Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 15. nóvember 2018 08:30 Kári Árnason hætti við að hætta. Vísir/Getty Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Belgíu í lokaleik 2. riðils Þjóðadeildar UEFA í kvöld klukkan 19.45 að íslenskum tíma en upphitun á Stöð 2 Sport HD hefst klukkkan 19.00. Mikil meiðsli eru í herbúðum íslenska liðsins og ljóst að miklar breytingar verða gerðar á byrjunarliðinu. Vísir reyndi að spá fyrir um byrjunarliðð í gær eins og má lesa hér. Strákarnir okkar hafa aldrei glímt við svona mikil meiðsli en alls eru tíu leikmen á meiðslalistanum sem er gríðarlegur fjöldi. „Þetta er nýtt á nálinni hjá okkur. Við höfum verið mjög heppnir með meiðsli í gegnum tíðina. Það hefur stundum verið bras á sumum en við náðum alltaf allir að spila. Þetta hefur allt spilast með okkur og það er kannski að bíta okkur í rassinn núna. Maður er ekki heppinn að eilífu,“ segir Kári Árnason í viðtali við Vísi.Margir leikmenn Íslands eru meiddir.vísir/gettyGott að auka breiddina Óreyndari landsliðsmenn fá tækifæri á móti Belgíu í kvöld því Hamrén einfaldlega verður að henda einhverjum í djúpu laugina. Íslenska liðið er falið úr Þjóðadeildinni og því betri aðstæður fyrir nýja menn að koma inn. „Það er ekki allt undir eins og hefur alltaf verið. Það er annar séns að komast á EM en þar verðum við líklega í öðrum styrkleikaflokki sem er frábært. Líkurnar á að komast á EM í gegnum riðilinn eru fínar,“ segir Kári. „Það er alltaf gott að vita að það eru til strákar sem hægt er að treysta fyrir því að koma inn á og byrja leiki. Það eykur breiddina að sjá hvað þessir strákar geta í alvöru leikjum. Auðvitað geta menn átt slæman leik. Þetta stendur ekki allt og fellur með leik á móti Belgíu á útivelli.“ „Þetta er svolítið öðruvísi fótbolti. Þetta snýst um einbeitingu. Menn verða að vera einbeittir allan tímann. Ef menn gleyma sér í þrjár sekúndur er þeim refsað,“ segir Kári.Erik Hamrén vill áfram nýta krafta Kára.vísir/gettyFlott pæling að hætta eftir HM Ungir eða gamlir. Það skiptir ekki máli. Til að vinna landsleik í fótbolta þarf bara að spila á sínu sterkasta segir miðvörðurinn. „Það er undir þjálfurunum komið hvað þeir gera þegar að allir eru heilir. Það verður bara að spila á sterkasta liðinu hvort sem menn eru ungir eða gamlir og þá er ég ekki að tala um mig,“ segir hann. Eftir síðasta leikinn á HM í sumar setti Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, mynd á Instagram þar sem að hann kvaddi Kára Árnason og Ólaf Inga Skúlason og þakkaði þeim fyrir dagana í landsliðinu. Kári var þar hættur, eða svona næstum því. „Ég er ekkert að stressa mig á þessu. Ég var neyddur til að hætta þarna en svo var ég beðinn um að halda áfram,“ segir Kári kíminn og hlær. „Ég var alveg á báðum áttum þarna. Þetta gerðist allt í stemningunni eftir síðasta leikinn á HM. Það var rosa flott pæling að hætta á HM en landsliðið hefur bara gefið mér það mikið að ég get ekki sagt nei ef ég er beðinn um að halda áfram. Það kemur ekki til greina,“ segir hann. „Ef menn telja mig enn þá nógu góðan til að spila fyrir landsliðið 45 ára eða að ég get gefið eitthvað af mér þá myndi ég ekki segja nei. Það myndi ekki gerast,“ segir Kári Árnason. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Belgíu í lokaleik 2. riðils Þjóðadeildar UEFA í kvöld klukkan 19.45 að íslenskum tíma en upphitun á Stöð 2 Sport HD hefst klukkkan 19.00. Mikil meiðsli eru í herbúðum íslenska liðsins og ljóst að miklar breytingar verða gerðar á byrjunarliðinu. Vísir reyndi að spá fyrir um byrjunarliðð í gær eins og má lesa hér. Strákarnir okkar hafa aldrei glímt við svona mikil meiðsli en alls eru tíu leikmen á meiðslalistanum sem er gríðarlegur fjöldi. „Þetta er nýtt á nálinni hjá okkur. Við höfum verið mjög heppnir með meiðsli í gegnum tíðina. Það hefur stundum verið bras á sumum en við náðum alltaf allir að spila. Þetta hefur allt spilast með okkur og það er kannski að bíta okkur í rassinn núna. Maður er ekki heppinn að eilífu,“ segir Kári Árnason í viðtali við Vísi.Margir leikmenn Íslands eru meiddir.vísir/gettyGott að auka breiddina Óreyndari landsliðsmenn fá tækifæri á móti Belgíu í kvöld því Hamrén einfaldlega verður að henda einhverjum í djúpu laugina. Íslenska liðið er falið úr Þjóðadeildinni og því betri aðstæður fyrir nýja menn að koma inn. „Það er ekki allt undir eins og hefur alltaf verið. Það er annar séns að komast á EM en þar verðum við líklega í öðrum styrkleikaflokki sem er frábært. Líkurnar á að komast á EM í gegnum riðilinn eru fínar,“ segir Kári. „Það er alltaf gott að vita að það eru til strákar sem hægt er að treysta fyrir því að koma inn á og byrja leiki. Það eykur breiddina að sjá hvað þessir strákar geta í alvöru leikjum. Auðvitað geta menn átt slæman leik. Þetta stendur ekki allt og fellur með leik á móti Belgíu á útivelli.“ „Þetta er svolítið öðruvísi fótbolti. Þetta snýst um einbeitingu. Menn verða að vera einbeittir allan tímann. Ef menn gleyma sér í þrjár sekúndur er þeim refsað,“ segir Kári.Erik Hamrén vill áfram nýta krafta Kára.vísir/gettyFlott pæling að hætta eftir HM Ungir eða gamlir. Það skiptir ekki máli. Til að vinna landsleik í fótbolta þarf bara að spila á sínu sterkasta segir miðvörðurinn. „Það er undir þjálfurunum komið hvað þeir gera þegar að allir eru heilir. Það verður bara að spila á sterkasta liðinu hvort sem menn eru ungir eða gamlir og þá er ég ekki að tala um mig,“ segir hann. Eftir síðasta leikinn á HM í sumar setti Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, mynd á Instagram þar sem að hann kvaddi Kára Árnason og Ólaf Inga Skúlason og þakkaði þeim fyrir dagana í landsliðinu. Kári var þar hættur, eða svona næstum því. „Ég er ekkert að stressa mig á þessu. Ég var neyddur til að hætta þarna en svo var ég beðinn um að halda áfram,“ segir Kári kíminn og hlær. „Ég var alveg á báðum áttum þarna. Þetta gerðist allt í stemningunni eftir síðasta leikinn á HM. Það var rosa flott pæling að hætta á HM en landsliðið hefur bara gefið mér það mikið að ég get ekki sagt nei ef ég er beðinn um að halda áfram. Það kemur ekki til greina,“ segir hann. „Ef menn telja mig enn þá nógu góðan til að spila fyrir landsliðið 45 ára eða að ég get gefið eitthvað af mér þá myndi ég ekki segja nei. Það myndi ekki gerast,“ segir Kári Árnason.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00