Enn eitt hneykslið hjá Facebook komið upp Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. nóvember 2018 11:00 Þótt þessi mynd sé sviðsett er vandamálið raunverulegt. Vísir/Getty Rússneskir tölvuþrjótar virðast hafa komist yfir og boðið til sölu einkaskilaboð 81.000 Facebook-notenda. BBC greindi frá málinu í gær og sagði að Rússarnir héldu því fram að í heild hefðu skilaboð 120 milljóna notenda verið til sölu. Þá tölu dró miðillinn hins vegar í efa. Flestir notendanna eru frá Rússlandi og Úkraínu en þó er einhverja að finna í gögnunum sem eru frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Brasilíu og víðar. Skilaboð hvers notanda voru seld á um tíu krónur íslenskar en síðan var tekin niður eftir að BBC setti sig í samband við tölvuþrjótana. Auglýsing um að hægt væri að kaupa þessi gögn birtist fyrst á enskumælandi spjallborði í september þegar notandi sem kallaði sig FBSaler sagðist búa yfir skilaboðum 120 milljóna Facebook-notenda. BBC fékk netöryggisfyrirtækið Digital Shadows til að skoða þessa staðhæfingu og komst fyrirtækið að því að skilaboðum 81.000 notenda hefði verið stolið og að einnig hefði verið hægt að stela skilaboðum 176.000 notenda til viðbótar. Að sögn BBC setti miðillinn sig í samband við seljandann og sagðist hafa áhuga á að kaupa skilaboð tveggja milljóna notenda, spurði hvort málið tengdist annaðhvort Cambridge Analytica hneykslinu eða öryggisbresti sem greint var frá í september þegar milljónir aðganga voru í raun opnar tölvuþrjótum. Sölumaður undir nafninu John Smith svaraði og sagði málin ótengd. Þá sagði hann einnig að salan tengdist ekki rússneskum yfirvöldum eða nettröllabúum þeirra. Guy Rosen, stjórnandi hjá Facebook, sagði í gær að ekki hefði verið brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins. Hins vegar væri viðbótum við netvafra um að kenna. Fyrirtækið hefði því látið vafraframleiðendur vita af málinu til þess að tryggja að viðbæturnar væru teknar úr viðbótaverslunum vafranna. Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Rússneskir tölvuþrjótar virðast hafa komist yfir og boðið til sölu einkaskilaboð 81.000 Facebook-notenda. BBC greindi frá málinu í gær og sagði að Rússarnir héldu því fram að í heild hefðu skilaboð 120 milljóna notenda verið til sölu. Þá tölu dró miðillinn hins vegar í efa. Flestir notendanna eru frá Rússlandi og Úkraínu en þó er einhverja að finna í gögnunum sem eru frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Brasilíu og víðar. Skilaboð hvers notanda voru seld á um tíu krónur íslenskar en síðan var tekin niður eftir að BBC setti sig í samband við tölvuþrjótana. Auglýsing um að hægt væri að kaupa þessi gögn birtist fyrst á enskumælandi spjallborði í september þegar notandi sem kallaði sig FBSaler sagðist búa yfir skilaboðum 120 milljóna Facebook-notenda. BBC fékk netöryggisfyrirtækið Digital Shadows til að skoða þessa staðhæfingu og komst fyrirtækið að því að skilaboðum 81.000 notenda hefði verið stolið og að einnig hefði verið hægt að stela skilaboðum 176.000 notenda til viðbótar. Að sögn BBC setti miðillinn sig í samband við seljandann og sagðist hafa áhuga á að kaupa skilaboð tveggja milljóna notenda, spurði hvort málið tengdist annaðhvort Cambridge Analytica hneykslinu eða öryggisbresti sem greint var frá í september þegar milljónir aðganga voru í raun opnar tölvuþrjótum. Sölumaður undir nafninu John Smith svaraði og sagði málin ótengd. Þá sagði hann einnig að salan tengdist ekki rússneskum yfirvöldum eða nettröllabúum þeirra. Guy Rosen, stjórnandi hjá Facebook, sagði í gær að ekki hefði verið brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins. Hins vegar væri viðbótum við netvafra um að kenna. Fyrirtækið hefði því látið vafraframleiðendur vita af málinu til þess að tryggja að viðbæturnar væru teknar úr viðbótaverslunum vafranna.
Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira