5-700 nýjar félagslegar íbúðir á næstu fimm árum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. nóvember 2018 18:59 Mynd af Barónsreit úr kynningu Reykjavíkuborgar Mynd/Reykjavíkurborg Fjögur þúsund íbúðir vantar inn á íbúðamarkaðinn í Reykjavík á næstu árum til þess að fullnægja þörf fyrir nýju húsnæði. Útgefin byggingarleyfi í höfuðborginni á einu ári hafa aldrei verið eins mörg eins og í ár. Borgarstjóri segir að félagslegum íbúðum geti fjölgað um allt að sjö hundruð á næstu fimm árum. Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs hafa verið gefin út þrettán hundruð fjörutíu og fjögur byggingarleyfi fyrir nýjum íbúðum og þarf að leita aftur til ársins 1973 til að finna sambærilega uppbyggingu í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að útgefin byggingarleyfi á þessu ári verði nærri fimmtán hundruð undir árs lok. Húsnæðisvandinn er þó mikill. Í greiningu sem Capacent hefur gert fyrir Reykjavíkurborg og kynnt var í dag kemur í ljós að um 4000 íbúðir vanti á næstu árum til þess að fullnægja þörf fyrir nýjum íbúðum á markaðinum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru í dag 4809 íbúðir á framkvæmdastigi á 32 stöðum í borginni. Borgarstjóri segir að á næstu þremur árum komi margar íbúðir inn á markaðinn. „Við sjáum samt að næsta ár verður enn þá stærra, bæði þegar það kemur að söluíbúðum en líka koma þá nokkur hundruð leiguíbúðir á viðráðanlegu verði,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að uppbyggingin nú muni létta á húsnæðisvandanum að einhverju leiti og stuðla að auknu jafnvægi. Stærsti hluti íbúðanna fer í almenna sölu en einnig eru í gangi fjölmörg verkefni með verkalýðshreyfingunni, stúdentum og félögum eldri borgara. Þá segir borgarstjóri að félagslegum íbúðum hjá Félagsbústöðum muni fjölga um allt að sjö hundruð á næstu fimm árum. „Við reynum að semja við uppbygginaraðila á helst öllum reitum að um 5% af íbúðum verði félagslegar. Þannig að við lærum af sögunni að félagslegar íbúðir séu ekki allar á einum stað heldur dreifðar í öll hverfi og helst í allri uppbyggingu þannig að við mætum félagslegum vanda án þess að gleyma því að bestu borgirnar eru félagslega blandaðar alls staðar,“ segir Dagur. Félagsmál Tengdar fréttir Segir borgina í forystu í húsnæðismálum Borgarstjóri kallar eftir samtali um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga. Hann segir borgina í ótvíræðri forystu í húsnæðismálum og að uppbygging eigi sér stað fyrir alla hópa. 16. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Fjögur þúsund íbúðir vantar inn á íbúðamarkaðinn í Reykjavík á næstu árum til þess að fullnægja þörf fyrir nýju húsnæði. Útgefin byggingarleyfi í höfuðborginni á einu ári hafa aldrei verið eins mörg eins og í ár. Borgarstjóri segir að félagslegum íbúðum geti fjölgað um allt að sjö hundruð á næstu fimm árum. Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs hafa verið gefin út þrettán hundruð fjörutíu og fjögur byggingarleyfi fyrir nýjum íbúðum og þarf að leita aftur til ársins 1973 til að finna sambærilega uppbyggingu í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að útgefin byggingarleyfi á þessu ári verði nærri fimmtán hundruð undir árs lok. Húsnæðisvandinn er þó mikill. Í greiningu sem Capacent hefur gert fyrir Reykjavíkurborg og kynnt var í dag kemur í ljós að um 4000 íbúðir vanti á næstu árum til þess að fullnægja þörf fyrir nýjum íbúðum á markaðinum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru í dag 4809 íbúðir á framkvæmdastigi á 32 stöðum í borginni. Borgarstjóri segir að á næstu þremur árum komi margar íbúðir inn á markaðinn. „Við sjáum samt að næsta ár verður enn þá stærra, bæði þegar það kemur að söluíbúðum en líka koma þá nokkur hundruð leiguíbúðir á viðráðanlegu verði,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að uppbyggingin nú muni létta á húsnæðisvandanum að einhverju leiti og stuðla að auknu jafnvægi. Stærsti hluti íbúðanna fer í almenna sölu en einnig eru í gangi fjölmörg verkefni með verkalýðshreyfingunni, stúdentum og félögum eldri borgara. Þá segir borgarstjóri að félagslegum íbúðum hjá Félagsbústöðum muni fjölga um allt að sjö hundruð á næstu fimm árum. „Við reynum að semja við uppbygginaraðila á helst öllum reitum að um 5% af íbúðum verði félagslegar. Þannig að við lærum af sögunni að félagslegar íbúðir séu ekki allar á einum stað heldur dreifðar í öll hverfi og helst í allri uppbyggingu þannig að við mætum félagslegum vanda án þess að gleyma því að bestu borgirnar eru félagslega blandaðar alls staðar,“ segir Dagur.
Félagsmál Tengdar fréttir Segir borgina í forystu í húsnæðismálum Borgarstjóri kallar eftir samtali um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga. Hann segir borgina í ótvíræðri forystu í húsnæðismálum og að uppbygging eigi sér stað fyrir alla hópa. 16. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Segir borgina í forystu í húsnæðismálum Borgarstjóri kallar eftir samtali um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga. Hann segir borgina í ótvíræðri forystu í húsnæðismálum og að uppbygging eigi sér stað fyrir alla hópa. 16. nóvember 2018 06:15