Guðrún Brá áfram │Birgir og Haraldur á fjórum höggum undir pari Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. nóvember 2018 15:54 Aðeins ein hindrun er nú í vegi Guðrúnar mynd/golf.is Birgir Leifur Hafþórsson stefnir hraðbyr á Evrópumótaröðina í golfi eftir annan frábæran hring á öðru stigi úrtökumótanna í dag. Birgir Leifur spilar á El Encin golfvellinum á Spáni og hann fór holurnar 18 í dag á fjórum höggum undir pari. Þetta var þriðji hringurinn af fjórum og hann er samtals á tólf höggum undir pari. Hann er jafn í fimmta sæti, fimm höggum á eftir efsta manni. Haraldur Franklín Magnús er líka að keppa á öðru stigi en hann er á Desert Springs vellinum á Spáni. Haraldur er jafn í 22. sæti eftir að hafa farið hringinn í dag á fjórum höggum undir pari. Hann er samtals á sjö höggum undir pari eftir þrjá hringi, átta höggum frá efsta manni. Áætlað er að um tuttugu kylfingar af hverjum velli á öðru stigi fari áfram á þriðja og síðasta stig úrtökumótanna, en það er eitt mót spilað á Spáni í næstu viku. Haraldur á því enn séns á að komast þangað ef hann spilar vel á morgun en gæti þurft á því að halda að nokkrir af þeim kylfingum sem eru fyrir ofan hann lendi í hrakföllum. Birgir Leifur virðist hins vegar getað framlengt hóteldvöl sína á Spáni, það stefnir allt á að hann tryggi sig örugglega áfram. Guðrún Brá Björgvinsdóttir tryggði sér sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í kvennaflokki í dag. Íslandsmeistarinn frá því í sumar lék fyrra úrtökumótið á átta höggum yfir pari og endaði jöfn í 21. - 23. sæti. Hún fór fjórða og síðasta hringinn í dag á tveimur höggum yfir pari. Lokaúrtökumótið fer fram í Morokkó í desember þar sem efstu 25 kylfingarnir fara áfram á Evrópumótaröðina. Golf Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson stefnir hraðbyr á Evrópumótaröðina í golfi eftir annan frábæran hring á öðru stigi úrtökumótanna í dag. Birgir Leifur spilar á El Encin golfvellinum á Spáni og hann fór holurnar 18 í dag á fjórum höggum undir pari. Þetta var þriðji hringurinn af fjórum og hann er samtals á tólf höggum undir pari. Hann er jafn í fimmta sæti, fimm höggum á eftir efsta manni. Haraldur Franklín Magnús er líka að keppa á öðru stigi en hann er á Desert Springs vellinum á Spáni. Haraldur er jafn í 22. sæti eftir að hafa farið hringinn í dag á fjórum höggum undir pari. Hann er samtals á sjö höggum undir pari eftir þrjá hringi, átta höggum frá efsta manni. Áætlað er að um tuttugu kylfingar af hverjum velli á öðru stigi fari áfram á þriðja og síðasta stig úrtökumótanna, en það er eitt mót spilað á Spáni í næstu viku. Haraldur á því enn séns á að komast þangað ef hann spilar vel á morgun en gæti þurft á því að halda að nokkrir af þeim kylfingum sem eru fyrir ofan hann lendi í hrakföllum. Birgir Leifur virðist hins vegar getað framlengt hóteldvöl sína á Spáni, það stefnir allt á að hann tryggi sig örugglega áfram. Guðrún Brá Björgvinsdóttir tryggði sér sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í kvennaflokki í dag. Íslandsmeistarinn frá því í sumar lék fyrra úrtökumótið á átta höggum yfir pari og endaði jöfn í 21. - 23. sæti. Hún fór fjórða og síðasta hringinn í dag á tveimur höggum yfir pari. Lokaúrtökumótið fer fram í Morokkó í desember þar sem efstu 25 kylfingarnir fara áfram á Evrópumótaröðina.
Golf Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira