Opna neyðarskýli fyrir fimmtán unga fíkla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 19:30 Pláss verður fyrir fimmtán unga vímuefnaneytendur í nýju neyðarskýli við Grandagarð sem Reykjavíkurborg hyggst opna á næsta ári. Þá stendur til að opna athvarf fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknisjúkdóma. Borgarráð samþykkti kaup á húsnæði undir neyðarskýlið í dag. „Þetta er hugsað fyrir unga karla. Það eru fleiri í þeim hóp, ungir vímuefnaneytendur eru fleiri karlar en við höfum einnig samþykkt núna í fjárhagsáætlun að opna á næsta ári heimili fyrir tvígreindar konur sem eru þá konur á öllum aldri,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Ekki stendur til að gera breytingar á starfsemi gistiskýlisins við Lindargötu við opnun nýja gistiskýlisins að sögn Heiðu Bjargar en stefnt er að því að hægt verði að taka það í notkun um mánaðamótin mars, apríl. „Fram að þessari opnun þá ætlum við að reyna að sjá til þess að gistihúsið á Lindargötu anni þeirri eftirspurn sem er þannig að það standist að enginn þurfi að sofa hér utan dyra. En við vonumst til þess að þetta nýja neyðarskýli í rauninni bara létti aðeins á starfseminni þar.“ Ætlar hún að kostnaður vegna nýja skýlisins verði vel á annað hundrað milljónir og rekstrarkostnaður yfir hundrað milljónir á ári. Þá stendur yfir útboð í uppbyggingu smáhýsa fyrir heimilislausa sem koma á fyrir á nokkrum stöðum í borginni og verða tilboð opnuð um miðjan desember. „Við erum að festa lóðir, það verður kynnt sem sagt fyrir íbúum í kring þar sem að fyrirhugað verður að koma þeim fyrir fljótlega og við vonumst til þess að vera búin að koma þeim fyrir í mars, apríl á næsta ári,“ segir Heiða Björg. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Pláss verður fyrir fimmtán unga vímuefnaneytendur í nýju neyðarskýli við Grandagarð sem Reykjavíkurborg hyggst opna á næsta ári. Þá stendur til að opna athvarf fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknisjúkdóma. Borgarráð samþykkti kaup á húsnæði undir neyðarskýlið í dag. „Þetta er hugsað fyrir unga karla. Það eru fleiri í þeim hóp, ungir vímuefnaneytendur eru fleiri karlar en við höfum einnig samþykkt núna í fjárhagsáætlun að opna á næsta ári heimili fyrir tvígreindar konur sem eru þá konur á öllum aldri,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Ekki stendur til að gera breytingar á starfsemi gistiskýlisins við Lindargötu við opnun nýja gistiskýlisins að sögn Heiðu Bjargar en stefnt er að því að hægt verði að taka það í notkun um mánaðamótin mars, apríl. „Fram að þessari opnun þá ætlum við að reyna að sjá til þess að gistihúsið á Lindargötu anni þeirri eftirspurn sem er þannig að það standist að enginn þurfi að sofa hér utan dyra. En við vonumst til þess að þetta nýja neyðarskýli í rauninni bara létti aðeins á starfseminni þar.“ Ætlar hún að kostnaður vegna nýja skýlisins verði vel á annað hundrað milljónir og rekstrarkostnaður yfir hundrað milljónir á ári. Þá stendur yfir útboð í uppbyggingu smáhýsa fyrir heimilislausa sem koma á fyrir á nokkrum stöðum í borginni og verða tilboð opnuð um miðjan desember. „Við erum að festa lóðir, það verður kynnt sem sagt fyrir íbúum í kring þar sem að fyrirhugað verður að koma þeim fyrir fljótlega og við vonumst til þess að vera búin að koma þeim fyrir í mars, apríl á næsta ári,“ segir Heiða Björg.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira