Einkunnir Íslands: Kári bestur 15. nóvember 2018 21:50 Kári í baráttunni við markaskorarann í kvöld. vísir/getty Ísland tapaði í kvöld 2-0 fyrir Belgíu í síðasta leik liðsins í A-deild Þjóðadeildarinnar en bæði mörkin komu í síðari hálfleik. Mikil meiðsli voru í íslenska hópnum fyrir leikinn í kvöld og síðustu meiðslin komu í upphitun er Alfreð Finnbogason meiddist. Michy Batshuayi skoraði bæði mörk Belgíu í síðari hálfleik en bæði mörkin hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir. Kári Árnason var eins og klettur í vörn Íslands en hann var valinn maður leiksins að mati Vísis.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Öruggur í sínum aðgerðum framan af en gerði svo mistök í öðru markinu þegar að hann varði boltann beint fyrir framan fætur framherja Belganna. Gat lítið gert í fyrra markinu.Ari Freyr Skúlason, hægri vængbakvörður 7 Leysti nýja stöðu bara nokkuð vel á öfugum fæti hægra megin. Sterkur í vörninni og fer klárlega að gera tilkall til að fá stöðuna sína vinstra megin aftur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 7 Var flottur með Kára við hliðina á sér og gat nýtt sér alla sína styrkleika. Staðsetti sig vel, öflugur í loftinu þegar að þess þurfti og alltaf mættur í hjálparvörn. Lá mikið á þeim félögum í vörninni.Kári Árnason, miðvörður 8 - maður leiksins Eins og klettur í hjarta varnarinnar og stýrði varnarlínunni mest megnis frábærlega. Varði sjálfur urmul skota og skallaði allt sem kom nálægt honum frá.Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 7 Sömuleiðis fínn í vörninni með Kára og Sverri. Öflugur í loftinu og átti nokkra fína bolta fram á við. Mikil spyrnugeta.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri vængbakvörður 5 Þjóðadeildin hefur ekki verið mótið hans Harðar. Átti í basli með að finna samherja oft á tíðum, missti boltann nokkrum sinnum illa og gleymdi sér svo enn og aftur í markinu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Fyrirliðinn gat varla hreyft sig en var samt besti miðjumaður liðsins. Stýrði liðinu frábærlega eins og þeir sem voru á vellinum í kvöld heyrðu. Mikilvægi hans þarf ekkert að fara yfir enn og aftur.Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 6 Leið mun betur en síðast þegar að hann byrjaði leik á miðjunni enda allt annað að vera undir leikstjórn Arons. Sýndi að það er margt spunnið í hann sem fótboltamann. Einfaldar og góðar sendingar inn á miðjunni. Átti samt kannski eðlilega erfitt uppdráttar á móti þessu frábæra liði Belga.Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 7 Kom óvænt inn í liðið á síðustu stundu en skilaði sínu bara vel. Var mjög duglegur inn á miðsvæðinu, varðist vel og hjálpaði til í sóknarleiknum þegar að þess þurfti.Albert Guðmundsson, sóknarmaður 8 Algjörlega óhræddur í þessum leik sem var unun að sjá. Er tæknilegt undur og fór stundum illa með leikmenn besta landsliðs heims. Fékk besta færi íslenska liðsins.Arnór Sigurðsson, framherji 7 Eins og Albert mætti hann til leiks óhræddur við Belgana og getur verið stoltur af sínum fyrsta landsleik. Hann hljóp í öll svæði sem buðust, spilaði boltanum vel frá sér og tengdi vel við Albert í framlínunni. Ekki mikið í boði fyrir þá frammi samt.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson 5 - (Kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 64. mínútu) Íslenska liðið var lítið með boltann og því gat Kolbeinn litlu bætt við leikinn.Jón Dagur Þorsteinsson - (Kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 87. mínútu) Þjóðadeild UEFA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Ísland tapaði í kvöld 2-0 fyrir Belgíu í síðasta leik liðsins í A-deild Þjóðadeildarinnar en bæði mörkin komu í síðari hálfleik. Mikil meiðsli voru í íslenska hópnum fyrir leikinn í kvöld og síðustu meiðslin komu í upphitun er Alfreð Finnbogason meiddist. Michy Batshuayi skoraði bæði mörk Belgíu í síðari hálfleik en bæði mörkin hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir. Kári Árnason var eins og klettur í vörn Íslands en hann var valinn maður leiksins að mati Vísis.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Öruggur í sínum aðgerðum framan af en gerði svo mistök í öðru markinu þegar að hann varði boltann beint fyrir framan fætur framherja Belganna. Gat lítið gert í fyrra markinu.Ari Freyr Skúlason, hægri vængbakvörður 7 Leysti nýja stöðu bara nokkuð vel á öfugum fæti hægra megin. Sterkur í vörninni og fer klárlega að gera tilkall til að fá stöðuna sína vinstra megin aftur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 7 Var flottur með Kára við hliðina á sér og gat nýtt sér alla sína styrkleika. Staðsetti sig vel, öflugur í loftinu þegar að þess þurfti og alltaf mættur í hjálparvörn. Lá mikið á þeim félögum í vörninni.Kári Árnason, miðvörður 8 - maður leiksins Eins og klettur í hjarta varnarinnar og stýrði varnarlínunni mest megnis frábærlega. Varði sjálfur urmul skota og skallaði allt sem kom nálægt honum frá.Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 7 Sömuleiðis fínn í vörninni með Kára og Sverri. Öflugur í loftinu og átti nokkra fína bolta fram á við. Mikil spyrnugeta.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri vængbakvörður 5 Þjóðadeildin hefur ekki verið mótið hans Harðar. Átti í basli með að finna samherja oft á tíðum, missti boltann nokkrum sinnum illa og gleymdi sér svo enn og aftur í markinu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Fyrirliðinn gat varla hreyft sig en var samt besti miðjumaður liðsins. Stýrði liðinu frábærlega eins og þeir sem voru á vellinum í kvöld heyrðu. Mikilvægi hans þarf ekkert að fara yfir enn og aftur.Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 6 Leið mun betur en síðast þegar að hann byrjaði leik á miðjunni enda allt annað að vera undir leikstjórn Arons. Sýndi að það er margt spunnið í hann sem fótboltamann. Einfaldar og góðar sendingar inn á miðjunni. Átti samt kannski eðlilega erfitt uppdráttar á móti þessu frábæra liði Belga.Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 7 Kom óvænt inn í liðið á síðustu stundu en skilaði sínu bara vel. Var mjög duglegur inn á miðsvæðinu, varðist vel og hjálpaði til í sóknarleiknum þegar að þess þurfti.Albert Guðmundsson, sóknarmaður 8 Algjörlega óhræddur í þessum leik sem var unun að sjá. Er tæknilegt undur og fór stundum illa með leikmenn besta landsliðs heims. Fékk besta færi íslenska liðsins.Arnór Sigurðsson, framherji 7 Eins og Albert mætti hann til leiks óhræddur við Belgana og getur verið stoltur af sínum fyrsta landsleik. Hann hljóp í öll svæði sem buðust, spilaði boltanum vel frá sér og tengdi vel við Albert í framlínunni. Ekki mikið í boði fyrir þá frammi samt.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson 5 - (Kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 64. mínútu) Íslenska liðið var lítið með boltann og því gat Kolbeinn litlu bætt við leikinn.Jón Dagur Þorsteinsson - (Kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 87. mínútu)
Þjóðadeild UEFA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira