Vinn oftast best undir pressu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2018 13:00 Ásgerður Stefanía er farin úr Garðabænum. vísir/eyþór Valur fékk heldur betur góðan liðsstyrk um helgina þegar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir skrifuðu undir samning við félagið. Sú síðarnefnda kemur frá Þór/KA. Lillý, sem er 21 árs varnarmaður, hefur leikið 110 leiki með Þór/KA í Pepsi-deildinni og varð Íslandsmeistari með liðinu í fyrra. Hún hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Ásgerður, sem er 31 árs, kemur frá Stjörnunni þar sem hún hefur leikið síðan 2005 og verið fyrirliði undanfarin ár. Ásgerður átti ríkan þátt í því að Stjarnan komst í hóp bestu liða landsins og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með Garðabæjarliðinu. Nú taka hins vegar við nýjar áskoranir hjá henni. „Þetta heillaði mig strax þegar ég talaði við Pétur [Pétursson, þjálfara liðsins], bæði hans hugmyndir og svo félagið í heild sinni,“ sagði Ásgerður í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún segir að viðræður við Stjörnuna hafi ekki gengið upp. „Um tveimur vikum eftir tímabilið lá fyrir að ég myndi yfirgefa Stjörnuna. Þetta gekk bara ekki upp. Við vorum á mismunandi stað. Það er mikil endurnýjun í gangi hjá Stjörnunni og við náðum ekki saman,“ sagði Ásgerður. Ásgerður segir að Valur hafi verið eina liðið sem hún fór í alvöru viðræður við. „Það var eitthvað í boði en mér fannst Valur mest heillandi. Ég fór ekki í djúpar viðræður við önnur félög.“ Ásgerður hefur leikið með Stjörnunni í 13 ár, alls 218 leiki í efstu deild auk 40 bikarleikja. Síðustu ár hefur hún verið fyrirliði Stjörnunnar og andlit liðsins út á við. Hún segir að það hafi vissulega verið erfitt að yfirgefa Garðabæinn. „Mér finnst ótrúlega erfitt að kveðja félagið á þessum tímapunkti en stundum þarf maður að hugsa um sjálfan sig og í þessu tilfelli gerði ég það,“ sagði Ásgerður. „Þetta var stór og erfið ákvörðun. Einhver vitur maður sagði að erfiðustu ákvarðanirnar væru alltaf réttar og ég vona að það sé þannig. Ég hef leikið með Stjörnunni nær allan minn meistaraflokksferil og er félaginu og öllum í kringum það þakklát.“ Valur varð síðast Íslandsmeistari í kvennaflokki 2010. Biðin eftir titli á Hlíðarenda er því orðin ansi löng og því á að breyta. Ásgerður hjálpaði Stjörnunni að komast á toppinn á sínum tíma og vonast til að geta gert það sama hjá Val. „Það var spennandi að koma inn og reyna að ná í titil. Þetta er rosalega spennandi leikmannahópur. Auðvitað er það krefjandi verkefni að ná í þessa stóru titla,“ sagði Ásgerður sem segist eiga nóg eftir. „Mér finnst það. Ég hef sjaldan haft jafn mikinn eldmóð og kraft. Eflaust eru einhverjar efasemdarraddir um það eftir að ég kom til baka eftir barnsburð í fyrra. En ég vinn oftast best undir pressu,“ sagði Ásgerður sem fer á sína fyrstu æfingu með Val í dag. „Það verður örugglega mjög skrítið að mæta ekki á æfingu á Samsung-völlinn í nóvember. En ég þekki flestar í Valsliðinu; hef æft með þeim í landsliðinu og sumumþegar ég var hjá Kristianstad í Svíþjóð,“ sagði Ásgerður að endingu. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Valur fékk heldur betur góðan liðsstyrk um helgina þegar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir skrifuðu undir samning við félagið. Sú síðarnefnda kemur frá Þór/KA. Lillý, sem er 21 árs varnarmaður, hefur leikið 110 leiki með Þór/KA í Pepsi-deildinni og varð Íslandsmeistari með liðinu í fyrra. Hún hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Ásgerður, sem er 31 árs, kemur frá Stjörnunni þar sem hún hefur leikið síðan 2005 og verið fyrirliði undanfarin ár. Ásgerður átti ríkan þátt í því að Stjarnan komst í hóp bestu liða landsins og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með Garðabæjarliðinu. Nú taka hins vegar við nýjar áskoranir hjá henni. „Þetta heillaði mig strax þegar ég talaði við Pétur [Pétursson, þjálfara liðsins], bæði hans hugmyndir og svo félagið í heild sinni,“ sagði Ásgerður í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún segir að viðræður við Stjörnuna hafi ekki gengið upp. „Um tveimur vikum eftir tímabilið lá fyrir að ég myndi yfirgefa Stjörnuna. Þetta gekk bara ekki upp. Við vorum á mismunandi stað. Það er mikil endurnýjun í gangi hjá Stjörnunni og við náðum ekki saman,“ sagði Ásgerður. Ásgerður segir að Valur hafi verið eina liðið sem hún fór í alvöru viðræður við. „Það var eitthvað í boði en mér fannst Valur mest heillandi. Ég fór ekki í djúpar viðræður við önnur félög.“ Ásgerður hefur leikið með Stjörnunni í 13 ár, alls 218 leiki í efstu deild auk 40 bikarleikja. Síðustu ár hefur hún verið fyrirliði Stjörnunnar og andlit liðsins út á við. Hún segir að það hafi vissulega verið erfitt að yfirgefa Garðabæinn. „Mér finnst ótrúlega erfitt að kveðja félagið á þessum tímapunkti en stundum þarf maður að hugsa um sjálfan sig og í þessu tilfelli gerði ég það,“ sagði Ásgerður. „Þetta var stór og erfið ákvörðun. Einhver vitur maður sagði að erfiðustu ákvarðanirnar væru alltaf réttar og ég vona að það sé þannig. Ég hef leikið með Stjörnunni nær allan minn meistaraflokksferil og er félaginu og öllum í kringum það þakklát.“ Valur varð síðast Íslandsmeistari í kvennaflokki 2010. Biðin eftir titli á Hlíðarenda er því orðin ansi löng og því á að breyta. Ásgerður hjálpaði Stjörnunni að komast á toppinn á sínum tíma og vonast til að geta gert það sama hjá Val. „Það var spennandi að koma inn og reyna að ná í titil. Þetta er rosalega spennandi leikmannahópur. Auðvitað er það krefjandi verkefni að ná í þessa stóru titla,“ sagði Ásgerður sem segist eiga nóg eftir. „Mér finnst það. Ég hef sjaldan haft jafn mikinn eldmóð og kraft. Eflaust eru einhverjar efasemdarraddir um það eftir að ég kom til baka eftir barnsburð í fyrra. En ég vinn oftast best undir pressu,“ sagði Ásgerður sem fer á sína fyrstu æfingu með Val í dag. „Það verður örugglega mjög skrítið að mæta ekki á æfingu á Samsung-völlinn í nóvember. En ég þekki flestar í Valsliðinu; hef æft með þeim í landsliðinu og sumumþegar ég var hjá Kristianstad í Svíþjóð,“ sagði Ásgerður að endingu.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira