Erfitt fyrir slökkviliðsmenn að halda aftur af sér Jóhann K. Jóhannsson og Kjartan Kjartansson skrifa 1. nóvember 2018 21:11 Slökkviliðsmenn á viðrunarfundi eftir úkallið vegna brunans á Selfossi. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Snemma var ljóst að ekki yrði hægt að bjarga fólki úr húsinu sem brann á Selfossi í gær. Slökkviliðsstjórinn á svæðinu segir að við þær aðstæður geti slökkviliðsmenn átt erfitt með að halda aftur af sér þegar þeim er skipað að fara ekki inn. Slökkviliðsmennirnir funduðu í dag til að ræða um störfin á vettvangi í gær sem reyndu mikið á þá. Karl og kona sem voru gestkomandi fórust í brunanum á Kirkjuvegi 18 á Selfossi í gær. Greint var frá nöfnum þeirra í dag. Konan hét Kristrún Sæbjörnsdóttir, fædd árið 1971 og búsett í Reykjavík. Hún lætur eftir sig þrjá syni. Karlmaðurinn hét Guðmundur Bárðarson, fæddur 1969 og búsettur á Selfossi. Hann var ókvæntur og barnlaus. Húsráðandi og kona sem var þar gestkomandi voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í kvöld. Lögregla segist hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af völdum manna. Þegar slökkviliðið kom að húsinu í gær hafði það vitneskju um að ein eða tvær manneskjur væru innandyra. Þá var húsið hins vegar þegar nær alelda. Mikill hiti og þrýstingur var á efri hæð hússins og segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, að snemma hafi því verið ljóst að ekki yrði hægt að bjarga lífum fólksins. Það hafi valdið miklu álagi á slökkviliðsmennina. „Það er þannig að menn þurfa að taka á öllu sínu til þess að halda stillingu og geta farið eftir fyrirmælum þegar þannig er,“ sagði Pétur í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Með hvöt til þess að bjarga Nú síðdegis áttu slökkviliðsmennirnir svokallaðan viðrunarfund. Í samtali við Vísi segir Pétur slökkviliðsstjóri að slíkir fundir séu haldnir eftir erfið útköll. Á þeim viðri menn það sem var gert á vettvangi, hver gerði hvað, hvernig og af hverju. Markmið er að tryggja að allir hafi sama skilning á verkinu því ekki sé víst að allir hafi vitað af hverju tilteknar ákvarðanir á vettvangi hafi verið teknar og hvað leiddi til þess. „Menn í þessum störfum fara allir í þau vegna þess að þeir hafa einhverja hvöt í sér til þess að hjálpa og bjarga. Þess vegna getur verið afskaplega erfitt fyrir menn að halda aftur af sér þegar þeir fá þau fyrirmæli að fara ekki inn þrátt fyrir að þeir viti sjálfir að aðstæður séu algerlega ólífvænlegar. Þá getur hvötin verið svo mikil að menn vilja gera það sem þeir geta,“ segir Pétur. Á fundinum gátu menn rætt störfin, borið upp spurningar og vangaveltur sínar. „Ég held að það hafi allir gengið mjög sáttir í sínu hjarta frá þessum fundi með að það var gert það sem hægt var að gera,“ segir Pétur. Eftir að ljóst var að ekki væri hægt að bjarga lífum segir Pétur að slökkviliðið hafi einbeitt sér að því að tryggja rannsóknarhagsmuni. Það verk hafi gengið eins vel og best verður á kosið.Pétur slökkviliðsstjóri svaraði spurningum slökkviliðsmanna um slökkvistörfin í gær á viðrunarfundinum í dag.Vísir/Jóhann K. JóhannssonViðbragðsaðilar manneskjur með tilfinningar Viðrunarfundir eins og sá sem var haldinn í dag eru hluti af því að fylgjast með slökkviliðsmönnum eftir erfið útköll. Pétur segir að ef fundirnir dugi ekki til að létta á fólki sé því beint á brautir þar sem það fær sérhæfða aðstoð. „Við reynum að vera vakandi og fylgjast með okkar fólki,“ segir hann. Andlegu áhrifin koma hins vegar stundum ekki í ljós fyrr en einhverjum dögum á eftir að sögn Péturs þar sem fyrst á eftir sé heilinn enn að vinna úr atburðum. „Allir þessi menn, sama hvort það eru lögreglumenn, slökkviliðsmenn eða sjúkraflutningamenn, þó að þetta virðist allt mjög hart fólk er þetta bara manneskjur með allar sínar tilfinningar,“ segir slökkviliðsstjórinn. Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47 Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26 Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54 Eldsupptök talin vera af mannavöldum Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir karli og konu sem handtekin voru í tengslum við eldsvoða við Kirkjuveg á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 14:06 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Snemma var ljóst að ekki yrði hægt að bjarga fólki úr húsinu sem brann á Selfossi í gær. Slökkviliðsstjórinn á svæðinu segir að við þær aðstæður geti slökkviliðsmenn átt erfitt með að halda aftur af sér þegar þeim er skipað að fara ekki inn. Slökkviliðsmennirnir funduðu í dag til að ræða um störfin á vettvangi í gær sem reyndu mikið á þá. Karl og kona sem voru gestkomandi fórust í brunanum á Kirkjuvegi 18 á Selfossi í gær. Greint var frá nöfnum þeirra í dag. Konan hét Kristrún Sæbjörnsdóttir, fædd árið 1971 og búsett í Reykjavík. Hún lætur eftir sig þrjá syni. Karlmaðurinn hét Guðmundur Bárðarson, fæddur 1969 og búsettur á Selfossi. Hann var ókvæntur og barnlaus. Húsráðandi og kona sem var þar gestkomandi voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í kvöld. Lögregla segist hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af völdum manna. Þegar slökkviliðið kom að húsinu í gær hafði það vitneskju um að ein eða tvær manneskjur væru innandyra. Þá var húsið hins vegar þegar nær alelda. Mikill hiti og þrýstingur var á efri hæð hússins og segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, að snemma hafi því verið ljóst að ekki yrði hægt að bjarga lífum fólksins. Það hafi valdið miklu álagi á slökkviliðsmennina. „Það er þannig að menn þurfa að taka á öllu sínu til þess að halda stillingu og geta farið eftir fyrirmælum þegar þannig er,“ sagði Pétur í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Með hvöt til þess að bjarga Nú síðdegis áttu slökkviliðsmennirnir svokallaðan viðrunarfund. Í samtali við Vísi segir Pétur slökkviliðsstjóri að slíkir fundir séu haldnir eftir erfið útköll. Á þeim viðri menn það sem var gert á vettvangi, hver gerði hvað, hvernig og af hverju. Markmið er að tryggja að allir hafi sama skilning á verkinu því ekki sé víst að allir hafi vitað af hverju tilteknar ákvarðanir á vettvangi hafi verið teknar og hvað leiddi til þess. „Menn í þessum störfum fara allir í þau vegna þess að þeir hafa einhverja hvöt í sér til þess að hjálpa og bjarga. Þess vegna getur verið afskaplega erfitt fyrir menn að halda aftur af sér þegar þeir fá þau fyrirmæli að fara ekki inn þrátt fyrir að þeir viti sjálfir að aðstæður séu algerlega ólífvænlegar. Þá getur hvötin verið svo mikil að menn vilja gera það sem þeir geta,“ segir Pétur. Á fundinum gátu menn rætt störfin, borið upp spurningar og vangaveltur sínar. „Ég held að það hafi allir gengið mjög sáttir í sínu hjarta frá þessum fundi með að það var gert það sem hægt var að gera,“ segir Pétur. Eftir að ljóst var að ekki væri hægt að bjarga lífum segir Pétur að slökkviliðið hafi einbeitt sér að því að tryggja rannsóknarhagsmuni. Það verk hafi gengið eins vel og best verður á kosið.Pétur slökkviliðsstjóri svaraði spurningum slökkviliðsmanna um slökkvistörfin í gær á viðrunarfundinum í dag.Vísir/Jóhann K. JóhannssonViðbragðsaðilar manneskjur með tilfinningar Viðrunarfundir eins og sá sem var haldinn í dag eru hluti af því að fylgjast með slökkviliðsmönnum eftir erfið útköll. Pétur segir að ef fundirnir dugi ekki til að létta á fólki sé því beint á brautir þar sem það fær sérhæfða aðstoð. „Við reynum að vera vakandi og fylgjast með okkar fólki,“ segir hann. Andlegu áhrifin koma hins vegar stundum ekki í ljós fyrr en einhverjum dögum á eftir að sögn Péturs þar sem fyrst á eftir sé heilinn enn að vinna úr atburðum. „Allir þessi menn, sama hvort það eru lögreglumenn, slökkviliðsmenn eða sjúkraflutningamenn, þó að þetta virðist allt mjög hart fólk er þetta bara manneskjur með allar sínar tilfinningar,“ segir slökkviliðsstjórinn.
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47 Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26 Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54 Eldsupptök talin vera af mannavöldum Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir karli og konu sem handtekin voru í tengslum við eldsvoða við Kirkjuveg á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 14:06 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47
Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26
Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54
Eldsupptök talin vera af mannavöldum Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir karli og konu sem handtekin voru í tengslum við eldsvoða við Kirkjuveg á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 14:06
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu