Leðurblökumaðurinn bjargar íslenskunni Benedikt Bóas skrifar 15. nóvember 2018 10:00 Haraldur Hrafn Gudmundsson er þýðandi Leðurblökumannsins. Fréttablaðið/Ernir „Markmiðið er að fá krakka til að lesa. Þetta eru spennandi sögur, það er ofbeldi, spenna og ýmsar hættur. Alls konar skemmtilegt,“ segir gullsmiðurinn Haraldur Hrafn Guðmundsson, betur þekktur sem Krummi, en hann hefur þýtt Leðurblökumanninn yfir á íslensku. Krummi, ásamt Gísla Einarssyni hjá Nexus, og Pétur Ingvi Leósson ákváðu fyrir rúmu ári að þeir yrðu að bregðast við hruni á yndislestri hjá ungmennum. „Krakkar lesa Andrés önd, Syrpuna og allt hitt þar til þau eru 10-12 ára en þá er það ekki töff lengur og ögrar ekki lengur lesendanum. Þá er ekkert annað sem kallar til þeirra. Við vonum að Leðurblökumaðurinn, þetta er nú krúnudjásn DC Comics og hefur laðað til sín marga frábæra höfunda, bæti úr því,“ segir hann.Forsíðan á fyrstu bókinni sem kemur út í desember.Fyrsta blaðið verður fríblað og eru þeir félagar að reyna að koma blaðinu til allra í 7. til 10. bekk. Yfirlýst markmið og tilgangur þessarar útgáfu er að hvetja til og efla lestur hjá krökkum og unglingum. Ekkert hefur verið sparað við vinnslu verkefnisins, hvorki hvað varðar þýðingu, vinnslu eða prentun og hefur undirbúningur útgáfunnar staðið yfir í meira en ár. „Yndislestur unglinga og krakka er að hrapa, sérstaklega hjá drengjum. Við teljum að það sé vegna þess að það er ekki framboð á skemmtilegu lesefni. Það er vandað til verks og umbrot og prentun eru eins og best þekkist í þessum bransa. Það er mikill metnaður hjá okkur að þetta sé flott og að það sé ekki mikill munur á þessu og frumútgáfunni.“ Fyrsta blaðið verður ein saga, um 20 blaðsíður. Fyrsta stóra blaðið, eða bókin, kemur svo út í desember og mun innihalda fimm sögur og verða um og yfir 100 blaðsíður. Hægt verður að gerast áskrifandi eða kaupa gripinn í lausasölu. Nexus boðar til fagnaðar vegna útgáfunnar sem Krummi segir að verði vonandi mikið fjör. „Mín kynslóð ólst upp við Tarzan, Lukku-Láka, Ástrík en þetta er ekki til fyrir mína krakka. Blaðið er flottara en við þorðum að vona og það verður vonandi mikið húllumhæ þegar það verður kynnt fyrir öllum.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Skyldulesning allra kynslóða Sögur Tove Jansson um múmínálfana hafa notið gríðarlegra vinsælda víða um heim. 15. nóvember 2018 11:00 Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Halda tíu tíma maraþontónleika Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Fleiri fréttir „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Markmiðið er að fá krakka til að lesa. Þetta eru spennandi sögur, það er ofbeldi, spenna og ýmsar hættur. Alls konar skemmtilegt,“ segir gullsmiðurinn Haraldur Hrafn Guðmundsson, betur þekktur sem Krummi, en hann hefur þýtt Leðurblökumanninn yfir á íslensku. Krummi, ásamt Gísla Einarssyni hjá Nexus, og Pétur Ingvi Leósson ákváðu fyrir rúmu ári að þeir yrðu að bregðast við hruni á yndislestri hjá ungmennum. „Krakkar lesa Andrés önd, Syrpuna og allt hitt þar til þau eru 10-12 ára en þá er það ekki töff lengur og ögrar ekki lengur lesendanum. Þá er ekkert annað sem kallar til þeirra. Við vonum að Leðurblökumaðurinn, þetta er nú krúnudjásn DC Comics og hefur laðað til sín marga frábæra höfunda, bæti úr því,“ segir hann.Forsíðan á fyrstu bókinni sem kemur út í desember.Fyrsta blaðið verður fríblað og eru þeir félagar að reyna að koma blaðinu til allra í 7. til 10. bekk. Yfirlýst markmið og tilgangur þessarar útgáfu er að hvetja til og efla lestur hjá krökkum og unglingum. Ekkert hefur verið sparað við vinnslu verkefnisins, hvorki hvað varðar þýðingu, vinnslu eða prentun og hefur undirbúningur útgáfunnar staðið yfir í meira en ár. „Yndislestur unglinga og krakka er að hrapa, sérstaklega hjá drengjum. Við teljum að það sé vegna þess að það er ekki framboð á skemmtilegu lesefni. Það er vandað til verks og umbrot og prentun eru eins og best þekkist í þessum bransa. Það er mikill metnaður hjá okkur að þetta sé flott og að það sé ekki mikill munur á þessu og frumútgáfunni.“ Fyrsta blaðið verður ein saga, um 20 blaðsíður. Fyrsta stóra blaðið, eða bókin, kemur svo út í desember og mun innihalda fimm sögur og verða um og yfir 100 blaðsíður. Hægt verður að gerast áskrifandi eða kaupa gripinn í lausasölu. Nexus boðar til fagnaðar vegna útgáfunnar sem Krummi segir að verði vonandi mikið fjör. „Mín kynslóð ólst upp við Tarzan, Lukku-Láka, Ástrík en þetta er ekki til fyrir mína krakka. Blaðið er flottara en við þorðum að vona og það verður vonandi mikið húllumhæ þegar það verður kynnt fyrir öllum.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Skyldulesning allra kynslóða Sögur Tove Jansson um múmínálfana hafa notið gríðarlegra vinsælda víða um heim. 15. nóvember 2018 11:00 Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Halda tíu tíma maraþontónleika Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Fleiri fréttir „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Skyldulesning allra kynslóða Sögur Tove Jansson um múmínálfana hafa notið gríðarlegra vinsælda víða um heim. 15. nóvember 2018 11:00