Boltinn fór að rúlla Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 08:00 ÞórdÃs GÃsladóttir Ný skáldsaga Þórdísar Gísladóttur, rithöfundar og þýðanda, Horfið ekki í ljósið, hefur hlotið góðar viðtökur. Í skáldsögunni leikur hún sér að því að flétta raunverulegum atburðum og persónum við skáldaða atburði. Blaðamaður sem hefur nýlokið lestri á bókinni getur ekki á sér setið. Fannst þessi beinagrind í alvörunni í Hafnarfirði? Og þessi njósnari? Þessar mögnuðu konur? Hvernig eiginlega? … Þórdís brosir og gefur ekkert upp. „Nei, ég get ekki svarað þessari spurningu um beinagrindina. En ég get sagt þér að þegar ég var að skrifa þessa sögu þá var það leikur hjá mér að fá lesandann til að trúa henni. Ég nota umhverfið sem ég ólst upp í, Hafnarfjörð rétt við klaustrið og Reykjavík líka. Sögusviðið er níundi áratugurinn og raunverulegar persónur og atburðir fléttast inn í framvinduna.“ Skáldsagan Horfið ekki í ljósið. Þetta er ekki glæpasaga, ekki ástarsaga. En þarna er ráðgáta sem er leyst í lokin? „Það stendur á kápunni að hún fjalli um svefnleysi, kjarnorkuvá og beinagrind sem leynist. Og það gerir hún bókstaflega. En svo eru margir aðrir þræðir í sögunni. Hún fjallar til dæmis líka um bækur sem aðalsöguhetjan er að lesa og rifjar upp. Hvernig þær hafa áhrif á hana og hugsanir hennar. Þá er ákveðið þema undirliggjandi um hvernig fólk gerir ekki það sem því er best. Og þaðan kemur heiti sögunnar; Horfið ekki í ljósið. Fólk sem horfir á kjarnorkusprengingu. Breytir það einhverju? Skiptir það einhverju máli hvort maður er ofan í kjallara eða horfir á hana.“ Þórdís hefur sinnt ritstörfum um langa hríð en fyrsta ritverk sitt. Leyndarmál annarra, gaf hún út árið 2010 og hlaut fyrir handritið að því Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Þá hefur hún þrisvar sinnum verið tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þú ert augljóslega á réttri hillu, hvernig byrjaði þetta allt saman? „Já, það er rétt. Fyrsta bókin mín kom ekki út fyrr en ég var orðin 45 ára. Ég vann áður í fimm ár sem verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands. Mér fannst ég ekki góð í því. Ég var alltaf að gera eitthvað til hliðar, var í alls kyns verkefnum tengdum ritstörfum. Ég hugsaði oft, æi af hverju er ég að þessu? Life is a bitch and then you die! Ég ákvað að segja upp. Hætta bara í vinnunni,“ segir Þórdís frá og segir samstarfsfélaga sína í háskólanum varla hafa trúað því. „Enda gott starf. Og frábærir félagar,“ segir hún. „Ég vann á auglýsingastofu um tíma. Vann í ýmsum verkefnum fyrir ráðuneyti og svo fór ég að þýða glæpasögur fyrir Forlagið. Ég þýddi verk Hennings Mankell sem er einn af mínum uppáhaldshöfundum. En eftir þrjár bækur var ég reyndar búin að fá nóg, glæpasögur eru eftir ákveðinni forskrift. Ég þýddi líka skemmtilegar chick-lit bækur."Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun,“ segir Þórdís um það þegar hún ákvað að leggja fyrir sig ritstörf. Fréttablaðið/ErnirEn árið 2010 var ég í ákveðnu millibilsástandi. Ég var bara frekar blönk. Ég sá auglýst bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Ég hafði lengi skrifað blogg og átti efni til sem voru nokkurs konar prósar. Ég tók til efni og sendi inn. Þetta var lítil bók,“ segir Þórdís en hún á við sína fyrstu ljóðabók, Leyndarmál annarra. „Svo gleymdi ég þessu bara, það liðu einhverjir mánuðir og þá var mér tilkynnt að verkið hefði verið valið. Ég fékk útgefanda og allt var sett í gang. Svo fór boltinn að rúlla,“ segir Þórdís frá. Og hvernig er líf rithöfundarins? „Það er besta lífið. Þetta eru forréttindi. Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun,“ segir Þórdís sem segir þó að hún geti vel hugsað sér að gera eitthvað annað. „Ef enginn læsi bækurnar sem ég skrifa þá sé ég fyrir mér að ég gæti unnið í blómabúð,“ segir hún, Hvernig líst þér svo á að vera í jólabókaflóðinu? „Mér finnst það skemmtilegt. Stundum óska ég þess reyndar að markaðurinn verði meira en gjafamarkaður og að fólk kaupi sér bækur í auknum mæli. En kannski er fólk farið að gera það. En mér finnst fullorðið fólk stundum nískt. Fólk tímir að kaupa sér nýjustu Dan Brown bókina en ekki góða barnabók eða vandaða ljóðabók. Auðvitað eru þetta peningar ef fólk á þá ekki til, en bækur fylgja börnum fram á fullorðinsár. Þær hitta mann og lifa með manni,“ segir Þórdís. Henni stendur málaflokkurinn nærri því Þórdís skrifar jöfnum höndum fyrir börn og fullorðna. Þekktar eru barnabækur hennar um Randalínu og Munda. „Fullorðna fólkið er alltaf að ýta að krökkum bókum sem það las sjálft. Skólaljóðum og Gagn og gaman, af því að það telur það gera þeim gott. En þau hafa engan áhuga á þessum bókum og það eru bara til miklu betri bækur. Þau vilja lesa fantasíubókmenntir eða eitthvað úr sínum eigin samtíma,“ segir Þórdís sem hefur skrifað unglingabækur í samstarfi við Hildi Knútsdóttur, Doddi, bók sannleikans og Doddi, ekkert rugl. „Bækurnar okkar Hildar um Dodda eru nú þegar orðnar úreltar. Í fyrstu bókinni kom Almar í kassanum við sögu. Í annarri Panamaskjölin. En það er bara allt í lagi. Við skrifum bara fleiri bækur,“ segir hún.Úr 11. kafla Horfið ekki í ljósið Þegar sænski leikstjórinn og rithöfundurinn Ingmar Bergman var rúmlega tvítugur bjó hann um tíma með konu sem var örlítið eldri og töluvert veraldarvanari en hann. Konan hét Karin Lannby. Henni kynntist hann í listamannakreðsum ungs fólks í Stokkhólmi. Karin og Ingmar bjuggu saman í pínulítilli íbúðarkompu. Þau sváfu á dýnum á gólfinu og áttu bara eitt lítið borð og tvo stóla. Í íbúðinni var einn lítill vaskur og þau elduðu matinn sinn inni í skáp. Um Karin Lannby hefur verið skrifuð bók með undirtitilinn Ingmar Bergmans Mata Hari. Þessi kona átti fremur stutt stopp í lífi Ingmars, en það þarf auðvitað ekki að þýða að það hafi ekki verið áhrifaríkt. Fólk sem við höfum skammvinn kynni af getur haft mikil áhrif á okkur. Auk þess að sinna ýmsum öðrum störfum var Karin Lannby skáld. Tvítug gaf hún út ljóðabók með titilinn Canto Jundo, með ljóðum sem ort voru undir flamenco-áhrifum. Bókin fékk töluvert hrós, meðal annars frá akademíupáfanum Arthur Lundqvist. Seinna kom í ljós að Karin hafði stundað njósnir og hún þótti, og þykir enn, býsna dularfull manneskja. Hún var hæfileikarík leikkona og átti auðvelt með að tileinka sér tungumál, það notaði hún óspart í störfum sínum. Bergman sagði um Karin. sem hann kallar Mariu, í endurminningum sínum að hún hafi verið óútskýranleg og dularfull gáta: „Hún sinnti kynferðislegu hungri mínu, opnaði dyr og hleypti út brjálæðingi.“ Ingmar og Karin settu upp barnaleikrit í nýju leikhúsi í Stokkhólmi og hún lék stórt hlutverk í Pelikananum eftir August Strindberg, undir leikstjórn Ingmars, í stúdentaleikhúsi borgarinnar. Þrátt fyrir ástina mun þeim hafa komið skelfilega illa saman, þau hentu lausamunum í hvort annað og sambúð þeirra lauk með miklum brothljóðum og hurðaskellum. Karin Lannby starfaði meðal annars sem njósnari fyrir Svía og notaði þá dulnefnið Annette. Á opnum vef sænsku lögreglunnar á internetinu má finna umtalsvert magn af njósnagögnum sem komin eru frá henni, hátt í tvö þúsund síður af skjölum. Hún njósnaði um Bergman-fjölskylduna og skrifaði í skýrslu að Ingmar Bergman, sonur prestsins í Hedvig Eleonora-kirkjunni í Stokkhólmi, væri gjörsamlega hættulaus maður sem algjör óþarfi væri að beina sjónum að. Karin Lannby flutti síðar til Parísar þar sem hún skipti um nafn. Hún lék í þó nokkrum bíómyndum og starfaði einnig við þýðingar og blaðamennsku. Sem blaðakonu tókst henni meðal annars að fá að taka viðtal við goðsagnakenndan bandít og útlaga sem hefur verið líkt við Hróa hött, Salvatore Giuliano, sem ítalska herlögreglan hundelti í fjöllum á Sikiley. Þetta þótti mikið afrek hjá henni, sem leiddi reyndar til þess að hún var handtekin og vísað frá Ítalíu. Þegar Karin nálgaðist miðjan aldur snerist hún til kaþólskrar trúar og hóf sambúð með presti sem gerði uppreisn gegn tréhestunum í Vatíkaninu. Hún leyndi skrautlegri fortíð sinni. Á níunda áratug síðustu aldar varð hún þekkt sem herskár talsmaður Gráu pardusanna, samtaka sem börðust fyrir bættum kjörum og réttindum aldraðra í París. Eftir stríð sneri hún aldrei aftur til Svíþjóðar. Hins vegar kom hún nokkrum sinnum til Íslands. Á Íslandi kannaðist auðvitað enginn við hana, fortíð hennar var algjörlega óþekkt. Karin Lannby, sem þá hafði fyrir löngu tekið upp nafnið Maria Cyliakus, lést í París árið 2007 á tíræðisaldri. * Það eru aðeins nokkrir mánuðir síðan ég áttaði mig á að ég hefði oft hitt ástkonu Ingmars Bergmans sem einnig var leikkona, skáld, þýðandi og njósnari. Það var þegar ég las bók um sambönd Ingmars Bergmans við konur. Bókin er í sjálfu sér ekki sérlega merkilegt rit en í henni er mynd af Karin Lannby á yngri árum og svipurinn er svo sterkur að ég þekkti strax Maríu Karin, vinkonu hennar ömmu sem bjó í París og kom að minnsta kosti þrisvar í heimsókn og gisti þá hjá ömmu. Barbara amma mín kom, sem fyrr segir, siglandi til Íslands frá Þýskalandi haustið 1930. Eins og þá tíðkaðist birtu dagblöðin skipafréttir með nöfnum farþega um borð. Í blaðafrétt, þar sem farþegar sem eru nýkomnir til landsins með Goðafossi eru taldir upp, er nafn ömmu og annarra farþega. Samskipa ömmu á leið til Íslands voru til dæmis Jón Þorláksson verkfræðingur, Haraldur Árnason kaupmaður, Björn Björnsson hirðbakari, H. Linz, frú B. Adams, frú Katrín Viðar, frk. Didda Ólafsson, frk. Ásta Norðmann, C. R. Schubert og Þórður Kristleifsson söngkennari. Þó nokkrir fleiri farþegar eru nefndir í blaðinu og eitt nafnanna sem talin eru upp er K. Lannby. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ný skáldsaga Þórdísar Gísladóttur, rithöfundar og þýðanda, Horfið ekki í ljósið, hefur hlotið góðar viðtökur. Í skáldsögunni leikur hún sér að því að flétta raunverulegum atburðum og persónum við skáldaða atburði. Blaðamaður sem hefur nýlokið lestri á bókinni getur ekki á sér setið. Fannst þessi beinagrind í alvörunni í Hafnarfirði? Og þessi njósnari? Þessar mögnuðu konur? Hvernig eiginlega? … Þórdís brosir og gefur ekkert upp. „Nei, ég get ekki svarað þessari spurningu um beinagrindina. En ég get sagt þér að þegar ég var að skrifa þessa sögu þá var það leikur hjá mér að fá lesandann til að trúa henni. Ég nota umhverfið sem ég ólst upp í, Hafnarfjörð rétt við klaustrið og Reykjavík líka. Sögusviðið er níundi áratugurinn og raunverulegar persónur og atburðir fléttast inn í framvinduna.“ Skáldsagan Horfið ekki í ljósið. Þetta er ekki glæpasaga, ekki ástarsaga. En þarna er ráðgáta sem er leyst í lokin? „Það stendur á kápunni að hún fjalli um svefnleysi, kjarnorkuvá og beinagrind sem leynist. Og það gerir hún bókstaflega. En svo eru margir aðrir þræðir í sögunni. Hún fjallar til dæmis líka um bækur sem aðalsöguhetjan er að lesa og rifjar upp. Hvernig þær hafa áhrif á hana og hugsanir hennar. Þá er ákveðið þema undirliggjandi um hvernig fólk gerir ekki það sem því er best. Og þaðan kemur heiti sögunnar; Horfið ekki í ljósið. Fólk sem horfir á kjarnorkusprengingu. Breytir það einhverju? Skiptir það einhverju máli hvort maður er ofan í kjallara eða horfir á hana.“ Þórdís hefur sinnt ritstörfum um langa hríð en fyrsta ritverk sitt. Leyndarmál annarra, gaf hún út árið 2010 og hlaut fyrir handritið að því Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Þá hefur hún þrisvar sinnum verið tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þú ert augljóslega á réttri hillu, hvernig byrjaði þetta allt saman? „Já, það er rétt. Fyrsta bókin mín kom ekki út fyrr en ég var orðin 45 ára. Ég vann áður í fimm ár sem verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands. Mér fannst ég ekki góð í því. Ég var alltaf að gera eitthvað til hliðar, var í alls kyns verkefnum tengdum ritstörfum. Ég hugsaði oft, æi af hverju er ég að þessu? Life is a bitch and then you die! Ég ákvað að segja upp. Hætta bara í vinnunni,“ segir Þórdís frá og segir samstarfsfélaga sína í háskólanum varla hafa trúað því. „Enda gott starf. Og frábærir félagar,“ segir hún. „Ég vann á auglýsingastofu um tíma. Vann í ýmsum verkefnum fyrir ráðuneyti og svo fór ég að þýða glæpasögur fyrir Forlagið. Ég þýddi verk Hennings Mankell sem er einn af mínum uppáhaldshöfundum. En eftir þrjár bækur var ég reyndar búin að fá nóg, glæpasögur eru eftir ákveðinni forskrift. Ég þýddi líka skemmtilegar chick-lit bækur."Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun,“ segir Þórdís um það þegar hún ákvað að leggja fyrir sig ritstörf. Fréttablaðið/ErnirEn árið 2010 var ég í ákveðnu millibilsástandi. Ég var bara frekar blönk. Ég sá auglýst bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Ég hafði lengi skrifað blogg og átti efni til sem voru nokkurs konar prósar. Ég tók til efni og sendi inn. Þetta var lítil bók,“ segir Þórdís en hún á við sína fyrstu ljóðabók, Leyndarmál annarra. „Svo gleymdi ég þessu bara, það liðu einhverjir mánuðir og þá var mér tilkynnt að verkið hefði verið valið. Ég fékk útgefanda og allt var sett í gang. Svo fór boltinn að rúlla,“ segir Þórdís frá. Og hvernig er líf rithöfundarins? „Það er besta lífið. Þetta eru forréttindi. Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun,“ segir Þórdís sem segir þó að hún geti vel hugsað sér að gera eitthvað annað. „Ef enginn læsi bækurnar sem ég skrifa þá sé ég fyrir mér að ég gæti unnið í blómabúð,“ segir hún, Hvernig líst þér svo á að vera í jólabókaflóðinu? „Mér finnst það skemmtilegt. Stundum óska ég þess reyndar að markaðurinn verði meira en gjafamarkaður og að fólk kaupi sér bækur í auknum mæli. En kannski er fólk farið að gera það. En mér finnst fullorðið fólk stundum nískt. Fólk tímir að kaupa sér nýjustu Dan Brown bókina en ekki góða barnabók eða vandaða ljóðabók. Auðvitað eru þetta peningar ef fólk á þá ekki til, en bækur fylgja börnum fram á fullorðinsár. Þær hitta mann og lifa með manni,“ segir Þórdís. Henni stendur málaflokkurinn nærri því Þórdís skrifar jöfnum höndum fyrir börn og fullorðna. Þekktar eru barnabækur hennar um Randalínu og Munda. „Fullorðna fólkið er alltaf að ýta að krökkum bókum sem það las sjálft. Skólaljóðum og Gagn og gaman, af því að það telur það gera þeim gott. En þau hafa engan áhuga á þessum bókum og það eru bara til miklu betri bækur. Þau vilja lesa fantasíubókmenntir eða eitthvað úr sínum eigin samtíma,“ segir Þórdís sem hefur skrifað unglingabækur í samstarfi við Hildi Knútsdóttur, Doddi, bók sannleikans og Doddi, ekkert rugl. „Bækurnar okkar Hildar um Dodda eru nú þegar orðnar úreltar. Í fyrstu bókinni kom Almar í kassanum við sögu. Í annarri Panamaskjölin. En það er bara allt í lagi. Við skrifum bara fleiri bækur,“ segir hún.Úr 11. kafla Horfið ekki í ljósið Þegar sænski leikstjórinn og rithöfundurinn Ingmar Bergman var rúmlega tvítugur bjó hann um tíma með konu sem var örlítið eldri og töluvert veraldarvanari en hann. Konan hét Karin Lannby. Henni kynntist hann í listamannakreðsum ungs fólks í Stokkhólmi. Karin og Ingmar bjuggu saman í pínulítilli íbúðarkompu. Þau sváfu á dýnum á gólfinu og áttu bara eitt lítið borð og tvo stóla. Í íbúðinni var einn lítill vaskur og þau elduðu matinn sinn inni í skáp. Um Karin Lannby hefur verið skrifuð bók með undirtitilinn Ingmar Bergmans Mata Hari. Þessi kona átti fremur stutt stopp í lífi Ingmars, en það þarf auðvitað ekki að þýða að það hafi ekki verið áhrifaríkt. Fólk sem við höfum skammvinn kynni af getur haft mikil áhrif á okkur. Auk þess að sinna ýmsum öðrum störfum var Karin Lannby skáld. Tvítug gaf hún út ljóðabók með titilinn Canto Jundo, með ljóðum sem ort voru undir flamenco-áhrifum. Bókin fékk töluvert hrós, meðal annars frá akademíupáfanum Arthur Lundqvist. Seinna kom í ljós að Karin hafði stundað njósnir og hún þótti, og þykir enn, býsna dularfull manneskja. Hún var hæfileikarík leikkona og átti auðvelt með að tileinka sér tungumál, það notaði hún óspart í störfum sínum. Bergman sagði um Karin. sem hann kallar Mariu, í endurminningum sínum að hún hafi verið óútskýranleg og dularfull gáta: „Hún sinnti kynferðislegu hungri mínu, opnaði dyr og hleypti út brjálæðingi.“ Ingmar og Karin settu upp barnaleikrit í nýju leikhúsi í Stokkhólmi og hún lék stórt hlutverk í Pelikananum eftir August Strindberg, undir leikstjórn Ingmars, í stúdentaleikhúsi borgarinnar. Þrátt fyrir ástina mun þeim hafa komið skelfilega illa saman, þau hentu lausamunum í hvort annað og sambúð þeirra lauk með miklum brothljóðum og hurðaskellum. Karin Lannby starfaði meðal annars sem njósnari fyrir Svía og notaði þá dulnefnið Annette. Á opnum vef sænsku lögreglunnar á internetinu má finna umtalsvert magn af njósnagögnum sem komin eru frá henni, hátt í tvö þúsund síður af skjölum. Hún njósnaði um Bergman-fjölskylduna og skrifaði í skýrslu að Ingmar Bergman, sonur prestsins í Hedvig Eleonora-kirkjunni í Stokkhólmi, væri gjörsamlega hættulaus maður sem algjör óþarfi væri að beina sjónum að. Karin Lannby flutti síðar til Parísar þar sem hún skipti um nafn. Hún lék í þó nokkrum bíómyndum og starfaði einnig við þýðingar og blaðamennsku. Sem blaðakonu tókst henni meðal annars að fá að taka viðtal við goðsagnakenndan bandít og útlaga sem hefur verið líkt við Hróa hött, Salvatore Giuliano, sem ítalska herlögreglan hundelti í fjöllum á Sikiley. Þetta þótti mikið afrek hjá henni, sem leiddi reyndar til þess að hún var handtekin og vísað frá Ítalíu. Þegar Karin nálgaðist miðjan aldur snerist hún til kaþólskrar trúar og hóf sambúð með presti sem gerði uppreisn gegn tréhestunum í Vatíkaninu. Hún leyndi skrautlegri fortíð sinni. Á níunda áratug síðustu aldar varð hún þekkt sem herskár talsmaður Gráu pardusanna, samtaka sem börðust fyrir bættum kjörum og réttindum aldraðra í París. Eftir stríð sneri hún aldrei aftur til Svíþjóðar. Hins vegar kom hún nokkrum sinnum til Íslands. Á Íslandi kannaðist auðvitað enginn við hana, fortíð hennar var algjörlega óþekkt. Karin Lannby, sem þá hafði fyrir löngu tekið upp nafnið Maria Cyliakus, lést í París árið 2007 á tíræðisaldri. * Það eru aðeins nokkrir mánuðir síðan ég áttaði mig á að ég hefði oft hitt ástkonu Ingmars Bergmans sem einnig var leikkona, skáld, þýðandi og njósnari. Það var þegar ég las bók um sambönd Ingmars Bergmans við konur. Bókin er í sjálfu sér ekki sérlega merkilegt rit en í henni er mynd af Karin Lannby á yngri árum og svipurinn er svo sterkur að ég þekkti strax Maríu Karin, vinkonu hennar ömmu sem bjó í París og kom að minnsta kosti þrisvar í heimsókn og gisti þá hjá ömmu. Barbara amma mín kom, sem fyrr segir, siglandi til Íslands frá Þýskalandi haustið 1930. Eins og þá tíðkaðist birtu dagblöðin skipafréttir með nöfnum farþega um borð. Í blaðafrétt, þar sem farþegar sem eru nýkomnir til landsins með Goðafossi eru taldir upp, er nafn ömmu og annarra farþega. Samskipa ömmu á leið til Íslands voru til dæmis Jón Þorláksson verkfræðingur, Haraldur Árnason kaupmaður, Björn Björnsson hirðbakari, H. Linz, frú B. Adams, frú Katrín Viðar, frk. Didda Ólafsson, frk. Ásta Norðmann, C. R. Schubert og Þórður Kristleifsson söngkennari. Þó nokkrir fleiri farþegar eru nefndir í blaðinu og eitt nafnanna sem talin eru upp er K. Lannby.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira