Pólitískar ástæður að baki handtökum á rússneskum stjórnarandstæðingi Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2018 15:40 Navalní í dómsal í Strasbourg áður en dómurinn var kveðinn upp í dag. Vísir/EPA Mannréttindadómstóll Evrópu telur að rússnesk stjórnvöld hafi gerst sek um tilraunir til þess að kveða niður „pólitískt fjölræði“ þegar þau létu handtaka Alexei Navalní, helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu frá 2012 til 2014. Navalní var viðstaddur dómsuppkvaðninguna en upphaflega höfðu rússnesk yfirvöld meinað honum um leyfi til að yfirgefa landið. Navalní var handtekinn sjö sinnum á fyrrnefnda tímabilinu en hann skipulagði meðal annars fjöldamótmæli í Moskvu frá 2011 til 2012. Kvartaði hann undan handtökunum til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg. Kvað hann upp þann dóm í dag að pólitískar ástæður hefðu legið að baki handtökunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Átjánda grein mannréttindasáttmála Evrópu kvæði á um að ekki mætti takmarka frelsi og réttindi fólks af pólitískum ástæðum. Rússar staðfestu mannréttindasáttmálann þegar þeir gengu í Evrópuráðið árið 1998. Fagnaði Navalní niðurstöðinni og sagði að ríkisstjórn Rússlands hefði verið „rústað“. Navalní hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja mótmæli í heimalandinu undanfarin ár, þar á meðal fjórum sinnum á þessu ári.Bannað að bjóða sig fram gegn Pútín Rússnesk stjórnvöld meinuðu Navalní einnig að bjóða sig fram til forseta fyrr á þessu ári. Vísuðu þau til dóms fyrir fjársvik sem hann hlaut. Navalní hefur sagt að það mál hafi einnig átt sér pólitískar rætur en hann hefur verið ötull gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta og spillingar í Rússlandi. Dómstóllinn dæmdi stjórnvöld í Kreml til að greiða Navalní skaðabætur og kostnað upp á 63.678 evrur, jafnvirði 8,9 milljóna íslenskra króna. Þegar Navalní var sakfelldur fyrir fjárdrátt frá ríkisreknum timburfyrirtæki árið 2013 taldi Mannréttindadómstóllinn að fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir honum hefði byggst á „gerræðislegri túlkun á lögunum“. Réttar var aftur yfir Navalní í Rússlandi í fyrra og var hann sakfelldur fyrir brotin á ný. Honum var gerð sama refsing og áður. Evrópa Rússland Tengdar fréttir Andstæðingi Pútín meinað að fara frá Rússlandi Alexey Navalni ætlaði sér að fara til Frakklands og fylgjast með aðalmeðferð Mannréttindadómstólsins á máli hans gegn yfirvöldum Rússlands. 13. nóvember 2018 10:45 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu telur að rússnesk stjórnvöld hafi gerst sek um tilraunir til þess að kveða niður „pólitískt fjölræði“ þegar þau létu handtaka Alexei Navalní, helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu frá 2012 til 2014. Navalní var viðstaddur dómsuppkvaðninguna en upphaflega höfðu rússnesk yfirvöld meinað honum um leyfi til að yfirgefa landið. Navalní var handtekinn sjö sinnum á fyrrnefnda tímabilinu en hann skipulagði meðal annars fjöldamótmæli í Moskvu frá 2011 til 2012. Kvartaði hann undan handtökunum til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg. Kvað hann upp þann dóm í dag að pólitískar ástæður hefðu legið að baki handtökunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Átjánda grein mannréttindasáttmála Evrópu kvæði á um að ekki mætti takmarka frelsi og réttindi fólks af pólitískum ástæðum. Rússar staðfestu mannréttindasáttmálann þegar þeir gengu í Evrópuráðið árið 1998. Fagnaði Navalní niðurstöðinni og sagði að ríkisstjórn Rússlands hefði verið „rústað“. Navalní hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja mótmæli í heimalandinu undanfarin ár, þar á meðal fjórum sinnum á þessu ári.Bannað að bjóða sig fram gegn Pútín Rússnesk stjórnvöld meinuðu Navalní einnig að bjóða sig fram til forseta fyrr á þessu ári. Vísuðu þau til dóms fyrir fjársvik sem hann hlaut. Navalní hefur sagt að það mál hafi einnig átt sér pólitískar rætur en hann hefur verið ötull gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta og spillingar í Rússlandi. Dómstóllinn dæmdi stjórnvöld í Kreml til að greiða Navalní skaðabætur og kostnað upp á 63.678 evrur, jafnvirði 8,9 milljóna íslenskra króna. Þegar Navalní var sakfelldur fyrir fjárdrátt frá ríkisreknum timburfyrirtæki árið 2013 taldi Mannréttindadómstóllinn að fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir honum hefði byggst á „gerræðislegri túlkun á lögunum“. Réttar var aftur yfir Navalní í Rússlandi í fyrra og var hann sakfelldur fyrir brotin á ný. Honum var gerð sama refsing og áður.
Evrópa Rússland Tengdar fréttir Andstæðingi Pútín meinað að fara frá Rússlandi Alexey Navalni ætlaði sér að fara til Frakklands og fylgjast með aðalmeðferð Mannréttindadómstólsins á máli hans gegn yfirvöldum Rússlands. 13. nóvember 2018 10:45 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Andstæðingi Pútín meinað að fara frá Rússlandi Alexey Navalni ætlaði sér að fara til Frakklands og fylgjast með aðalmeðferð Mannréttindadómstólsins á máli hans gegn yfirvöldum Rússlands. 13. nóvember 2018 10:45
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent