Leikgleðin fór með þreytunni Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. nóvember 2018 10:30 Ólafía Þórunn hefur verið með fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni undanfarin tvö ár en tókst ekki að fylgja eftir góðu fyrsta ári. NordicPhotos/getty Tímabilinu hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, atvinnukylfingi úr GR, lauk á laugardaginn þegar henni tókst ekki að endurnýja LPGA-þátttökurétt sinn á lokaúrtökumótinu í Bandaríkjunum. Alls voru átta hringir leiknir á ellefu dögum og var 101 kylfingur skráður til leiks þar sem 45 efstu fengu þátttökurétt á næsta ári. Ólafía náði sér aldrei á strik í mótinu og lauk keppni í 93. sæti á 604 höggum, 28 höggum yfir pari þar sem lokahringurinn reyndist henni erfiður. Hún kvaðst vera á leiðinni heim til Íslands í langþráð frí, eitthvað sem hún sagðist hafa átt að gera fyrr á tímabilinu þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar eftir mótið. „Þetta eru blendnar tilfinningar eftir erfiðar tvær vikur, ég er eiginlega himinlifandi að þetta sé búið því ég skemmti mér ekkert vel á þessu móti,“ segir Ólafía hreinskilin um tilfinningarnar þegar úrtökumótinu lauk.Ólafía mun fá takmarkaðan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í upphafi næsta tímabils.Getty/Mark RunnaclesÞað var ljóst fyrir lokahringinn að hún þyrfti að eiga sannkallaðan draumahring til að eiga möguleika á að komast meðal 45 efstu kylfinganna. „Ég var í raun búin að fá nóg á þeim tímapunkti og hjartað var ekki á réttum stað. Ég fór inn í hann til að ljúka þessu móti af. Ég vissi að það væri alveg einhver örlítill möguleiki á að ég fengi bara þrettán fugla á einum hring en svo fæ ég skolla á annarri braut sem var hálfgert rothögg. Þá þurfti ég fjórtán fugla. Miðað við í hvaða standi ég var þá var ólíklegt að þessi draumahringur kæmi þennan daginn.“ Ólafía Þórunn var á öðru tímabili sínu á LPGA-mótaröðinni og gerði að eigin sögn, grundvallarmistök sem kostuðu hana mikið. Fyrir tímabilið hafði hún orð á því að hún gæti betur stýrt álaginu í ár og leyft sér að taka sér hvíld á milli móta til að hlaða batteríin en hún var ekki nægilega dugleg við það. „Það mistókst gjörsamlega að stýra álaginu betur, ég hugsaði ekki út í það að ég kæmist inn á flest stóru mót ársins og ég var ekki nægilega dugleg að kúpla mig út og hvílast. Áætlanir mínar fóru út í buskann og ég finn það alveg að ég er gjörsamlega búin á því,“ segir Ólafía og heldur áfram: „Leikgleðin hverfur þegar þú finnur fyrir þessari þreytu og maður missir eldmóðinn þegar maður finnur fyrir langvarandi þreytu. Ég finn fyrir þessu í dag, það er nóvember og ég er alveg ótrúlega þreytt bæði andlega og líkamlega. Ég get ekki beðið eftir því að komast heim og fá bara að taka mér hvíld frá öllu saman.“ Henni fannst oft óþægileg tilfinning að sleppa mótum enda fannst henni betri spilamennska handan hornsins. „Ég var oft að missa af niðurskurði með einu höggi yfir einhverja tvo mánuði. Þá fannst mér eins og ég væri að spila mjög vel en ég væri ekki að uppskera eftir því. Þá átti ég að taka skref til baka og hvíla mig í staðinn fyrir að gíra mig upp og æfa meira. Það fór í raun alveg öfugt. Það sem ég tek út úr þessu er að þekkja betur merkin þegar þú finnur fyrir ofþreytu.“ Ólafía mun fá takmarkaðan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í upphafi næsta tímabils sem þýðir að hún sé háð því hversu fáir skrái sig til leiks. Þá getur hún tekið þátt í úrtökumótum fyrir mót á LPGA-mótaröðinni. „LPGA breytti þessu núna, það fengu færri að halda fullum keppnisrétti en þú heldur þó þessum takmarkaða keppnisrétti. Ég gæti fengið nokkur mót en þetta er óljóst en ég mun vera á Symetra-mótaröðinni þegar tækifæri gefast ekki á LPGA. Ég kaus að einblína á LPGA og framtíð mína þar frekar en Evrópumótaröðina því þar vil ég vera til lengri tíma,“ segir Ólafía. Takist henni að komast inn á LPGA-mót og ná þar góðum árangri getur hún öðlast þátttökurétt á ný um mitt næsta ár. „Ég mun líka vera dugleg að spila í úrtökumótum á mánudegi til að reyna að komast inn á mótið í sömu vikunni, það er önnur leið inn á mótin. Ef mér tekst svo að komast inn á mót og ég næ góðum árangri þar þá gæti ég öðlast þátttökurétt á nýjan leik um mitt næsta tímabil.“ Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tímabilinu hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, atvinnukylfingi úr GR, lauk á laugardaginn þegar henni tókst ekki að endurnýja LPGA-þátttökurétt sinn á lokaúrtökumótinu í Bandaríkjunum. Alls voru átta hringir leiknir á ellefu dögum og var 101 kylfingur skráður til leiks þar sem 45 efstu fengu þátttökurétt á næsta ári. Ólafía náði sér aldrei á strik í mótinu og lauk keppni í 93. sæti á 604 höggum, 28 höggum yfir pari þar sem lokahringurinn reyndist henni erfiður. Hún kvaðst vera á leiðinni heim til Íslands í langþráð frí, eitthvað sem hún sagðist hafa átt að gera fyrr á tímabilinu þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar eftir mótið. „Þetta eru blendnar tilfinningar eftir erfiðar tvær vikur, ég er eiginlega himinlifandi að þetta sé búið því ég skemmti mér ekkert vel á þessu móti,“ segir Ólafía hreinskilin um tilfinningarnar þegar úrtökumótinu lauk.Ólafía mun fá takmarkaðan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í upphafi næsta tímabils.Getty/Mark RunnaclesÞað var ljóst fyrir lokahringinn að hún þyrfti að eiga sannkallaðan draumahring til að eiga möguleika á að komast meðal 45 efstu kylfinganna. „Ég var í raun búin að fá nóg á þeim tímapunkti og hjartað var ekki á réttum stað. Ég fór inn í hann til að ljúka þessu móti af. Ég vissi að það væri alveg einhver örlítill möguleiki á að ég fengi bara þrettán fugla á einum hring en svo fæ ég skolla á annarri braut sem var hálfgert rothögg. Þá þurfti ég fjórtán fugla. Miðað við í hvaða standi ég var þá var ólíklegt að þessi draumahringur kæmi þennan daginn.“ Ólafía Þórunn var á öðru tímabili sínu á LPGA-mótaröðinni og gerði að eigin sögn, grundvallarmistök sem kostuðu hana mikið. Fyrir tímabilið hafði hún orð á því að hún gæti betur stýrt álaginu í ár og leyft sér að taka sér hvíld á milli móta til að hlaða batteríin en hún var ekki nægilega dugleg við það. „Það mistókst gjörsamlega að stýra álaginu betur, ég hugsaði ekki út í það að ég kæmist inn á flest stóru mót ársins og ég var ekki nægilega dugleg að kúpla mig út og hvílast. Áætlanir mínar fóru út í buskann og ég finn það alveg að ég er gjörsamlega búin á því,“ segir Ólafía og heldur áfram: „Leikgleðin hverfur þegar þú finnur fyrir þessari þreytu og maður missir eldmóðinn þegar maður finnur fyrir langvarandi þreytu. Ég finn fyrir þessu í dag, það er nóvember og ég er alveg ótrúlega þreytt bæði andlega og líkamlega. Ég get ekki beðið eftir því að komast heim og fá bara að taka mér hvíld frá öllu saman.“ Henni fannst oft óþægileg tilfinning að sleppa mótum enda fannst henni betri spilamennska handan hornsins. „Ég var oft að missa af niðurskurði með einu höggi yfir einhverja tvo mánuði. Þá fannst mér eins og ég væri að spila mjög vel en ég væri ekki að uppskera eftir því. Þá átti ég að taka skref til baka og hvíla mig í staðinn fyrir að gíra mig upp og æfa meira. Það fór í raun alveg öfugt. Það sem ég tek út úr þessu er að þekkja betur merkin þegar þú finnur fyrir ofþreytu.“ Ólafía mun fá takmarkaðan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í upphafi næsta tímabils sem þýðir að hún sé háð því hversu fáir skrái sig til leiks. Þá getur hún tekið þátt í úrtökumótum fyrir mót á LPGA-mótaröðinni. „LPGA breytti þessu núna, það fengu færri að halda fullum keppnisrétti en þú heldur þó þessum takmarkaða keppnisrétti. Ég gæti fengið nokkur mót en þetta er óljóst en ég mun vera á Symetra-mótaröðinni þegar tækifæri gefast ekki á LPGA. Ég kaus að einblína á LPGA og framtíð mína þar frekar en Evrópumótaröðina því þar vil ég vera til lengri tíma,“ segir Ólafía. Takist henni að komast inn á LPGA-mót og ná þar góðum árangri getur hún öðlast þátttökurétt á ný um mitt næsta ár. „Ég mun líka vera dugleg að spila í úrtökumótum á mánudegi til að reyna að komast inn á mótið í sömu vikunni, það er önnur leið inn á mótin. Ef mér tekst svo að komast inn á mót og ég næ góðum árangri þar þá gæti ég öðlast þátttökurétt á nýjan leik um mitt næsta tímabil.“
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira