Fatatíska Soffíu Danadrottningar markar aldur predikunarstólsins Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2018 21:00 Ásmundur Þórarinsson, bóndi á Vífilsstöðum, bendir á myndirnar af dönsku konungshjónunum á predikunarstólnum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Sérfræðingar um fatatísku geta komið sér vel á ólíklegustu stöðum, það vita þeir í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði. Vegna glöggra tískusérfræðinga telja Tungumenn sig nú geta fullyrt að sóknarkirkjan þeirra að Kirkjubæ varðveiti elsta predikunarstól landsins, og það frá tíma Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Það er ekki aðeins að kirkjan að Kirkjubæ í Hróarstungu þyki fögur, kirkjustæðið þykir magnað en kirkjan kallast á við Dyrfjöllin, helsta djásn Austurlands.Kirkjubæjarkirkja í Hróarstungu. Fjær má sjá Dyrfjöll. Síðasti presturinn, Sigurjón Jónsson, sat staðinn til ársins 1956 og hann skráði hjá sér að séð frá Kirkjubæ kæmi sólin upp í dyrum Dyrfjalla tvisvar á ári, 25. mars og 9. september.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Inni í kirkjunni er einnig merkilegur gripur, sjálfur predikunarstólinn, sem þeir Hróarstungumenn vilja meina að sé sá elsti á landinu. Hann sé frá því skömmu eftir siðaskipti, þegar eignarhald á kirkjunum hafði færst frá páfanum í Róm til danska konungsvaldsins. Helsta sönnunin, segir Ásmundur Þórarinsson, eru myndirnar á stólnum, en þá þótti tilhlýðilegt að mála mynd af ríkjandi Danakonungi. Stóllinn sýnir Friðrik annan og drottningu hans, Soffíu af Mecklenburg, sem afmarkar tímann frá 1559 til 1588. Konungshjónin varð auðvitað að sýna í fatatísku samtímans og þá kom röðin að tískusérfræðingum að fylla ennþá betur í myndina.Friðrik annar Danakonungur, til vinstri, ríkti frá 1559 til 1588. Til hægri er drottning hans, Soffía af Mecklenburg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það voru nú Danir, sérfræðingar við Þjóðminjasafnið í Danmörku, sem litu á myndir af stólnum og þeir fundu það út að þessi tíska, sem þau eru í, þetta voru nokkurskonar hvursdagsföt fyrir konungshjónin, - þetta er ekki sparifatnaður. Tískan segir fyrir að þetta er svona 1584 eða 5, eitthvað svoleiðis,“ segir Ásmundur. Það var einmitt Friðrik annar Danakonungur sem skipaði Guðbrand Þorláksson biskup að Hólum árið 1571 og veitti honum leyfi til að prenta Guðbrandsbiblíuna, sem út kom árið 1584. Nánar er fjallað um predikunarstólinn og Kirkjubæjarkirkju í þættinum „Um land allt“ sem er um mannlíf í Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fljótsdalshérað Um land allt Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Sérfræðingar um fatatísku geta komið sér vel á ólíklegustu stöðum, það vita þeir í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði. Vegna glöggra tískusérfræðinga telja Tungumenn sig nú geta fullyrt að sóknarkirkjan þeirra að Kirkjubæ varðveiti elsta predikunarstól landsins, og það frá tíma Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Það er ekki aðeins að kirkjan að Kirkjubæ í Hróarstungu þyki fögur, kirkjustæðið þykir magnað en kirkjan kallast á við Dyrfjöllin, helsta djásn Austurlands.Kirkjubæjarkirkja í Hróarstungu. Fjær má sjá Dyrfjöll. Síðasti presturinn, Sigurjón Jónsson, sat staðinn til ársins 1956 og hann skráði hjá sér að séð frá Kirkjubæ kæmi sólin upp í dyrum Dyrfjalla tvisvar á ári, 25. mars og 9. september.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Inni í kirkjunni er einnig merkilegur gripur, sjálfur predikunarstólinn, sem þeir Hróarstungumenn vilja meina að sé sá elsti á landinu. Hann sé frá því skömmu eftir siðaskipti, þegar eignarhald á kirkjunum hafði færst frá páfanum í Róm til danska konungsvaldsins. Helsta sönnunin, segir Ásmundur Þórarinsson, eru myndirnar á stólnum, en þá þótti tilhlýðilegt að mála mynd af ríkjandi Danakonungi. Stóllinn sýnir Friðrik annan og drottningu hans, Soffíu af Mecklenburg, sem afmarkar tímann frá 1559 til 1588. Konungshjónin varð auðvitað að sýna í fatatísku samtímans og þá kom röðin að tískusérfræðingum að fylla ennþá betur í myndina.Friðrik annar Danakonungur, til vinstri, ríkti frá 1559 til 1588. Til hægri er drottning hans, Soffía af Mecklenburg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það voru nú Danir, sérfræðingar við Þjóðminjasafnið í Danmörku, sem litu á myndir af stólnum og þeir fundu það út að þessi tíska, sem þau eru í, þetta voru nokkurskonar hvursdagsföt fyrir konungshjónin, - þetta er ekki sparifatnaður. Tískan segir fyrir að þetta er svona 1584 eða 5, eitthvað svoleiðis,“ segir Ásmundur. Það var einmitt Friðrik annar Danakonungur sem skipaði Guðbrand Þorláksson biskup að Hólum árið 1571 og veitti honum leyfi til að prenta Guðbrandsbiblíuna, sem út kom árið 1584. Nánar er fjallað um predikunarstólinn og Kirkjubæjarkirkju í þættinum „Um land allt“ sem er um mannlíf í Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fljótsdalshérað Um land allt Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent