árinu hafa gert það vegna skyndilána. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum auk lána sem veitt eru fyrir vöru eða þjónustu hjá fyrirtækjum líkt og Netgíró og Pei. Við lántöku er greiðslugeta einstaklinga ekki metin og hægt er að taka lánin hvenær sem er sólarhringsins. Sífellt fleiri hafa verið að leita til Umboðsmanns skuldara vegna skuldavanda. Á fyrri hluta þessa árs bárust 718 umsóknir um greiðsluaðlögun samanborið við 698 á fyrri hluta síðasta árs. Þá fer hópurinn sem leitar til embættisins vegna skyndilána ört stækkandi. Fyrsta smálánafyrirtækið var opnað hér á landi árið 2009 og árið 2012, eða þremur árum síðar, voru 6% umsækjenda um greiðsluaðlögun í vanda vegna smálána. Núna, tæpum áratug eftir fyrstu opnun, er hlutfallið komið upp í 59%. „Við höfum miklar áhyggjur af þessari þróun og við sjáum hana náttúrulega kristallast hjá okkur. Þetta er bara stígandi," segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. „Það sem við höfum einna mestar áhyggjur af er þessi yngsti hópur og hversu aðgengilegt þetta er og hversu öflug markaðssetningin er, það er sett mikil pressa á einstaklinga," bætir Sara Jasonardóttir, fræðslustjóri hjá embættinu við. Taka lán til að borga lán „Þetta eru oft kannski lítil lán í upphafi en síðan vaxa þau og þetta eru náttúrulega mjög dýr lán og oft er fólk komið í þá stöðu að það er að taka lán til að borga önnur lán," segir Ásta. „Skuldsetning er mjög hröð, ólíkt því sem var áður en þessi lán komu á markað. Þetta gerist alveg gífurlega hratt."Sem dæmi má nefna aðstæður 21 árs gamallar konu, sem býr í foreldrahúsum og leitaði nýverið eftir greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Á fimm mánaða tímabili frá janúar til maí tók hún alls 34 skyndilán upp á tæpar tvær milljónir króna. Þegar hún sótti um greiðsluaðlögun nokkru síðar voru lánin með vöxtum komin upp í tæplega 2,7 milljónir króna. Lánin höfðu því hækkað um 700 þúsund krónur á örfáum mánuðum.Þriðjungur undir þrítugu Í dag er þriðja hver umsókn um greiðsluaðlögun frá fólki yngra en þrjátíu ára. „Við sjáum bara núna milli ára hvað hlutfall ungs fólks hjá okkur hefur vaxið gífurlega og það má kannski segja að við sjáum bara toppinn á ísjakanum, við sjáum eingöngu þá sem leita til okkar," segir Ásta. „Ég held að við þurfum að taka samfélagslega umræðu um þessi lán og hvernig megi koma böndum á þessar lánveitingar". Smálán Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Ung kona sem sótti nýverið um greiðsluaðlögun safnaði 2,7 milljóna króna skuldum vegna skyndilána á einungis fimm mánuðum. Umboðsmaður skuldara segir þetta vera sorglega algengt og mikið áhyggjuefni en meirihluti þeirra sem hafa leitað til embættisins á árinu hafa gert það vegna skyndilána. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum auk lána sem veitt eru fyrir vöru eða þjónustu hjá fyrirtækjum líkt og Netgíró og Pei. Við lántöku er greiðslugeta einstaklinga ekki metin og hægt er að taka lánin hvenær sem er sólarhringsins. Sífellt fleiri hafa verið að leita til Umboðsmanns skuldara vegna skuldavanda. Á fyrri hluta þessa árs bárust 718 umsóknir um greiðsluaðlögun samanborið við 698 á fyrri hluta síðasta árs. Þá fer hópurinn sem leitar til embættisins vegna skyndilána ört stækkandi. Fyrsta smálánafyrirtækið var opnað hér á landi árið 2009 og árið 2012, eða þremur árum síðar, voru 6% umsækjenda um greiðsluaðlögun í vanda vegna smálána. Núna, tæpum áratug eftir fyrstu opnun, er hlutfallið komið upp í 59%. „Við höfum miklar áhyggjur af þessari þróun og við sjáum hana náttúrulega kristallast hjá okkur. Þetta er bara stígandi," segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. „Það sem við höfum einna mestar áhyggjur af er þessi yngsti hópur og hversu aðgengilegt þetta er og hversu öflug markaðssetningin er, það er sett mikil pressa á einstaklinga," bætir Sara Jasonardóttir, fræðslustjóri hjá embættinu við. Taka lán til að borga lán „Þetta eru oft kannski lítil lán í upphafi en síðan vaxa þau og þetta eru náttúrulega mjög dýr lán og oft er fólk komið í þá stöðu að það er að taka lán til að borga önnur lán," segir Ásta. „Skuldsetning er mjög hröð, ólíkt því sem var áður en þessi lán komu á markað. Þetta gerist alveg gífurlega hratt."Sem dæmi má nefna aðstæður 21 árs gamallar konu, sem býr í foreldrahúsum og leitaði nýverið eftir greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Á fimm mánaða tímabili frá janúar til maí tók hún alls 34 skyndilán upp á tæpar tvær milljónir króna. Þegar hún sótti um greiðsluaðlögun nokkru síðar voru lánin með vöxtum komin upp í tæplega 2,7 milljónir króna. Lánin höfðu því hækkað um 700 þúsund krónur á örfáum mánuðum.Þriðjungur undir þrítugu Í dag er þriðja hver umsókn um greiðsluaðlögun frá fólki yngra en þrjátíu ára. „Við sjáum bara núna milli ára hvað hlutfall ungs fólks hjá okkur hefur vaxið gífurlega og það má kannski segja að við sjáum bara toppinn á ísjakanum, við sjáum eingöngu þá sem leita til okkar," segir Ásta. „Ég held að við þurfum að taka samfélagslega umræðu um þessi lán og hvernig megi koma böndum á þessar lánveitingar".
Smálán Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent