Aríur úr óperum Verdis tengdar með frásögnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 10:00 Hrund Ósk og Hrönn beina sjónum að lífi og dauða kvenhetjanna í óperum Verdis. Fréttablaðið/Stefán Hrund Ósk Árnadóttir óperusöngkona ætlar að halda tónleika í Salnum á laugardaginn, 17. nóvember, klukkan 16. Dagskráin nefnist Death by Verdi og byggist á aríum úr óperum eftir Verdi sem tvinnaðar eru saman með frásögnum. Með Hrund Ósk leikur Hrönn Þráinsdóttir á píanó. „Á þessum tónleikum langar okkur að kanna þetta ólíka landslag impressjónisma og raunsæis í verkum Verdis með því að beina sjónum að lífi og dauða kvenhetjanna sem fjallað er um í þeim. Við skoðum hvernig verkunum var tekið á sínum tíma og úr hvaða bókmenntum, hugmyndum og tíðaranda þau spretta.“ Hrund er búsett í Berlín þar sem hún fæst bæði við óperusöng og kennslu. Hún kveðst hafa verið syngjandi frá því hún man eftir sér. „Ég söng það mikið að foreldrar mínir fengu leiða á mér og sendu mig í kór,“ segir hún og kveðst fyrst hafa verið í Barnakór Hallgrímskirkju en farið að leggja stund á söng fyrir alvöru fjórtán ára gömul þegar hún var í Söngskólanum í Reykjavík. Ég söng djass og blús og var í klassísku söngnámi líka og var alltaf ákveðin í að verða klassísk söngkona,“ rifjar hún upp. Eitt af kennileitunum á ferli hennar er sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2005, þá fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hrund Ósk Árnadóttir óperusöngkona ætlar að halda tónleika í Salnum á laugardaginn, 17. nóvember, klukkan 16. Dagskráin nefnist Death by Verdi og byggist á aríum úr óperum eftir Verdi sem tvinnaðar eru saman með frásögnum. Með Hrund Ósk leikur Hrönn Þráinsdóttir á píanó. „Á þessum tónleikum langar okkur að kanna þetta ólíka landslag impressjónisma og raunsæis í verkum Verdis með því að beina sjónum að lífi og dauða kvenhetjanna sem fjallað er um í þeim. Við skoðum hvernig verkunum var tekið á sínum tíma og úr hvaða bókmenntum, hugmyndum og tíðaranda þau spretta.“ Hrund er búsett í Berlín þar sem hún fæst bæði við óperusöng og kennslu. Hún kveðst hafa verið syngjandi frá því hún man eftir sér. „Ég söng það mikið að foreldrar mínir fengu leiða á mér og sendu mig í kór,“ segir hún og kveðst fyrst hafa verið í Barnakór Hallgrímskirkju en farið að leggja stund á söng fyrir alvöru fjórtán ára gömul þegar hún var í Söngskólanum í Reykjavík. Ég söng djass og blús og var í klassísku söngnámi líka og var alltaf ákveðin í að verða klassísk söngkona,“ rifjar hún upp. Eitt af kennileitunum á ferli hennar er sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2005, þá fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira